Fréttir

true

Slökkvilið Borgarbyggðar fær nýjan undanfarabíl

Slökkvilið Borgarbyggðar hafa fengið afhentan nýjan slökkvi- og björgunarbíl af MB Perfekt gerð. Bíllinn verður svokallaður undanfarabíll, sá fyrsti sem mætir í útköllum á vettvang bruna eða óhappa. Bíllinn er byggður á Mercedes Benz Sprinter undirvagn og er yfirbyggður hjá Perfekt í Póllandi, en söluaðili hér á landi er Ólafur Gíslason & Co – Eldvarnamiðstöðin.…Lesa meira

true

Matsáætlun uppbyggingar ferðaþjónustu á Laxárbakka

Skipulagsstofnun birti í gær í Skipulagsgátt matsáætlun, sem unnin er af Verkís, vegna uppbyggingar ferðaþjónustu  á jörðinni Laxárbakka í Eyja- og Miklaholtshreppi. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns er þar í undirbúningi bygging á 45 herbergja hóteli, heilsumiðstöð, veitingastað, þjónustu- og starfsmannahúsi og á allt að 19 stakstæðum frístundahúsum sem byggð verða í…Lesa meira

true

Hlutfall kennara með kennsluréttindi hækkar á Vesturlandi

Hlutfall kennara á Vesturlandi með kennsluréttindi hækkaði milli ára frá árinu 2023 til 2024. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Á árinu 2024 voru alls 315 manns starfandi við kennslu á Vesturlandi en árið 2023 voru 317 starfandi við kennslu. Á árinu 2024 voru 265 þessara starfsmanna með kennsluréttindi eða 84,1% starfsmanna.…Lesa meira

true

Aðeins eitt tilboð í bílabjörgun í Hvalfjarðargöngum

Tilboð voru opnuð í dag hjá Vegagerðinni í bílabjörgun í Hvalfjarðargöngum fyrir árin 2026-2028. Í útboðslýsingu er gert ráð fyrir að bjarga þurfi um 300 minni bifreiðum með bílaflutningi úr göngunum á ári. Einnig að vinna þurfi 60 klukkustundir á ári við björgun stærri bifreiða, þá 20 klukkustundir með dráttarbifreið og 20 klukkustundir með kranabifreið.…Lesa meira

true

Austan steytingi spáð á morgun

Í dag er spáð breytilegri átt 3-10 m/s og víða verður bjart, en stöku él við ströndina. Frost yfirleitt 0 til 7 stig. Vaxandi austanátt sunnan- og vestantil í kvöld og hlýnandi veður. Austan 18-25 m/sek í fyrramálið og rigning, slydda eða snjókoma með köflum, en hægari um landið austanvert og talsverð úrkoma um tíma…Lesa meira

true

Styrkir veittir til fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til níu einkarekinna, staðbundinna fjölmiðla utan höfuðborgarsvæðisins að því er kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins. Markmiðið með styrkveitingunum er að efla starfsemi staðbundinna fjölmiðla á landsbyggðinni; „en þeir gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um menningar- og samfélagsmál og styðja með þeim…Lesa meira

true

Samkomulag um hlutdeild Íslands í makrílveiðum – SFS mótmæla harðlega

Í morgun var undirritað samkomulag milli Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Er þetta í fyrsta skipti sem hlutdeild Íslands í makrílveiðum er viðurkennd formlega af þeim þjóðum sem að samkomulaginu standa auk Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Auk áðurnefndra fjögurra landa teljast Grænland og Evrópusambandið strandríki…Lesa meira

true

Lið Snæfells féll úr leik í VÍS bikarnum

Lið Snæfells hélt til höfuðborgarinnar á sunnudaginn þar sem það mætti liði KR í sextán liða úrslitum VÍS bikarkeppni kvenna. Leikið var á Meistaravöllum. Fyrir leikinn voru þær röndóttu mun sigurstranglegri enda sem stendur í þriðja sæti Bónus-deildar á sama tíma og lið Snæfells situr í sjötta sæti 1. deildar. Það fór enda svo að…Lesa meira

true

Innflytjendur 17,3 prósent íbúa Vesturlands

Innflytjendur á Vesturlandi voru 3.081 eða rúmlega 17,3% mannfjöldans 1. janúar 2025. Innflytjendum fækkaði lítilsháttar hlutfallslega á milli ára. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Með innflytjanda er átt við þann sem fæddur er erlendis og á foreldra, afa og ömmur sem öll eru fædd erlendis. Á landinu öllu var hlutfall innflytjenda…Lesa meira

true

Magga dagmamma lýkur brátt störfum eftir aldarþriðjung

Þegar skírnarnöfn samborgaranna eru nefnd er ekki endilega víst að fólk kveiki á perunni eins og sagt er. Átti sig ekki á því um hvern er rætt. Þegar Magný Guðmunda Þórarinsdóttir er nefnd leggja færri við eyrun en þegar Magga dagmamma er nefnd, þó um sé að ræða sömu konuna. Möggu dagmömmu þekkja flestir Skagamenn…Lesa meira