Mannlíf

true

„Það mótaði okkur að þurfa ung að skipuleggja lífið upp á nýtt“

Ólöf Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur var nýverið ráðin úr hópi tæplega fjörutíu umsækjenda í starf atvinnuráðgjafa hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Ólöf stefnir nú að flutningi á heimaslóðir, en hún er fædd og uppalin í Borgarnesi og hefur starfað á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugina. Nú setja þau, hún og Alexander Hrafnkelsson eiginmaður hennar, stefnuna á flutning á Vesturland…Lesa meira

true

Læra hestamennsku í Grunnskóla Grundarfjarðar

Nú í vor hafa nemendur á unglingastigi Grunnskóla Grundarfjarðar sést á hestbaki á reiðvegi Grundfirðinga. Grunnskólinn hefur verið með val á hverju skólaári þar sem nemendur geta valið um allt frá heimilisfræði til Minecraft tölvuleiksins. Nú í ár var tilraunaverkefni hrundið af stað að frumkvæði Hesteigendafélags Grundarfjarðar um val í hestamennsku. Átta nemendur taka þátt…Lesa meira

true

Afmælisár hjá Lionsfólki í Borgarnesi

Lionsklúbbarnir í Borgarnesi efna til afmælishátíðar í Hjálmakletti í Borgarnesi næstkomandi laugardag kl. 14. Þá verður haldið upp á 60 ára afmæli Lionsklúbbs Borgarness og 30 ára afmæli Lionsklúbbsins Öglu auk þess sem aldarafmæli Lionshreyfingarinnar í heiminum verður minnst. Lionsklúbbarnir hafa haldið út líflegu starfi í tíð sinni og látið margt gott af sér leiða.…Lesa meira

true

Valdir bútar úr Fjallvegabók Stefáns Gíslasonar

Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur og hlaupagikkur, fagnaði sextugsafmæli sínu síðstliðinn laugardag. m.a. með því að halda útgáfuhóf og kynna nýja bók sína; Fjallvegahlaup. Í henni eru frásagnir af fimmtíu fjallvegahlaupum sem Stefán hefur farið á liðnum áratug.  Í Skessuhorni vikunnar er finna valda textabúta úr Fjallvegabókinni. Stefán valdi þessa texta af nokkru handahófi, en þeir eiga það…Lesa meira

true

Reiðskemman í Stykkishólmi vígð

Ný reiðskemma var vígð í Stykkishólmi við hátíðlega athöfn á laugardaginnnadin. Skessuhorn greindi frá því þegar framkvæmdir hófust við skemmuna en fyrsta skóflustungan var tekinn í byrjun júní á síðasta ári og hafa byggingaframkvæmdir gengið að óskum, að sögn Nadine Elisabeth Walter formanns Hesteigendafélags Stykkishólms. Notagildi skemmunar hefur nú þegar sýnt sig en þar hefur…Lesa meira

true

Marta Magnúsdóttir er skátahöfðingi Íslands

Grundfirðingurinn Marta Magnúsdóttir var á nýverið kjörin skátahöfðingi Íslands. Varð hún þar með yngsti skátahöfðinginn í sögu Bandalags íslenskra skáta, aðeins 23 ára gömul. Hún er jafnframt aðeins önnur konan sem gegnir embættinu. Skessuhorn hitti Mörtu að máli síðastliðinn fimmtudag og ræddi við hana um nýja embættið og skátastarfið. Hvers vegna ákvað hún að gefa…Lesa meira

true

Heilbrigðisráðherra lagði söfnuninni fyrir Anítu lið

Eins og greint var frá í Skessuhorni á miðvikudag hefur Pauline McCarthy á Akranesi hrundið af stað söfnun fyrir vinkonu sína, Anítu Gunnarsdóttur og fjölskyldu hennar. Aníta er sex barna móðir sem glímir við erfið veikindi og gæti þurft að gangast undir heilaskurðaðgerð í haust. Aðgerðin er áhættusöm og gæti orðið til þess að Aníta…Lesa meira

true

Siggi stóðst áskorunina: „Þetta kemur bara vel út“

Skessuhorn greindi frá því í desember síðastliðnum að sjúkraflutningamenn á Akranesi finna sér ýmislegt skemmtilegt að bardúsa á vöktum þegar blessunarlega er lítið að gera í vinnunni. Fannar Sólbjartsson skoraði á vinnufélaga sinn, Skarphéðinn Magnússon, að safna hári í þrjá mánuði. Þar sem Skarpi er sköllóttur og hársöfnun því ekki hans sterkasta hlið ákvað hann…Lesa meira

true

„Ekki talað um annað í Borgarnesi“

Skallagrímur mætir Keflavík í úrslitum Maltbikars kvenna í körfuknattleik á morgun, laugardaginn 11. febrúar. Liðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum eftir hádramatískan sigur á Snæfelli í mögnuðum undanúrslitaleik síðasta miðvikudag. Borgnesingar fjölmenntu í Laugardalshöllina í undanúrslitum gegn Snæfelli og að sjálfsögðu ætla þeir að endurtaka leikinn í bikarúrslitaleiknum á morgun. Mikil stemning er í bænum…Lesa meira

true

Áhugi á frjálsum íþróttum á Akranesi

Undanfarnar vikur hefur Ungmennafélagið Skipaskagi á Akranesi staðið fyrir frjálsíþróttaæfingum fyrir börn og unglinga sex ára og eldri. Þær fara fram tvisvar í viku hverri, á mánudögum og miðvikudögum. Mun þetta vera í fyrsta sinn um árabil sem staðið er fyrir frjálsíþróttaæfingum á Akranesi, í það minnsta yfir vetrartímann. Farið var af stað með æfingarnar…Lesa meira