Veröld

Veröld – Safn

true

Tóta heimalningur er einn af fjölskyldunni

Sól Jónsdóttir heimasæta á bænum Bergi, rétt utan við Grundarfjörð, hefur alist upp stóran hluta ævi sinnar í nánu samneyti við kindina Tótu. Sól er fædd árið 2009 og fyrstu mánuði ævi sinnar svaf hún í barnavagni inni í fjárhúsunum á meðan foreldrarnir sinntu bústörfunum. „Stundum þegar hún vaknaði var hún að hjala við rollurnar…Lesa meira

true

Landssöfnun á birkifræi er nú hafin

Nú í haust verður birkifræi safnað um allt land og því dreift á völdum, beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Það eru Skógræktin og Landgræðslan sem hafa tekið höndum saman um verkefnið og óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða birkiskóga landsins út. Formlega hófst söfnunin á degi íslenskrar náttúru, 16. september, en söfnunin stendur svo…Lesa meira

true

Altaristafla Akraneskirkju tekin niður til viðgerðar

Síðastliðinn mánudag var altaristafla Akraneskirkju tekin niður til forvarnar og viðgerðar. Skagamaðurinn Bjarni Skúli Ketilsson listmálari, Baski, tók að sér viðgerð á málverkinu og mun hann vinna verkið í húsnæði gamla Iðnskólans við Skólabraut. Baski hefur sérhæft sig í lagfæringum á eldri málverkum samhliða listsköpun sinni í Hollandi. Hann býst við að vinnan taki um…Lesa meira

true

Tólf ljóðabækur með nafni sem síðar kemur í ljós

Bókaútgáfan Hólar hefur ákveðið að ráðast í útgáfu á tólf ljóðabókum eftir Bjarna Stefán Konráðsson frá Frostastöðum í Skagafirði. Bjarni segir í samtali við Skessuhorn að bækurnar komi út í tvennu lagi, sex í hvort sinn. „Sex fyrri bækurnar eru komnar út en hinar koma út á næsta ári. Þær heita allar einu orði sem…Lesa meira

true

Leikur sér með óljós mörk höggmynda og málverka

Borgnesingurinn og myndlistarmaðurinn Logi Bjarnason opnaði nýverið sýninguna Takk, Vigdís. Sýnt er í galleríinu Midpunkt í Kópavogi. Logi er alinn upp í Borgarnesi og er einn af skipuleggjendum og upphafsmönnum Plan B listahátíðarinanr, sem haldin er þar í bæ ár hvert. Hann flutti heim til Íslands frá Þýskalandi árið 2015 og settist að í Kópavogi,…Lesa meira

true

Öryggisnúmer geta verið lífsnauðsynleg í sumarhúsum

Eigendum sumarhúsa hér á landi býðst að sækja um svokölluð öryggisnúmer sem fest eru með plötum á útvegg húsa og sömuleiðis innandyra. Þetta er þó valkvæð þjónusta sem hver og einn ákveður hvort hann kaupir. Sótt er um öryggisnúmer til Landssambands sumarhúsaeigenda sem úthlutar þeim. Við úthlutun neyðarnúmers er húsið samhliða skráð í gagnagrunn viðbragðsaðila…Lesa meira

true

Óraði ekki fyrir stærð verkefnisins en styttist í þak yfir höfuðið á ný

Eldur kviknaði í íbúðarhúsinu á Snartarstöðum í Lundarreykjadal þriðjudaginn 2. júní síðastliðinn. Nú rúmum þremur mánuðum síðar styttist í að þau Guðrún María Björnsdóttir og Jóhann Páll Þorkelsson, bændur á Snartarstöðum, fái þak yfir höfuð fjölskyldunnar á ný. Guðrún María, eða Gunna Mæja eins og hún er alltaf kölluð, var að vigta kartöflur og gefa…Lesa meira

true

Tónleikar í Akranesvita á síðum bresks rokktímarits

„Á þessu vírus-slegna sumri frestaðra tónleika og aflýstra hátíða eru fáir staðir í heiminum þar sem enn er flutt lifandi tónlist. En einn þeirra er Akranesviti á vesturströnd Íslands.“ Þannig hefst góður dómur breska rokktímaritsins Classic Rock Magazine um tónleika enska tónlistarmannsins Will Carruthers í Akranesvita í júlí síðastliðnum. Carruthers spilaði þar í tengslum við…Lesa meira

true

„Tónlist er allstaðar“

Anna Sólrún Kolbeinsdóttir hefur verið ráðin tónmenntakennari við Grunnskólann í Borgarnesi. Hún byrjaði í nýja starfinu á mánudag í síðustu viku og er full tilhlökkunar fyrir vetrinum. „Þetta er algjörlega nýtt fyrir mér og ég er mjög spennt fyrir þessu,“ segir Annar Sólrún í spjalli við blaðamann Skessuhorns. „Ég ætla mér að hafa þetta létt…Lesa meira

true

Lætur vita af sér með kaffibollamynd á hverjum degi

Helga Ólöf Oliversdóttir sjúkraliði á Akranesi sá það í byrjun Covid-faraldursins síðasta vor að veiran myndi hafa afgerandi áhrif á samskipti og daglegar venjur fólks. Í stað þess að hitta vini sína daglega, til dæmis í skipulögðum gönguferðum, yrði minna úr slíkum mannlegum samskiptum. Sjálf ákvað hún að fara í sjálfskipaða sóttkví. Því fer hún…Lesa meira