Mannlíf

true

Opið hús á 112 deginum

Á morgun, laugardaginn 11. febrúar, frá klukkan 12-15 verður opið hús hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjararsveitar á Kalmansvöllum 2 á Akranesi. Þar munu slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn ásamt lögreglu og starfsfólki RKÍ vera á staðnum. Hægt verður að fá að skoða búnað og tæki og kynnast starfsemi þessara lífsnauðsynlegu viðbragðsaðila. Íbúar eru hvattir til að mæta.Lesa meira

true

Lið FVA féll úr keppni

Fjölbrautaskóli Vesturlands sigraði Framhaldsskólann í Austur Skaftafellssýslu með þriggja stiga mun, 23-20, í fyrstu umferð Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna og komst því áfram í aðra umferð keppninnar. FVA dróst á móti Menntaskólanum við Hamrahlíð í annarri umferð. Mættust lið FVA og MH í beinni útsendingu á Rás 2 í gær og fór svo að lokum…Lesa meira

true

FVA áfram í Gettu Betur – Mæta MH í kvöld

Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hófst í síðustu viku. Fyrstu umferð er lokið og tóku allir framhaldsskólarnir á Vesturlandi þátt; Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Menntaskóli Borgafjarðar. FVA bar sigurorð af Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu, 23-20 og er kominn áfram í keppninni.  MB mætti liði Menntaskólans við Hamrahlíð og tapaði 36-9 og loks mætti FSN liði Fjölbrautaskóla Suðurnesja og…Lesa meira

true

Akranes áfram í Útsvari

Akranes bar sigurorð af Sandgerði í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, þegar liðin mættust að kvöldi síðasta föstudags. Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir og Örn Arnarson skipuðu sem fyrr lið Skagamanna. Nokkuð jafnt var á með liðunum framan af viðureigninni, Skagamenn höfðu þó heldur undirtökin framan af en Sandgerðingar náðu að minnka muninn í…Lesa meira

true

Akranes mætir Sandgerði í Útsvari

  Í kvöld fer fram fimmta viðureign annarrar umferðar Útsvars, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, þegar lið Akraness mætir liði Sandgerðis. Akurnesingar komust áfram í aðra umferð með sigri á Árborg, 80-72 en Sandgerðingar sigruðu lið Rangárþings eystra með einu stigi, 50-49. Sigurvegarinn úr viðureign Akraness og Sandgerðis í kvöld tryggir sér sæti í átta liða…Lesa meira

true

Glatt á hjalla í aldarafmælisveislu Stefáns Bjarnasonar

Eins og greint var frá í Skessuhorni fagnaði Stefán Bjarnason, fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Akranesi, hundrað ára afmæli sínu í gær. Stefán fæddist á Sauðárkróki 18. janúar 1917 en ólst upp á Siglufirði frá níu ára aldri. Hann byrjaði í lögreglunni á Siglufirði tvítugur að aldri en hóf störf hjá lögreglunni á Akranesi þegar hann var…Lesa meira

true

Magnaður Svarti Galdur

Frásagnarlistin var menningarbrunnur á Íslandi forðum og er það greinilega enn ef miðað er við kjarnyrtan flutning Geirs Konráðs Theodórssonar á nokkrum vel völdum íslenskum þjóðsögum í Landnámssetrinu á frumsýningarkvöldið. Tíðindamaður Skessuhorns var á staðnum og naut sýningarinnar: „Þar sýndi Geir Konráð í fyrsta skipti Svarta Galdur fyrir fullum sal og hlaut afar góðar viðtökur.…Lesa meira

true

Allt hægt með góðu skipulagi og samviskusemi

Margrét Olsen var með hæstu meðaleinkunn stúdenta sem útskrifuðust frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga á haustönn, en útskrifað var frá skólanum skömmu fyrir jól. Margrét var í fríi með fjölskyldunni í Flórída þegar Skessuhorn hafði samband við hana. „Við fórum rétt fyrir áramót og komum heim 11. janúar [í dag]. Við erum bara búin að liggja hérna…Lesa meira

true

„Stígamót á staðinn“ í Borgarnesi

Reglubundin þjónusta Stígamóta á Vesturlandi hefst í febrúarmánuði. Um er að ræða starfsemi þar sem félagsráðgjafi á vegum samtakanna mun veita ráðgjöf í Borgarnesi hálfsmánaðarlega. Í næstu viku munu samtökin halda sjö kynningarfundi víðsvegar um landshlutann. „Þar ætlum við að bjóða bæði upp á opna fagfundi og lokaða fundi með mér og Guðrúnu Jónsdóttur. Á…Lesa meira

true

Skemmtilegt að fá þessa viðurkenningu

Hrefna Berg Pétursdóttir lauk stúdentsprófi af félagsfræðabraut Fjölbrautaskóla Vesturlands nú fyrir jólin. Hún hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á haustönn 2016 og einnig viðurkenningar fyrir ágætan árangur í dönsku, þýsku, íslensku og félagsgreinum. Í samtali við Skessuhorn segir Hrefna að lykillinn að góðum árangri í námi sé að vera skipulagður og samviskusamur. „Þetta…Lesa meira