Mannlíf

true

Ók frá Þýskalandi á dráttarvélinni

Óvæntur gestur heimsótti Reykhóladaga á laugardaginn þegar Heinz Prien 61 árs gamall Þjóðverji, ók inn á hátíðarsvæðið á Hanomag R460 dráttarvél með hjólhýsi í eftirdragi og lagði við hlið hinna fornu traktoranna. Hann lagði af stað frá Muggensturm, skammt frá Stuttgart í suðvestur Þýskalandi, hinn 10. júní síðastliðinn, ók sem leið lá norður til Danmerkur…Lesa meira

true

Fjögurhundruð skátar sælir og glaðir með dvölina á Akranesi

Frá þriðjudegi til laugardags í síðustu viku voru staddir á Akranesi fjögur hundruð skátar. Ástæðan var sú að hér á landi fór fram eitt stærsta skátamót heims, World Scout Moot, en alls komu til landsins um 5.500 skátar á aldrinum 18-25 ára frá öllum heimshornum. Á Akranesi var komið upp tjaldbúðum á efri hluta tjaldsvæðisins…Lesa meira

true

Þrjú skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn

Fimmtudaginn 27. júlí voru þrjú skemmtiferðaskip staðsett í Grundarfjarðrahöfn. Mikill fjöldi ferðamanna fór upp í rútur og tók hring um Snæfellsnes en einnig var töluverður fjöldi af fólki sem rölti um bæinn og út að Kirkjufellsfossi. Bærinn var þétt setinn af ferðamönnum sem og gestum sem streymdu að vegna bæjarhátíðarinnar „Á Góðri Stund“ sem haldin…Lesa meira

true

Tónleikar á Laugum á sunnudag

„Lífsmyndir í vöku og draumi“ er yfirskrift síðustu tónleikanna á Laugum í Sælingsdal þetta sumarið. Þar munu Björg Þórhallsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson leika uppáhalds lögin sín í eigin útsetningum og útfærslum. Á dagskrá eru íslensk sönglög og þjóðlög í bland við þekktar klassískar perlur. Tónleikarnir eru á Hótel Eddu á Laugum og hefjast kl.…Lesa meira

true

„Lukkulegur að vera kominn alfarið í steypustöðina”

Árni Jón Þorgeirsson hefur snúið sér alfarið að rekstri steypustöðvarinnar Þorgeirs ehf. í Rifi. Hann leigði sem kunnugt er rekstur Vélsmiðju Árna Jóns til þeirra Davíðs Magnússonar og Sigurðar Sigþórssonar. Þeir færðu reksturinn undir nýtt nafn og tóku við smiðjunni í lok júnímánaðar. Árni kveðst ánægður með að hafa breytt um vettvang og telur smiðjuna…Lesa meira

true

Líf og fjör á Reykhóladögum

Byggðahátíðin Reykhóladagar fór fram í Reykhólahreppi dagana 27. – 30. júlí síðastliðna. Hátíðin var vel sótt eins og undanfarin ár en veður hefði mátt vera betra. Sólin skein en töluverður vindur var alla helgina. Kom það þó ekki að sök, nema helst í frisbígolfkeppninni að föstudeginum þar sem ónefefndur blaðamaður varð sér til skammar. Er…Lesa meira

true

Gjöf frá yngri borgurum til eldri borgara

Síðastliðin ár hefur Haraldur Már Stefánsson haft umsjón með Skallagrímsvelli í Borgarnesi, ásamt nokkrum öðrum verkefnum. Fyrir nokkru síðan kom Jakob Skúlason að máli við Harald og vakti máls á því að bekki vantaði á völlinn fyrir eldri borgara, sem og þá sem eru að ná sér eftir veikindi. Taldi hann að eldra fólk, og…Lesa meira

true

Á góðri stund fór vel fram

Bæjarhátíðin „Á góðri stund“ í Grundarfirði fór fram um helgina í ágætis veðri. Þó nokkur fjöldi fólks var í bænum og voru tjaldsvæði bæjarins þétt setin. Úrval afþreyingar var í boði fyrir unga sem aldna og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin náði svo hámarki þegar að lituðu skrúðgöngurnar mættust í miðbænum og…Lesa meira

true

Ný skilti með málverkum eftir Baska afhjúpuð

Á mánudaginn síðastliðinn voru skilti sem unnin voru af listamanninum Baska afhjúpuð á gönguleiðinni á útivistarsvæðinu við Elínarhöfða, frá þar sem áður stóð bærinn Hausthús og að Miðvogi. Skiltin eru fimm talsins og standa öll þar sem áður voru bæir sem nú eru horfnir. Á skiltunum er stuttur fróðleikur um hvert og eitt hús sem…Lesa meira

true

Dalli er íbúi ársins í Reykhólahreppi

Guðjón Dalkvist Gunnarsson hefur verið kjörinn íbúi ársins í Reykhólahreppi. Efnt var til kosningunnar í tengslum við hátíðina Reykhóladaga, sem fram fór um síðustu helgi. Kallað var eftir tilnefningum og var Guðjón Dalkvist, eða Dalli eins og hann er oftast kallaður, einn þeirra sem fékk flest atkvæði. Var það einróma álit dómnefndar að Dalli væri…Lesa meira