Atvinnulíf

true

Fréttaannáll ársins 2017

Ágæti lesandi, blaðamanni langar að draga upp myndir fyrir þig. Drátthagur er hann ekki en getur þó dregið til stafs, með aðstoð lyklaborðs og því teiknað með orðum: Blaðamaður setur blek í penna og fyllir blaðfákinn af eldsneyti áður en hann ekur áleiðis út á Snæfellsnes og hittir þar fólk sem er að stofna fyrirtæki,…Lesa meira

true

„Ef þú ætlaðir að borða eitthvað þurftirðu að veiða það“

Á suðvesturströnd Grænlands, stærstu eyju í heimi þar sem búa tæplega 56 þúsund manns, stendur þyrping nokkurra smáhýsa í lítilli vík sem heitir Kugssuangup. Þessir kofar eru í eigu íslenska fyrirtækisins Laxár. Laxá hefur í um 30 ár selt veiðileyfi í margar lax- og silungsveiðiár á Íslandi en einnig í Skotlandi, Rússlandi og á Grænlandi.…Lesa meira

true

„Hef aldrei gert annað en að smíða síðan ég var tólf ára gamall“

„Ég er fæddur á Hellissandi árið 1924 og uppalinn þar. Þaðan fór ég 16 ára gamall til Reykjavíkur í stríðsbyrjun til að vinna á flugvellinum. Ég var einn af þeim fyrstu sem var við byggingu Reykjavíkurflugvallar,“ segir Vigfús Vigfússon, húsasmiður í Ólafsvík, í samtali við Skessuhorn. „Þá voru allir mínir félagar á Sandi farnir suður…Lesa meira

true

Lúxushótel og jarðhitalón fyrirhugað á Snæfellsnesi

Til stendur er að reisa 150 herbergja lúxushótel í landi Eiðhúsa á sunnanverðu Snæfellsnesi. Við hótelið verður myndað eitt þúsund fermetra jarðhitalón sem er hannað eins og það sé frá náttúrunnar hendi. Að baki fyrirhugaðri framkvæmd stendur fyrirtækið Festir ehf., fasteignafélag Ólafs Ólafssonar, sem jafnan er kenndur við Samskip. Ólafur á hús og eignir að…Lesa meira

true

Stýrivextir verða áfram 4,5%

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum, eða 4,5% af sjö daga bundnum innlánum. „Útlit er fyrir að hagvöxtur í ár verði hraður eins og á síðasta ári en nokkru hægari en spáð,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar. „Hagvöxturinn er einkum drifinn af vexti ferðaþjónustu og einkaneyslu auk þess sem útlit er fyrir slökun…Lesa meira

true

„Þetta fyrirtæki er ekki að fara neitt“

Í upphafi þessa árs urðu tímamót hjá Andrési Konráðssyni þegar hann tók að nýju við starfi framkvæmdastjóra Loftorku Borgarnesi ehf. Þá voru rétt tíu ár liðin frá því hann kvaddi vinnustaðinn og hélt til annarra verkefna úti í heimi. Í lok síðasta árs keypti Steypustöðin í Reykjavík starfsemi Loftorku í Borgarnesi af fyrri eigendum, feðgunum…Lesa meira

true

Þrjú skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn

Fimmtudaginn 27. júlí voru þrjú skemmtiferðaskip staðsett í Grundarfjarðrahöfn. Mikill fjöldi ferðamanna fór upp í rútur og tók hring um Snæfellsnes en einnig var töluverður fjöldi af fólki sem rölti um bæinn og út að Kirkjufellsfossi. Bærinn var þétt setinn af ferðamönnum sem og gestum sem streymdu að vegna bæjarhátíðarinnar „Á Góðri Stund“ sem haldin…Lesa meira

true

Nóg af þorski og gullkarfa

„Það er búið að vera erfitt hjá okkur þennan túr. Þær tegundir, sem við höfum aðallega verið að eltast við, hafa annað hvort vart látið sjá sig eða veiðin hefur verið fremur treg. Við eigum að vera í landi á mánudag og þetta verður því stutt veiðiferð hjá okkur, 23 dagar,“ segir Haraldur Árnason, skipstjóri…Lesa meira

true

„Lukkulegur að vera kominn alfarið í steypustöðina”

Árni Jón Þorgeirsson hefur snúið sér alfarið að rekstri steypustöðvarinnar Þorgeirs ehf. í Rifi. Hann leigði sem kunnugt er rekstur Vélsmiðju Árna Jóns til þeirra Davíðs Magnússonar og Sigurðar Sigþórssonar. Þeir færðu reksturinn undir nýtt nafn og tóku við smiðjunni í lok júnímánaðar. Árni kveðst ánægður með að hafa breytt um vettvang og telur smiðjuna…Lesa meira

true

Rússar auka eftirlit með vörum Akraborgar

Matvælastofnun Rússlands hefur aukið eftirlit með innflutningi á vörum frá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg á Akranesi. Ástæðan er sú að þungmálmurinn kadmíum fannst yfir leyfilegum mörkum í niðursoðinni þorsklifur sem fyrirtækið seldi til Rússlands. Fréttablaðið greinir frá. Eftirlitið var aukið 18. júlí síðastliðinn og að því er fram kemur á vef rússnesku matvælastofnunarinnar voru þrjú sýni tekin.…Lesa meira