Veröld

Veröld – Safn

true

HM stemning á Teigaseli

Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hófst í Rússlandi í gær. Mótsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda leikur Ísland þar í fyrsta skipti á morgun, laugardaginn 16. júní. Má segja að sannkallað HM æði hafi gripið um sig hjá landi og þjóð. Fánalitirnir sjást víða, vinnustaðir hafa verið skreyttir og fólk gerir sér dagamun af…Lesa meira

true

Kajak sendir frá sér HM lag

Skagapiltarnir í hljómsveitinni Kajak hafa sent frá sér nýtt íslenskt stuðningslag fyrir HM í knattspyrnu. „Fyrir rúmri viku síðan vorum við að vinna í litlum lagstúf sem fór síðan alltaf meir og meir að hljóma eins og fótboltasöngur þannig við slóum til og ákváðum að semja HM lag til stuðnings íslenska landsliðinu,“ segja piltarnir í…Lesa meira

true

Vortónleikar Skólakórs Grundaskóla

Skólakór Grundaskóla hélt glæsilega vortónleika á sal skólans. Að sögn Valgerðar Jónsdóttur kórstjóra komu þar fram 57 nemendur sem fluttu blöndu af alls konar skemmtilegum lögum, undir stjórn Valgerðar. Um píanóleik sá Flosi Einarsson. Gestasöngkona á tónleikunum var engin önnur en Rakel Pálsdóttir, sem söng m.a. með kórnum lagið Óskin mín úr söngvakeppninni, ásamt fleiri…Lesa meira

true

Israel sigraði í Eurovisjon

Ísrael bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í gær í Portúgal. Það var söngkonan Netta Bartzialai sem flutti lagið TOY. Framlag Kýpur varð í öðru sæti og Austurríki hafnaði í þriðja sæti. Íslenskir áhorfendur voru hins vegar á allt öðru máli; gáfu Danmörku 12 stig, Tékklandi tíu og Þjóðverjum átta…Lesa meira

true

Kórar sækja í Akranesvita

Vorferðir kóranna standa nú sem hæst og greinilegt að margir kórar renna hýru auga til Akranesvita, sem er þekktur fyrir góðan hljómburð. Fjórir kórar hafa sungið þar frá því skömmu fyrir mánaðamótin síðustu, sem er óvenju mikið að sögn Hilmar Sigvaldasonar vitavarðar. „Það er afar sjaldgæft að fá svo marga kóra í heimsókn á svo…Lesa meira

true

Fjórða iðnbyltingin og sú stærsta

Talið er að fjórða iðnbyltingin, sem nú er hafin, muni skrá nýjan kafla í þróunarsögu mannkyns. Hún verður keyrð áfram af stórfenglegum tækninýjungum á borð við gervigreind, háþróuð vélmenni, drónum, þrívíddarprentun og sýndarveruleika. Almennt eru þessar breytingar af svo stórum skala að óumflýjanlegt er að þær hafi áhrif á iðngreinar jafnt sem daglegt líf fólks.…Lesa meira

true

Gera það gott fjarri brekkunum á Vetrarólympíuleikunum

Svisslendingurinn Fabian Bösch hefur heldur betur slegið í gegn á vetrarólympíuleikunum í Suður-Kóreu, ásamt félögum sínum í svissneska landsliðinu. Afrek þeirra í skíðabrekkunum eru þó ekki það sem vakið hefur mesta athygli, heldur frekar myndbönd sem Bösch hefur birt á samfélagsmiðlum. Til að mynda fór hann upp rúllustiga með óhefðbundinni aðerð og birti af því…Lesa meira

true

Hinrik prins er látinn

Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, er látinn, 83 ára að aldri. Hinrik lést í svefni í Fredensborgarkastala á Norður-Sjálandi síðastliðna nótt og var Margrét Þórhildur við hlið hans þegar hann kvaddi, sem og synir þeirra, Friðrik krónprins og Jóakim. Hinrik var fluttur frá Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn til Fredensborgarkastala að eigin ósk. Hinrik hafði þá…Lesa meira

true

Heilsu Hinriks prins hefur hrakað mikið

Í tilkynningu frá dönsku konungshöllinni í dag segir að heilsu Hinriks Prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hafi hrakað mjög upp á síðkastið. Prinsinn hefur verið á Rigshospitalet í Kaupmannahöfn frá því í lok janúar og greindist með góðkynja æxli í lunga. Þá veiktist hann að auki af lungnabólgu. Friðrik krónprins er nú á leið úr…Lesa meira

true

Njótum aðventunnar – Jólasálmur

 Nýverið var gerð videóupptaka af nýju jólalagi eftir Valgerði Jónsdóttur tónlistarkonu af Akranesi. Lagið er samið við sálm eftir Brynju Einarsdóttur og nefnist Jólasálmur. Barnakór úr Grundaskóla og Karlakórinn Svanir sungu en um undirleik sáu þau Flosi Einarsson og Sigrún Þorbergsdóttir. Valgerður stjórnaði kórunum en Bergur Líndal Guðnason kvikmyndagerðarmaður tók upp.  Lesa meira