Atvinnulíf

true

Gallerí Ozone var opnað í dag

Verslunin Gallerí Ozone á Akranesi var opnuð á ný eftir eigendaskipti í morgun. Nýir eigendur verslunarinnar eru Skagahjónin Maren Rós Steindórsdóttir og Andri Júlíusson. Þau keyptu reksturinn af Huga Harðarsyni og Elsu Jónu Björnsdóttur sem höfðu þá rekið verslunina óslitið frá árinu 1988. Í samtali við Skessuhorn kváðust þau Maren og Andri ánægð með þá…Lesa meira

true

„Bragðgóðar, lífrænar og hollar“

Karen Jónsdóttir, sem á og rekur verslanir Matarbúrs Kaju og kaffihúsið Café Kaja, hóf nýverið framleiðslu á lífrænum hrákökum. Eru kökurnar nú komnar í dreifingu og fáanlegar í þremur verslunum Hagkaupa, Ljómalind í Borgarnesi, Fisk kompaníinu á Akureyri og á kaffihúsinu Yogafood, sem Þorbjörg Hafsteinsdóttir á og rekur í JL húsinu í Reykjavík. „Tegundirnar eru…Lesa meira

true

Skaginn 3X er nýtt vörumerki þriggja fyrirtækja

Fyrirtækin Skaginn, 3X Technology og Þorgeir & Ellert verða hér eftir þekkt undir einu sameiginlegu vörumerki; Skaginn 3X. Starfsmönnum fyrirtækjanna var greint frá þessu á fundi á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi síðdegis á föstudag, samhliða því sem ný heimasíða, www.skaginn3x.com, var frumsýnd. „Þessar breytingar eru fyrst og fremst hugsaðar til þess að einfalda og sameina…Lesa meira

true

Krambúð opnuð á Akranesi í dag

Dyr Krambúðarinnar voru rétt í þessu opnaðar fyrsta sinni fyrir viðskiptavinum á Akranesi, eða klukkan 13 í dag. Verslunin er undir nýju vörumerki sem Samkaupskeðjan er að byggja upp og nefnist Krambúð og er verslunin á Akranesi fjórða þessarar tegundar á landinu. Verslunin er til húsa að Garðagrund 1, þar sem Grundaval og nú síðast…Lesa meira

true

Rafrettuverslun opnuð á Akranesi

Hjónin Sæmundur Steindór Magnússon og Guðrún Katrín Sandholt opnuðu á gamlársdag verslunina MyVape Akranes að Vesturgötu 162 á Akranesi. Þar selja þau rafrettur og vökva í þær. Sjálf hættu þau reykingum og tóku upp rafrettuna í vetur og nú vilja þau aðstoða reykingafólk við að gera slíkt hið sama. „Við hjónin hættum að reykja fyrir…Lesa meira

true

Fréttaskýring: Almenningur keppir við leigufélög um fasteignir

Skortur er á íbúðarhúsnæði víða um land, en mestur þó á höfuðborgarsvæðinu þar sem fasteignaverð hefur náð nýjum hæðum. Lauslega er áætlað að enn skorti um sex þúsund fasteignir einungis á höfuðborgarsvæðinu til að markaðurinn næði jafnvægi á nýjan leik. Einkum er þetta ástand rakið til þess að of lítið hefur verið byggt eftir hrun…Lesa meira

true

Ný lög um heimagistingu tóku gildi um áramótin

Síðastliðið vor samþykkti Alþingi breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, frá því 2007. Með breytingunum nú er einstaklingum heimilt að leigja út heimili sitt og aðra fasteign, svo sem sumarhús, sem viðkomandi hefur til persónulegra nota, í allt að 90 daga á ári án þess að þurfa að sækja um mörg, flókin eða…Lesa meira

true

„Það er mikið atriði að allir hafi hlutverk“

Hanna Jónsdóttir er þroskaþjálfi hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga og hefur sem kunnugt er unnið gott starf með Ásbyrgi í Stykkishólmi undanfarin ár, en Ásbyrgi er dagþjónusta og vinnustofa FSSF. Í desembermánuði var Hanna tilnefnd til hvatningarverðlauna Öryrkjabandalags Íslands fyrir frumkvöðlastarf í þágu fatlaðs fólks í Stykkishólmi. Þá má einnig geta þessa að hún fékk…Lesa meira

true

Ætla að opna crossfit stöð á Akranesi

Bræðurnir Gunnar Smári og Jóhann Örn Jónbjörnssynir stefna á að opna crossfit stöð á Akranesi ásamt Sunnefu Burgess. Hugmyndina fengu þau í ágúst síðastliðnum og fóru strax í það að kanna hvort markaður væri fyrir slíkt í sveitarfélaginu. „Við skoðuðum stöðvar í Hveragerði, á Sauðárkróki, Akureyri og í Vestmannaeyjum og sáum að það er alveg…Lesa meira

true

Lokað fyrir rafmagn til GMR

RARIK hefur lokað fyrir rafmagns til fyrirtækisins GMR á Grundartanga vegna vangoldinna rafmagnsreikninga. Vísir greinir frá. GMR starfar sem kunnugt er á sviði málmendurvinnslu. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 20 talsins. Óvissa ríkir um áframhaldandi rekstur fyrirtækisins, sem hefur verið strembinn alveg frá byrjun. Á Vísi er haft eftir Daða Jóhannessyni að bakslag hafi komið í…Lesa meira