2. október 2021
Föstudaginn 21. júlí sl. tók óvænt tónlistaratriði á móti vegfarendum sem leið áttu um Vesturbraut í Búðardal. Þar höfðu þau Melkorka Benediktsdóttir og Jóhann Elísson komið sér fyrir og spiluðu á harmonikkur. Svavar Garðarsson fékk þau til verksins, en nýlega lauk hann við að þökuleggja reit við Vesturbrautina þar sem hann setti einnig upp litla palla ásamt blómabeðum. Svavar hefur undanfarin ár tekið að sér að bæta ásýnd Búðardals með því að fóstra ákveðin svæði en Dalabyggð býður upp á styrki í svokölluð sjálfboðavinnuverkefni. Verkefni þetta hlaut styrk frá sveitarfélaginu og er sá stuðningu þegar farinn að bera ríkulegan ávöxt íbúum og gestum til ánægju. [gallery columns="1" size="full" ids="16676"]