
Makríll unninn til frystingar. Ljósm. úr safni Skessuhorns
Samkomulag um hlutdeild Íslands í makrílveiðum – SFS mótmæla harðlega
Í morgun var undirritað samkomulag milli Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Er þetta í fyrsta skipti sem hlutdeild Íslands í makrílveiðum er viðurkennd formlega af þeim þjóðum sem að samkomulaginu standa auk Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Auk áðurnefndra fjögurra landa teljast Grænland og Evrópusambandið strandríki varðandi makríl, en ESB og Grænland eru ekki hluti af áðurnefndu samkomulagi. Jafnframt undirritun samkomulagsins sammælast löndin fjögur um að vinna að heildarsamkomulagi allra strandríkja, sem vonir standa til að náist á næstu mánuðum.