Mannlíf

true

„Það er mikið atriði að allir hafi hlutverk“

Hanna Jónsdóttir er þroskaþjálfi hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga og hefur sem kunnugt er unnið gott starf með Ásbyrgi í Stykkishólmi undanfarin ár, en Ásbyrgi er dagþjónusta og vinnustofa FSSF. Í desembermánuði var Hanna tilnefnd til hvatningarverðlauna Öryrkjabandalags Íslands fyrir frumkvöðlastarf í þágu fatlaðs fólks í Stykkishólmi. Þá má einnig geta þessa að hún fékk…Lesa meira

true

Ætla að opna crossfit stöð á Akranesi

Bræðurnir Gunnar Smári og Jóhann Örn Jónbjörnssynir stefna á að opna crossfit stöð á Akranesi ásamt Sunnefu Burgess. Hugmyndina fengu þau í ágúst síðastliðnum og fóru strax í það að kanna hvort markaður væri fyrir slíkt í sveitarfélaginu. „Við skoðuðum stöðvar í Hveragerði, á Sauðárkróki, Akureyri og í Vestmannaeyjum og sáum að það er alveg…Lesa meira

true

Flugeldasala björgunarsveitanna er víða hafin

Nú þegar árið er senn að renna sitt skeið á enda er hin árvissa flugeldasala björgunarsveitanna víða komin af stað. Um er að ræða mikilvægustu fjáröflun sveitanna og síðustu daga hafa björgunarsveitarmenn um land allt unnið af kappi við undirbúning og uppsetningu flugeldasölunnar. Víða hófst flugeldasala í gær, 28. desember og á flestum stöðum mun…Lesa meira

true

Þriggja stiga keppni og stjörnuleikur á Jólagleði Skallagríms

Körfuknattleiksdeild Skallagríms boðar til jólagleði í íþróttahúsinu í Borgarnesi annað kvöld, fimmtudaginn 29. desember. Á dagskrá eru knattþrautir þar sem leikmenn yngri flokka Skallagríms munu leika listir sínar og þriggja stiga skotkeppni þar sem valinkunnar kempur munu reyna sig. Þá mun við blandað lið meistaraflokka Skallagríms etja kappi við stjórnir og ráð félagsins í sannkölluðum…Lesa meira

true

Northern Wave hlaut samfélagsstyrk

Samfélagssjóður Landsbankans úthlutaði nýverið samfélagsstyrkjum að upphæð 15 milljónum króna. Alls hlutu 32 verkefni styrki að þessu sinni. Öll eru þau fjölbreytt en eiga það sameiginlegt að gagnast fólki á öllum aldri og víða um land. Samfélagsstyrkjum Landsbankans er ætlað að styðja mannúðar- og líknarmál, menntamál, rannsóknir og vísindi, forvarnar- og æskulýðsstarf, sértæka útgáfustarfsemi og…Lesa meira

true

Úrslit í ljósmyndasamkeppni Skessuhorns

Ljósmyndasamkeppni Skessuhorns meðal grunnskólanema í 8. – 10. bekk skóla á Vesturlandi var haldin í fyrsta sinn nú í desember. Gátu þátttakendur sent inn ljósmyndir í gegnum tölvupóst eða samfélagsmiðilinn Instagram undir myllumerkinu #skessujól. Þema myndanna var „aðventan“ og barst fjöldi skemmtilegra mynda í keppnina. Vinningshafi í keppninni er Unndís Ida Ingvarsdóttir, 13 ára nemandi…Lesa meira

true

„Trúi því statt og stöðugt að þetta muni bera ávöxt“

Æðarsetur Íslands í Stykkishólmi var opnað með lítilli sýningu í Norska húsinu árið 2011 og var þar opið í tvö ár þangað til það var flutt í núverandi húsnæði, sem byggt var undir starfsemina. Setrið er hugarfóstur Erlu Friðriksdóttur og föður hennar Friðriks Jónssonar. Skessuhorn hitti Erlu að máli og ræddi við hana um æðarfuglinn…Lesa meira

true

Vilja taka myndir innan úr norðurljósunum

Samúel Þór Guðjónsson kallar sjálfan sig radíóamatör, en hann hefur frá unga aldri haft brennandi áhuga á fjarskiptum og raftækjum. Hann segir að flestir innan radíóamatörabransans hafi bent á hann árið 2012 þegar tveir Bandaríkjamenn voru að leita sér að samstarfsmanni til að senda upp loftbelg á Íslandi. Þeir komust í samband við Samúel í…Lesa meira

true

„Ef maður vill að það sé líf í samfélaginu, þá verður maður sjálfur að taka þátt“

Hún er sveitakona af lífi og sál. Hún býr í Ausu í Andakíl þar sem hún sinnir sínum hobbýbúskap, starfar á Hvanneyri og tekur virkan þátt í ýmsu félagsstarfi í sínu héraði. Ragnhildur Helga Jónsdóttir er brautarstjóri náttúru- og umhverfisbrautar Landbúnaðarháskóla Íslands og kennir bæði við háskóla- og bændadeild skólans. Hún ber mikla virðingu fyrir…Lesa meira

true

Jólagleði í Garðalundi um helgina

Nú um helgina verður sannkölluð jólastemning í Garðalundi á Akranesi. Bæði í kvöld, föstudaginn 16. og á morgun, laugardaginn 17. desember, verður boðið upp á svokallaða Jólagleði í Garðalundi, þar sem ýmislegt verður um að vera, allt í anda jólanna. Þrjár konur sjá um skipulagningu Jólagleðinnar; þær Hlédís Sveinsdóttir, Margrét Blöndal og Sara Hjördís Blöndal.…Lesa meira