Mannlíf

true

Forsetinn vakti lukku á Norðurálsmótinu

Hið árlega Norðurálsmót í knattspyrnu var haldið um síðustu helgi á Akranesi þar sem 1500 iðkendur frá 36 félögum öttu kappi. Mikill fjöldi foreldra, ættingja og annarra gesta fylgja keppendum. Þeirra á meðal var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem studdi þétt við bakið á syni sínum og félögum hans í Ungmennafélagi Álftaness. Sinnti hann…Lesa meira

true

Sumarlestur hafinn á Héraðsbókasafni Borgarfjarðar

Árlegur Sumarlestur fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára er hafinn á Héraðsbókasafni Borgarfjarðar í Safnahúsinu í Borgarnesi. Er þetta í ellefta sinn sem Héraðsbókasafn Borgarfjarðar gengst fyrir þessu verkefni. Stendur það yfir frá 10. júní til 10. ágúst. Sumarlesturinn fer þannig fram að börnin koma á safnið þar sem þau velja sér bók…Lesa meira

true

Ærslabelgur blásinn upp á Akranesi

Ærslabelgir spretta upp eins og gorkúlur víða um landshlutann um þessar mundir. Ærslabelgir eru uppblásnir, niðurgrafnir belgir, leikæki sem börn á öllum aldri geta skemmt sér við að hoppa á eins og trampólíni. Í þarsíðustu viku voru teknir í notkun slíkir belgir í Borgarnesi og í Grundarfirði og síðasta miðvikudag var ærslabelgur blásinn upp á…Lesa meira

true

„Ég fékk mér bara Photoshop“

Þórdís Björnsdóttir frá Akranesi hefur mikinn áhuga á ljósmyndun, en sá áhugi kviknaði ekki fyrir alvöru fyrr en árið 2005. „Þá fékk ég mér almennilega myndavél,“ segir Þórdís og hlær. „Ég var mikið í bútasaumi í gamla daga og var að taka dulítið af myndum af bútasauminum mínum en komst fljótt að því að myndavélin…Lesa meira

true

Aukið land tekið undir Reykholtsskóga

Á laugardaginn var þess minnst í Reykholti að 250 ár eru liðin frá því Eggert Ólafsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir fórust ásamt föruneyti sínu á Breiðafirði. Eggert og Ingibjörg höfðu árið 1767 haldið eitt glæsilegasta brúðkaup allra tíma í Reykholti. Í minningu Eggerts var haldin hátíð í tali og tónum á vegum Snorrastofu í Reykholti. Hátíðin…Lesa meira

true

Heldur ljósmyndasýningu í Skorradal

Eftir slétta viku, laugardaginn 16. júní, verður ljósmyndasýning opnuð á Stálpastöðum í Skorradal. Þetta er þriðja sumarið í röð þar sem boðið er upp á ljósmyndasýningu á þessum sérstaka sýningarstað. Sýningin er að mestu utanhúss og jafnframt hefur þema sýninganna alltaf tengst dalnum á einhvern hátt. Undanfarin tvö sumur hafa sýningarnar mælst mjög vel fyrir…Lesa meira

true

Norðurálsmótið hafið

Hið árlega Norðurálsmót í knattspyrnu fyrir 7. flokk drengja hófst á Akranesi núna rétt fyrir hádegi. Venju samkvæmt safnaðist hópurinn saman á Stillholti og gekk skrúðgöngu í Akraneshöllina, þar sem mótið var formlega sett. Fyrstu leikirnir hefjast núna í hádeginu og mótið stendur fram á sunnudag. Um 1500 knattspyrnumenn framtíðarinnar frá 36 knattspyrnufélögum taka þátt…Lesa meira

true

Um 230 unglingar hafa sótt um í vinnuskólanum á Akranesi

Um þessar mundir er kennslu í skólum að ljúka og unga fólkið í leit að vinnu og margir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Víðs vegar má því sjá ungmenni í vinnuskólum slá og raka gras, hreinsa til í beðum og gera snyrtilegt í bæjarfélögum sínum. Á Akranesi býðst ungmennum á aldrinum 14-17 ára…Lesa meira

true

Af frystitogara yfir á kajak

Í Grundarfirði er nýtt fyrirtæki í ferðaþjónustu að skjóta rótum. Það er kajakleigan Vestur Adventures sem hefur aðsetur í Torfabótinni sem stendur við götuna Sæból. Það eru þau Garðar Hafsteinsson og Una Rut Jónsdóttir sem eiga og reka fyrirtækið en þau eru nýbúin að fjárfesta í einbýlishúsi og eru flutt til Grundarfjarðar. Garðar er uppalinn…Lesa meira

true

Kútter leggst að bryggju á Akranesi á morgun

Færeyski kútterinn Westward HO er væntanlegur til hafnar á Akranesi á morgun, fimmtudaginn 31. maí. Þegar þessi orð eru rituð er kútterinn staddur suður af Íslandi, á leið til Vestmannaeyja þar sem skipið mun leggjast að bryggju síðar í dag. Á morgun kemur kútterinn til hafnar á Akranesi og því næst verður siglt yfir Faxaflóann…Lesa meira