Atvinnulíf

true

Reka 115 staura niður á fast

Íbúar á Akranesi mega búast við högghávaða Í dag var hafist handa við að reka niður staura vegna framkvæmda við Stillholt 21 á Akranesi. Þar byggir verktakafyrirtækið Þingvangur ehf. tíu hæða fjölbýlishús. Staurarnir verða reknir niður með höggorku og eru 115 talsins. Allir verða staurarnir reknir niður í klöpp til að tryggja að burður sökkla…Lesa meira

true

Framúrskarandi í matreiðslu á íslensku lambakjöti

Bjarteyjarsandur og Narfeyrarstofa meðal verðlaunahafa Nú í hádeginu veiddi Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, 21 veitingastað viðurkenninguna Icelandic Lamb – Award of Excellence. Viðurkenning þessi er veitt veitinga- og gististöðum fyrir framúrskarandi matreiðslu á íslensku lambakjöti og eftirtektarverð störf við kynningu á íslenska lambakjötinu til ferðamanna. Tveir staðir á Vesturlandi eru handhafar verðlaunanna í…Lesa meira

true

Boðað til stofnfundar félags kvenna í atvinnurekstri á Akranesi

Boðað er til stofnfundar félags kvenna í atvinnurekstri á Akranesi í næstu viku, fimmtudaginn 12. apríl. Markmiðið með stofnun félagsins er að efla tengslanet kvenna sem stunda hvers kyns rekstur í bæjarfélaginu og nágrenni þess. Á dagskrá stofnfundarins er kynning, umræða og stefnumörkun. Fundurinn hefst kl. 20:00 í kvöld í Café Kaja við Stillholt 23…Lesa meira

true

Skaginn 3X skýtur rótum í Noregi

Tæknifyrirtækið Skaginn 3X mun opna sérstakt útibú í Noregi í mánudaginn 5. mars næstkomandi. Útibúið verður staðsett í Bodø. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Skaganum. Magni Veturliðason mun sjá um rekstur útibúsins. Hann hefur lengi starfað innan geirans auk þess að hafa verið búsettur í Noregi í yfir þrjátíu ár. „Þó við munum…Lesa meira

true

Gengið vel síðan Baldur hóf siglingar að nýju

Sem kunnugt er bilaði aðalvél Breiðarfjarðarferjunnar Baldurs undir lok nóvembermánaðar. Bilunin reyndist alvarlegri en talið var í fyrstu og af þeim sökum lágu ferðir niðri þar til 23. janúar. Þá var farin prufusigling að morgni dags og Baldur hóf síðar siglingar samkvæmt áætlun síðdegis sama dag. Að sögn Nadine Walter, markaðs- og sölustjóra Sæferða, hafa…Lesa meira

true

Fiskvinnsla Ísfisks er hafin á Akranesi

Fyrirtækið Ísfiskur hf. hóf í dag fiskvinnslu á Akranesi. Fyrirtækið keypti sem kunnugt er bolfiskvinnsluhús HB Granda síðastliðið haust, auk þess sem hluti fiskvinnslubúnaðar fylgdi með í kaupunum. Í dag hófu 24 starfsmenn sem ráðnir hafa verið til fyrirtækisins vinnslu á ýsu í vinnslusalnum á Akranesi. Að sögn Alberts Svavarssonar, framkvæmdastjóra Ísfisks, er stefnt að…Lesa meira

true

Skaginn 3X og samstarfsfyrirtæki setja upp verksmiðju á Kúrileyjum

Tæknifyrirtækin Skaginn 3X á Akranesi og Frost ehf. og Rafeyri ehf. á Akureyri hafa undirritað samning um uppsetningu fullkominnar uppsjávarverksmiðju á Kúrileyjum. Verksmiðjan er byggð fyrir dótturfélag rússneska útgerðarfélagsins Gidrostroy. Þar verður mögulegt að flokka, pakka og fyrsta 900 tonn af uppsjávarfiski á hverjum sólarhring. Kurileyjar eru við austurströnd Rússlands, milli Kamtsjatkaskaga og Japans. Á…Lesa meira

true

Húsfyllir á íbúafundi í Dölum

Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabúð í Búðardal í gærkvöldi. Fullyrt var að aldrei hefði verið eins vel mætt á íbúafund í Dölum. Dagskráin hófst á kynningu á fjárhagsáætlun til næstu ára og því nýst var kynnt ljósleiðaraverkefni sveitarfélagsins og síðan fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi. Undir þeim lið var kynning á fyrirhuguðum vindorkugarði í landi…Lesa meira

true

Ný íslensk kvikmynd tekin upp í Dölum

Á næstunni verður teymi kvikmyndagerðarmanna við upptökur að nýrri íslenskri kvikmynd í Dalabyggð. Helsti tökustaður myndarinnar verður bærinn Erpsstaðir. Um er að ræða nýja mynd leikstjórans Gríms Hákonarsonar, sem er líklega þekktastur fyrir myndina Hrúta frá árinu 2015. „Kvikmyndin ber titilinn Héraðið og er eins konar kvensöguhetja,“ segir Sara Nassim, framleiðslustjóri myndarinnar, í samtali við…Lesa meira

true

Búið að rífa sílóin

Búið er að rífa fjögur efnissíló Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Hófst niðurrif þeirra með vélum í gærmorgun. Þá höfðu þegar verið gerðar tvær tilraunir til að sprengja sílóin niður, en án árangurs. Var því brugðið á það ráð að rífa sílóin með vélum. Beltagrafa með gripskóflu var notuð til verksins. Gekk vinnan greiðlega fyrir sig og…Lesa meira