
Á morgun, laugardaginn 11. febrúar, frá klukkan 12-15 verður opið hús hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjararsveitar á Kalmansvöllum 2 á Akranesi. Þar munu slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn ásamt lögreglu og starfsfólki RKÍ vera á staðnum. Hægt verður að fá að skoða búnað og tæki og kynnast starfsemi þessara lífsnauðsynlegu viðbragðsaðila. Íbúar eru hvattir til að mæta.Lesa meira