Atvinnulíf

true

Ferjan Akranes siglir milli lands og Eyja

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Samgöngustofu að veita ekki undanþágu fyrir siglingar ferjunnar Akraness á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Lagt er fyrir Samgöngustofu að fallast á umsókn Eimskips um að nota ferjuna til þessara siglinga dagana 4. og 7. ágúst næstkomandi. Frá þessu er greint á vef ráðuneytisins. Mun ferjan því sigla…Lesa meira

true

Miklar framkvæmdir í Snæfellsbæ

Í sumar hafa verið miklar framkvæmdir í Snæfellsbæ að sögn Kristins Jónssonar bæjarstjóra. Meðal annars er Landsnet að leggja streng milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og leggja í leiðinni ljósleiðara í Fróðárhreppi. Einnig er verið að leggja ljósleiðara á sunnanverðu Nesinu, auk þess sem Rarik er að leggja jarðstreng frá Gröf að Hellnum, og einnig ljósleiðara…Lesa meira

true

Fyrsta skemmtiferðaskipið til Akraness

Síðastliðinn sunnudag kom í fyrsta sinn skemmtiferðaskip til hafnar á Akranesi. Le Boreal hét skipið sem kom snemma morguns og lá við bryggju fram á kvöld. Skipið var smíðað árið 2010 og er tæplega ellefu þúsund brúttótonn. Það er 142 m á lengd, breidd er 18 m og djúpristan er 4,8 m. Farþegar skipsins voru…Lesa meira

true

New York Times beinir kastljósinu að Húsafelli

Í grein sem birtist í hinu virta tímariti New York Times síðastliðinn föstudag er kastljósinu beint að Húsafelli sem næsta stóra áfangastað ferðamanna hér á landi. Greinarhöfundur rekur hina miklu fjölgun ferðamanna hingað til lands á undanförnum árum. Hann segir áhrif uppsveiflunnar að sjá alls staðar um landið. Flestir þekktustu áfangastaðirnir séu orðnir svo umsetnir…Lesa meira

true

Bílaverkstæði Badda verður opnað á Akranesi

„Ég er búinn að ganga með þennan draum í maganum í mörg ár og í vetur ákvað ég að nú væri kominn tími til að láta verða af þessu,“ segir Bjarni Rúnar Jónsson í samtali við Skessuhorn. Hann hyggst opna Bílaverkstæði Badda á Akranesi í byrjun júní. Á Bílaverkstæði Badda mun hann sinna viðgerðum á…Lesa meira

true

Stefna á að opna CrossFit stöð á Akranesi í ágúst

Bræðurnir Gunnar Smári og Jóhann Örn Jónbjörnssynir ásamt Sunnefu Burgess stefna að því að opna CrossFit stöð á Akranesi í ágúst. Þau hafa að undanförnu verið að leita eftir húsnæði fyrir stöðina og hafa nú fundið það. Vesturgata 119, þar sem HM pípulagnir voru til húsa, varð fyrir valinu. „Húsið hentar okkur ágætlega, það er…Lesa meira

true

86 starfsmönnum HB Granda sagt upp

Forsvarsmenn HB Granda hafa tilkynnt fulltrúum Verkalýðsfélags Akraness og starfsmönnum í fiskvinnslu fyrirtækisins á Akranesi um uppsagnir 86 starfsmanna botnfiskvinnslu fyrirtækisins frá og með næstu mánaðamótum. Botnfiskvinnslunni á Akranesi verður lokað 1. september næstkomandi og hún sameinuð vinnslunni í Reykjavík. Greint var frá þessu á fundi forsvarsmanna fyrirtækisins með starfsmönnum sem hófst laust eftir kl. 15:00…Lesa meira

true

„Allt að smella saman á hárréttum tíma“

„Það er komin eftirvænting í hópnum eftir mótinu, það eina sem mætti lagast fyrir mót er veðrið. Það hefur ekki verið eins og við vildum helst hafa það, en það breytir því ekki að flautað verður til leiks á sunnudaginn og við hlökkum til,“ segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, í samtali við Skessuhorn. Síðdegis á…Lesa meira

true

Samið við Sæferðir um Flóasiglingar

Tvö tilboð bárust ferjusiglingar milli Akraness og Reykjavíkur. Hagstæðara tilboðið áttu Sæferðir og var gengið að því. Stefnir fyrirtækið að því að hefja siglingar seinni hlutann í maí, en skv. útboðsgögnum skulu siglingar hefjast eigi síðar en 1. júní næstkomandi. Um er að ræða tilraunaverkefni til sex mánaða með stuðningi sveitarfélaganna tveggja, Akraneskaupstaðar og Reykjavíkurborgar.…Lesa meira

true

Vetur og myrkur í Haukadal

Í Dölum er í undirbúningi ferðaþjónustuverkefnið Iceland Up Close – Vetur og myrkur í Haukadal. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða verkefni í vetrarferðaþjónustu og að því standa Bjarnheiður Jóhannsdóttir og Reynir Guðbrandsson á Jörva, Ásta Ósk Sigurðardóttir og Jóel Bæring Jónsson á Saursstöðum og Sigurbjörg Kristmundsdóttir og Pétur Guðsteinsson á…Lesa meira