Veröld

Veröld – Safn

true

Ein sekúnda frá hverjum degi ársins – MYNDBAND

Skagamaðurinn Kristinn Gauti Gunnarsson útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands núna í desembermánuði síðastliðnum. Hann birti nýverið á YouTube myndband sem hann gerði um árið 2018 í lífi sínu. Þar gefur að líta eina sekúndu í mynd frá hverjum einasta degi ársins. „Árið 2018 var líklega besta og viðburðaríkasta ár lífs míns. Það byrjaði með bestu vinum…Lesa meira

true

Súkkulaði á götum þýsks smábæjar

Ómissandi hlut af jólunum er í huga margra súkkulaði og því er mikilvægt að framboð á súkkulaði sér nægt. Verksmiðjustjóri DreiMeister súkkulaðiverksmiðjunnar í Westoennen, Markus Luckey, í vesturhluta Þýskalands prísar sig sælan að leki úr verksmiðjunni hafi ekki gerst nær jólunum en hann gerði. Í frétt frá svæðisblaðinu Soester Anzeiger segir að geymslutankur í verksmiðjunni…Lesa meira

true

Er reykskynjarinn í lagi?

Aðventan er sá tími sem mestar líkur eru á að kvikni í á heimilum. Því er mælt með að fólk yfirfari brunavarnir heimilisins og skipti um rafhlöður í reykskynjurum í byrjun desember. Til að minna á þetta sendi slökkviliðið í Bergen í Noregi frá sér þetta gamansama myndband.Lesa meira

true

Gætum varúðar í aðdraganda jóla og áramóta

Nú fer í hönd tími óhefðbundinna skreytinga í aðdraganda jóla og áramóta. Um leið skapast aukin eldhætta, ekki síst ef kveikt er á kertum. Þá þarf að yfirfara eldvarnarbúnað, æfa flótta úr íbúðarhúsnæði og annað sem gerir okkur hæfari til að bregðast við ef eldur verður laus. Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð vill koma…Lesa meira

true

Julehilsen fra Närpes

Bästa vänner i våra nordiska vänorter! Vi har nu en månad kvar till jul, men redan för en vecka sedan hölls den traditionella julöppningen på torget i Närpes. Huvudgatan lyses nu upp av olika ljusanordningar – de har en uppiggande effekt i den annars så mörka årstiden. Mörkret  har under de senaste veckorna förstärkts av…Lesa meira

true

Sögðu skilið við stórborgarlífið og fluttu í Borgarnes

Blaðamaður Skessuhorns fékk hlýjar móttökur í heimsókn hjá Heiðrúnu Bjarnadóttur Back í Borgarnesi fyrir helgina. Síðastliðið sumar flutti Heiðrún í Borgarnes frá Kaupmannahöfn ásamt eiginmanni sínum Michael Back og tveimur börnum þeirra, Heklu Isabel sem er fimm ára og Erni Elíasi sem er á þriðja aldursári. Heiðrún er fædd og uppalin í Borgarnesi, dóttir hjónanna…Lesa meira

true

Tekur Hótel Hafnarfjall á leigu

Sú breyting hefur orðið á rekstri Hótels Hafnarfjalls í Hafnarskógi að Steinþór Árnason veitingamaður hefur tekið rekstur hótelsins á leigu. Farfuglaheimilið í Borgarnesi keypti staðinn árið 2013, ásamt tíu hektara lands. „Við byrjuðum á því að laga húsnæðið hérna smám saman, samhliða því að við fengum svæðið deiliskipulagt og byggðum fimm smáhýsi af ellefu sem…Lesa meira

true

Sveinbjörn og Lárus í forystu

Töluverðar sviptingar voru á fyrsta kvöldi aðaltvímennings Bridgefélags Borgarfjarðar sem spilað var á mánudagskvöld. Mótinu verður framhaldið næstu þrjú mánudagskvöld. Sextán pör eru skráð til leiks. Eftir þetta fyrsta kvöld í keppninni leiða Sveinbjörn og Lárus með 66,7% skori og hafa töluvert forskot á næsta par sem eru Kolhreppingarnir Gísli og Ólafur með 60,4%. Í…Lesa meira

true

Stunginn fyrir að segja frá endinum

Það er ekki oft sem fréttir berast af Suðurskautslandinu, þar sem íbúafjöldi samanstendur aðallega af mörgæsum og vísindamönnum. Í byrjun október kom þó upp sakamál hjá hinum síðarnefndu. Nokkrir vísindamenn búa í rússnesku rannsóknarstöðinni Bellinghausen, í miklum þrengslum við erfiðar aðstæður þar sem hiti fer sjaldan yfir frostmark úti og afþreying í frítíma er af…Lesa meira