Mannlíf

true

Hátíð í Reykholti á fullveldisdegi

Snorrastofa og Reykholtskirkja taka höndum saman og fagna fullveldisdegi á fyrsta sunnudegi í aðventu, 1. desember næstkomandi. Hátíðin hefst með messu í kirkjunni klukkan 14 og hátíðarkaffi að henni lokinni í safnaðar- og sýningarsal. Klukkan 16 býður Snorrastofa til fyrirlestrar dr. Auðar Hauksdóttur fyrrverandi forstöðumanns Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur um viðhorf Dana til íslenskrar  tungu og…Lesa meira

true

Útvarp Akranes ómar um helgina

Árvissar útsendingar Útvarps Akraness hófust kl. 13:00 í dag og standa yfir þar til síðdegis á sunnudag. Sem fyrr er það Sundfélag Akraness sem á veg og vanda að útvarpsútsendingum fyrstu helgina í aðventu. Eins og síðustu ár voru það Hlédís Sveinsdóttir og Ólafur Páll Gunnarsson sem riðu á vaðið með fyrsta þáttinn, þar sem…Lesa meira

true

Rammíslensk bjúgnahátíð í Langaholti

Þjóðlegur matur samhliða íslenskri gestrisni er blanda sem sjaldan svíkur. Á því var engin undantekning síðastliðið laugardagskvöld þegar árleg bjúgnaveisla var haldin í Langaholti í Staðarsveit. Þemað var bjúgu í sinni víðustu mynd, sem matreidd voru á fjölbreyttan veg. Óskar veitingamaður, Keli vert, Rúna, Sunna Dögg og þeirra starfsfólk höfðu lagt sig í líma við…Lesa meira

true

„Barátta gegn einmanaleika á að vera hluti af lýðheilsustefnu“

Bjarki Þór Grönfeldt fjallaði um hættuna af því að einstaklingar einangrist í rafrænum heimi   Á ráðstefnu sem fram fór í tilefni fimmtíu ára afmælis Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fyrr í þessum mánuði, fluttu nokkrir ungir Vestlendingar ávörp og ræddu framtíðarsýn þeirra fyrir landshlutann. Meðal þeirra var Bjarki Þór Grönfeldt frá Brekku í Norðurárdal. Bjarki…Lesa meira

true

Syngja í Hörpu á fullveldisdaginn

Samkórinn Hljómur, sem er kór FEBAN á Akranesi, leggur í vikunni land undir fót og stefnir á að halda tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar í Reykjavík á fullveldisdaginn sunnudaginn 1. desember. Þar mun kórinn syngja ásamt sjö öðrum kórum af landinu. Lárus Sighvatsson er stjórnandi Hljóms: „Á haustdögum komu skilaboð frá Garðari Cortes um að hann…Lesa meira

true

Útvarp Akraness hlaut menningarverðlaun

Menningarverðlaun Akraness 2019 voru veitt í 13. sinn í gær, en þau eru veitt árlega í tengslum við menningarhátíðina Vökudaga. Verðlaunin eru veitt þeim einstaklingum eða félagasamtökum sem þykja hafa skarað fram úr á sviði menningar í bæjarfélaginu á árinu. Menningarverðlaun Akraness 2019 komu að þessu sinni í hlut Útvarps Akraness, en Sundfélag Akraness á…Lesa meira

true

Hjartað í fjallinu

Hátíðartónleikar tileinkaðir Páli á Húsafelli sextugum ,,Hjartað í fjallinu“ er tónlistardagskrá sem flutt verður í Reykholtskirkju laugardaginn 2. nóvember nk. tileinkuð listamanninum Páli Guðmundssyni á Húsafelli sem fagnaði sextíu ára afmæli fyrr á þessu ári. Flytjendur eru Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar ásamt Reykholtskórnum undir stjórn Viðars Guðmundssonar. Ýmis hljóðfæraleikarar leika með. Meðal…Lesa meira

true

Borgaraleg ferming á Akranesi næsta vor

Síðustu ár hefur orðið töluverð fjölgun unglinga sem kjósa að fermast borgaralega en síðastliðið vor voru 545 fermdir á vegum Siðmenntar, er það aukning um 200 unglinga frá árinu 2016. Borgaraleg ferming er óháð trú og snýst undirbúningur fermingarinnar fyrst og fremst um að kenna ungmennunum gagnrýna hugsun og almenna siðfræði. „Við erum með ellefu…Lesa meira

true

Eignir hljómlistarsjóðs renna til Nikkolínu

Hljómlistarsjóður Steinars Guðmundssonar frá Hamraendum var stofnaður árið 1966, til minningar um Steinar Guðmundsson, sem var fæddur 29. júní 1938 og lést af slysförum í Reykjavík 15. des. 1965. Steinar fæddist og ólst upp á Hamraendum í Miðdölum. Þar var tónlist í hávegum höfð. Gróa Sigvaldadóttir húsfreyja söng í kirkjukórnum sem eiginmaður hennar, Guðmundur Baldvinsson…Lesa meira

true

Fylltu Klifið á Fjölmenningarhátíð

Fjölmenningarhátíð var haldin í Klifi í Ólafsvík síðastliðinn sunnudag. Var þetta í fimmta skipti sem hátíðin er haldin og tókst mjög vel til í ár. „Við náðum að fylla Klifið,“ sagði Rebekka Unnarsdóttir verkefnastjóri Átthagastofu í samtali við Skessuhorn. Á hátíðinni býðst gestum að smakka þjóðarrétti frá ýmsum löndum en í ár voru hópar frá…Lesa meira