Atvinnulíf

true

„Getum vonandi boðið nokkrar útfærslur einingahúsa framtíðinni“

Límtré Vírnet hefur undanfarið verið í samstarfi við arkitektana Hjördísi Sigurgísladóttur og Dennis Davíð Jóhannesson um hönnun steinullareiningahúsa. Hjördís og Dennis hafa séð um aðaluppdrætti, Límtré Vírnet hannað burðavirkið og öll deilivinna hefur verið samvinna beggja aðila. „Límtré Vírnet hannar ekki útlit húsanna heldur snýr þáttur fyrirtækisins meira að útfærslunni. Okkar hlutverk er að leysa…Lesa meira

true

Strandveiðikvóti aukinn um 200 tonn

Aflaheimildir til strandveiða á sumri komanda verða auknar um 200 tonn frá síðasta ári og kemur aukningin öll í hlut D svæðis, sem nær frá Hornafirði til Borgarfjarðar. Heildar aflaheimildir á svæðinu verða því 1500 tonn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra gaf í gær út reglugerð um strandveiðitímabilið í sumar. Leyfilegur heildarafli verður 9.200 tonn. Tímabilið…Lesa meira

true

Raðhús í byggingu á Húsafelli

Verið er að byggja raðhúsalengju með sex íbúðum á Húsafelli í Borgarfirði. Hótel Húsafell stendur að framkvæmdunum og að sögn Bergþórs Kristleifssonar framkvæmdastjóra er íbúðunum ætla að leysa þann húsnæðisvanda sem gerir atvinnurekendum á Húsafelli erfitt fyrir. „Við byrjuðum á raðhúsalengju með sex litlum íbúðum fyrir rúmri viku síðan og gengur vel. Nú er verið…Lesa meira

true

Eignarhald Þörungaverksmiðjunnar breytist

Bandaríska stórfyrirtækið DuPont hefur eignast meirihluta í Þörungaverksmiðjunni hf. á Reykhólum í gegnum kaup sín á heilsuvöruframleiðslu bandaríska fyrirtækisins FMC Corporation. FMC Corporation er skráð fyrir 71,6% hlutafjár Þörungaverksmiðjunnar, en Byggðastofnun á 27,7% hlut. Aðrir hluthafar eru um 70 talsins. Morgunblaðið greinir frá. Þar er haft eftir Magnúsi Helgasyni, sem situr í stjórn Þörungaverksmiðjunnar fyrir…Lesa meira

true

Heimsfrumsýning Fast 8 á Akranesi

Kvikmyndin Fate of the Furious, einnig þekkt sem Fast & the Furious 8, eða Fast 8, verður heimsfrumsýnd í Bíóhöllinni á Akranesi í kvöld, miðvikudaginn 12. apríl klukkan 18:00. Myndin verður frumsýnd í öðrum bíóhúsum hér á landi síðar sama kvöldið, sem og víða í Evrópu og næstu daga verður hún frumsýnd í Bandaríkjunum, Suður-Ameríku…Lesa meira

true

„Það mótaði okkur að þurfa ung að skipuleggja lífið upp á nýtt“

Ólöf Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur var nýverið ráðin úr hópi tæplega fjörutíu umsækjenda í starf atvinnuráðgjafa hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Ólöf stefnir nú að flutningi á heimaslóðir, en hún er fædd og uppalin í Borgarnesi og hefur starfað á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugina. Nú setja þau, hún og Alexander Hrafnkelsson eiginmaður hennar, stefnuna á flutning á Vesturland…Lesa meira

true

Arctic Protein flytur að Sólbakka í Borgarnesi

Fyrirtækið Arctic Protein í Borgarnesi vinnur nú að því að flytja starfsemi sína frá Vallarási 7-9 að Sólbakka 4. Eðalfiskur var áður með starfsemi að Sólbakka 4 en það fyrirtæki vinnur nú að því að koma sér fyrir að Vallarási og fer því í stærra húsnæði. Arctic Protein vinnur lýsi og próteinduft úr laxaslógi sem…Lesa meira

true

Loðnuvertíðin á enda

Loðnuvertíðinni er lokið hjá skipum HB Granda en Víkingur AK kom með síðasta loðnufarminn til Vopnafjarðar í byrjun vikunnar. ,,Það verður lokið við löndun úr Víkingi í nótt eða í fyrramálið. Í framhaldinu fer skipið til veiða á kolmunna. Venus átti að koma á miðin vestur af Írlandi upp úr kvöldmatarleytinu í gær og hefur…Lesa meira

true

Vöxtur í öllum flokkum verslunar nema fötum og skóm

Almennt fór velta í smásöluverslun í janúar vaxandi líkt og undanfarna mánuði að undanskilinni fata- og skóverslun. Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar verslunarinnar kemur fram að sala á skóm og fötum dróst nokkuð saman frá janúar í fyrra. Verðlag var lægra í öllum vöruflokkum sem mælingin nær til nema áfengi sem hækkaði um 0,5% frá janúar…Lesa meira

true

Skiptir miklu máli að hafa með sér gott fólk

– segir Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir nýskipaður forstjóri HVE   Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur var sett í starf forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands 1. febrúar síðastliðinn. Jóhanna er fædd og uppalin á Akranesi og hefur starfað við stofnunina frá árinu 1981. Lengst af var hún deildarstjóri á lyflækningardeild en hefur auk þess verið verkefnastjóri þróunar- og gæðamála, hjúkrunarforstjóri,…Lesa meira