Mannlíf

true

Líf og fjör á Tæknimessu í FVA

Síðastliðinn fimmtudag fór Tæknimessa fram í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hana sóttu nemendur elsta stigs grunnskólanna á Vesturlandi, nemendur 8.-10. bekkja, alls um 750 manna hópur ásamt kennurum. Nokkur fyrirtæki voru að auki og kynntu starfsemi sína og allar iðnbrautir í FVA voru með kynningar sem og afreksbraut skólans. Þá voru eldsmiðir fyrir utan skólann…Lesa meira

true

Haustfagnaður í Dölum framundan

Árlegur haustfagnaður Félags Sauðfjárbænda í Dalasýslu fer fram helgina 25. til 27. október næstkomandi. Um er að ræða uppskeruhátíð sauðfjárbænda í Dölum. Nokkur breyting verður á hátíðinni í ár þar sem ákveðið var að hvíla Íslandsmeistaramótið í rúningi en þess í stað verður meiri áhersla lögð á hrútasýningarnar. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því að…Lesa meira

true

Tónlistarhátíðin Heima-Skagi haldin í fyrsta sinn

Tónlistarhátíðin Heima-Skagi verður haldin í fyrsta sinn á Akranesi föstudaginn 1. nóvember næstkomandi. Er hún haldin í tengslum við menningarhátíðina Vökudaga, sem stendur yfir í bænum frá 24. október til 3. nóvember. Á Heima-Skaga hátíðinni munu koma fram sex tónlistarmenn/flytjendur, sem spila tvisvar sinnum hver á sex stöðum á Akranesi. Á einu kvöldi verða því…Lesa meira

true

Í sambúð við bryggjuna á Króksfjarðarnesi

Parið Quentin Monnier og Jamie Lai Boon Lee hittust fyrst í smalamennsku hjá Bergsveini Reynissyni, bónda á Gróustöðum í Reykhólasveit. Hingað til lands koma þau úr sitthvorri áttinni, hann frá Frakklandi en hún er af kínverskum ættum en alin upp í Bandaríkjunum. Þótt þau hafi lítið kynnst fyrst þegar leiðir þeirra lágu í saman í…Lesa meira

true

„Góð stemning í bænum alla hátíðina“

Fjölskyldu- og bæjarhátíðin Danskir dagar var haldin í 25. sinn í Stykkishólmi dagana 15.-18. ágúst. Hátíðin er ein af elstu bæjarhátíðum landsins, en hún hefur verið haldin frá árinu 1994. Nú sem fyrr sótti fjöldi fólks Hólminn heim á Dönskum dögum til að gleðjast með ættingjum og vinum og njóta fjölbreyttar dagskrár fyrir alla fjölskylduna.…Lesa meira

true

Ólafsdalshátíð haldin í tólfta sinn

Nokkur fjöldi gesta sótti Ólafsdal í Dölum heim síðastliðinn laugardag þegar árleg hátíð Ólafsdalsfélagsins var haldin í tólfta sinn. Veðurguðirnir voru ekki að sýna sínar bestu hliðar á Vesturlandi um helgina þannig að aðlaga þurfti framkvæmd og skipulag hátíðarinnar í samræmi við það. Áður en formleg dagskrá hófst var boðið upp á gönguferð að víkingaaldarskálanum…Lesa meira

true

Listahátíðin Plan-B hefst í dag í Borgarnesi

Plan-B Art Festival verður haldið í þriðja sinn í Borgarnesi nú um helgina, dagana 9.-11. ágúst. Listahátíðinni var þó þjófstartað í gær, en þá hélt Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir erindi í Safnahúsi Borgarfjarðar þar sem hún útskýrði samtímalist og hvers vegna erfitt getur reynst að skilja hana. Inga Björk er einn af stofnendum og skipuleggjendum…Lesa meira

true

Tugþúsundir fara á Ed Sheeran tónleika um næstu helgi

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran heldur stórtónleika í Laugardalnum um næstkomandi helgi og vinnur starfsfólk nú hörðum höndum að því að setja sviðið upp og gera tónleikasvæðið tilbúið fyrir þeim tugþúsundum gesta sem eiga miða á tónleikana. Aðaltónleikarnir fara fram laugardaginn 10. ágúst og hefst dagskráin klukkan 12 á hádegi þegar aðdáendasvæðið í Laugardalshöll verður opnað,…Lesa meira

true

Farfuglar efna til Vatnsviku

Farfuglar efna til Vatnsviku dagana 5.-10 ágúst í þeim tilgangi að vekja athygli gesta á mengun af völdum plasts og hvetja þá til að nota brúsa í stað þess að kaupa vatn í einnota plastflöskum. Einnig benda samtökin ferðamanninum á góða kranavatnið hér á landi og gildi þess að vera ábyrgir ferðamenn en 65% þeirra…Lesa meira

true

Dytta að umhverfinu

Ungmenni í vinnuskólanum í Borgarnesi hafa verið dugleg að dytta að og fegra bæinn sinn í sumar. Eru ýmis verk sem þarf að vinna og sinna yfir sumartímann og eru mörg verkefnanna eitthvað sem gleður bæjarbúa og gesti sem eiga leið um bæinn. Í síðustu viku lappaði vinnuhópurinn upp á bekk sem er staðsettur fyrir…Lesa meira