Mannlíf

true

Miklar framkvæmdir í Snæfellsbæ

Í sumar hafa verið miklar framkvæmdir í Snæfellsbæ að sögn Kristins Jónssonar bæjarstjóra. Meðal annars er Landsnet að leggja streng milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur og leggja í leiðinni ljósleiðara í Fróðárhreppi. Einnig er verið að leggja ljósleiðara á sunnanverðu Nesinu, auk þess sem Rarik er að leggja jarðstreng frá Gröf að Hellnum, og einnig ljósleiðara…Lesa meira

true

Breyttu slipp í veislusal

Nýverið gengu þau Helga Sjöfn Jóhannesdóttir og Jónmundur Valur Ingólfsson í heilagt hjónaband í Akraneskirkju. Eftir athöfnina var gestum boðið til veislu. Þau völdu óhefðbundinn stað fyrir brúðkaupsveisluna því fyrir valinu varð Slippurinn á Akranesi. Rýmið sem veislan var haldin í hýsir dagsdaglega framleiðslu á plötufrystum, en var vikuna fyrir brúðkaup breytt í stórglæsilegan veislusal undir…Lesa meira

true

Fyrsta skemmtiferðaskipið til Akraness

Síðastliðinn sunnudag kom í fyrsta sinn skemmtiferðaskip til hafnar á Akranesi. Le Boreal hét skipið sem kom snemma morguns og lá við bryggju fram á kvöld. Skipið var smíðað árið 2010 og er tæplega ellefu þúsund brúttótonn. Það er 142 m á lengd, breidd er 18 m og djúpristan er 4,8 m. Farþegar skipsins voru…Lesa meira

true

New York Times beinir kastljósinu að Húsafelli

Í grein sem birtist í hinu virta tímariti New York Times síðastliðinn föstudag er kastljósinu beint að Húsafelli sem næsta stóra áfangastað ferðamanna hér á landi. Greinarhöfundur rekur hina miklu fjölgun ferðamanna hingað til lands á undanförnum árum. Hann segir áhrif uppsveiflunnar að sjá alls staðar um landið. Flestir þekktustu áfangastaðirnir séu orðnir svo umsetnir…Lesa meira

true

Umhverfisbætur og skemmtileg nýjung í flóru Dalanna

Föstudaginn 21. júlí sl. tók óvænt tónlistaratriði á móti vegfarendum sem leið áttu um Vesturbraut í Búðardal. Þar höfðu þau Melkorka Benediktsdóttir og Jóhann Elísson komið sér fyrir og spiluðu á harmonikkur. Svavar Garðarsson fékk þau til verksins, en nýlega lauk hann við að þökuleggja reit við Vesturbrautina þar sem hann setti einnig upp litla palla…Lesa meira

true

Búið að opna Viðvík

Veitingastaðurinn Viðvík Resturant var formlega opnaður laugardaginn 22. júlí sl. á Hellissandi. Viðvík er við þjóðveginn þegar ekið er frá Sandi og suður fyrir jökul. Húsnæðið sem hann er í hefur verið mikið endurbætt og er staðurinn allur hinn glæsilegasti. Opnuninni var fagnað kvöldið áður og gestum boðið að skoða húsnæðið og fagna með eigendum.…Lesa meira

true

Bjóða út byggingu frístundamiðstöðvar við Garðavöll

Golfklúbburinn Leynir á Akranesi er nú að undirbúa framkvæmdir við byggingu nýrrar frístundamiðstöðvar við Garðavöll. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við Akraneskaupstað. Eins og komið hefur fram í fréttum Skessuhorns samþykkti bæjarstjórn að fara af stað með verkefnið í samstarfi við golfklúbbinn. „Nú erum við að bjóða út steypuhluta byggingarinnar, þ.e. grunn og sökkla,…Lesa meira

true

„Auðvelt að verða ástfangin af þessum stað“

Álfheiður Sverrisdóttir starfar sem verkefnastjóri hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún býr á Hvanneyri ásamt fjölskyldu sinni og hefur verið áberandi í samfélaginu í þorpinu undanfarin ár. Hún hefur verið í undirbúningsnefnd vegna Hvanneyrarhátíðarinnar, lagt sitt af mörkum í starfi Umf. Íslendings, Körfuknattleiksdeildar Skallagríms og Kvenfélagsins 19. júní. Þá var hún var formaður Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis…Lesa meira

true

„Ætlaði mér að komast í landsliðshóp“

Körfuboltamaðurinn Bjarni Guðmann Jónsson er einn af efnilegri íþróttamönnum Vesturlands um þessar mundir. Bjarni er átján ára en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið fastamaður í liði Skallagríms síðustu tvö tímabil en hann hóf að leika með liðinu árið 2015, þá aðeins sextán ára gamall. Bjarni Guðmann var valinn í U18 ára landslið Íslands…Lesa meira

true

Akranes keppir til úrslita í kvöld

Akranes mætir í kvöld liði Fjarðabyggðar í úrslitaþætti Útsvars, spurningakeppni sveitarfélaganna sem sýnd er á RÚV. Skagamenn sigruðu Hafnfirðinga 65-46 í undanúrslitum en Fjarðabyggð bar sigurorð af liði Grindavíkur með 63 stigum gegn 39. Lið Akraness skipa þau Örn Arnarson, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir og Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir. Úrslitaviðureignin hefst í beinni útsendingu kl. 20:05 í kvöld.…Lesa meira