Íþróttir

true

Vinavallasamband milli golfklúbba á Akranesi og Mosfellsbæ

Forsvarmenn Golfklúbbsins Leynis á Akranesi og Golfklúbbs Mosfellsbæjar hafa skrifað undir viðamikinn samstarfssamning klúbbanna. Samningurinn tekur á ýmsum þáttum er varða vallarstjórn og faglega umhirðu og með möguleika á útvíkkun samstarfsins, sem snýr m.a. að golfkennslu, nýtingu tækja og annarra þátta. Auk þess fá félagsmenn beggja klúbba að njóta samstarfsins með góðum vinavallasamningi sem felur…Lesa meira

true

Skallagrímskonur töpuðu á lokasprettinum

Skallagrímskonur biðu lægri hlut gegn Fjölni, 98-90, þegar liðin mættust í Grafarvoginum í Domino‘s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Bæði lið mættu sterk til leiks og Skallagrímskonur náðu í fyrstu stig leiksins eftir hálfa mínútu þegar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði þriggja stiga körfu. Borgnesingar áttu góðan upphafsleikhluta og voru komnar með tólf stig gegn…Lesa meira

true

Breiðablik hafði betur gegn Snæfelli

Snæfell sótti Breiðablik heim í Smárann í 12. umferð Domino‘s deildar kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Heimakonur náðu yfirhöndinni strax í fyrsta leikhluta en Hólmarar hleyptu þeim aldrei langt framúr sér og þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik voru aðeins sex stig sem skildu liðin að, 52-64. Lítið breyttist eftir hléið, Blikar leiddu en…Lesa meira

true

Guðbjört Lóa og Jóhanna Vigdís Tímamótsmeistarar

Um síðustu helgi fór fram Tímamót á vegum Glímusambands Íslands. Á Tímamóti gilda örlítið aðrar reglur en á venjulegu glímumóti, en það er stigamót þar sem keppandi fær stig fyrir það hversu fljótur hann er að leggja andstæðinginn. Sigurvegarinn hlýtur 10 stig fyrir að leggja andstæðinginn á fyrstu 12 sekúndunum, svo 9 stig fyrir næstu…Lesa meira

true

Fyrsti blakleikurinn í langan tíma

Fyrr á árinu hófst deildarbikarkeppni neðri deilda í blaki. Meistaraflokkur kvenna hjá Ungmennafélagi Grundarfjarðar fékk heimaleik í fyrstu umferð en þetta er fyrsti heimaleikur liðsins í ansi langan tíma. Þá var það lið Þróttar í Reykjavík sem kom í heimsókn og úr varð hörku leikur. Áhorfendur voru leyfðir á vettvangi, en vel var hugað að…Lesa meira

true

Báðum Vesturlandleikjunum í körfunni frestað vegna veðurs

Tveimur leikjum sem vera áttu í kvöld hefur verið frestað í Domino’s deild kvenna í körfubolta. Þetta er annars vegar leikur Breiðabliks og Snæfells og hins vegar leikur Fjölnis og Skallagríms. Ófært er um Kjalarnes og ekki ráðlagt að fara hjáleiðir. Viðureign Fjölnis og Skallagríms verður 11. mars kl. 18:30 og leikur Breiðabliks og Snæfells…Lesa meira

true

Kolbrún Katla sigraði í gæðingafimi

Keppt var í gæðingafimi í Meistaradeild Líflands & æskunnar síðastliðinn sunnudag í TM höllinni í Víðidal í Reykjavík. Kolbún Katla Halldórsdóttir var sigurvegari dagsins á hryssunni Sigurrós frá Söðulsholti með einkunnina 6,9. Keppnin var mjög jöfn og litlu munaði á efstu þremur keppendum. Kolbrún Katla kemur frá Hestamannafélaginu Borgfirðingi og keppti á mótinu fyrir lið…Lesa meira

true

Jafntefli hjá Skagastúlkum

Kvennalið ÍA gerði 2:2 jafntefli gegn Gróttu á útivelli í gær í Lengjubikarnum í fótbolta. Unnur Ýr Haraldsdóttir kom Skagastúlkum yfir strax á 7. mínútu. Grótta jafnaði um miðjan hálfleikinn en rétt fyrir lok hálfleiksins náði Róberta Lilja Ísólfsdóttir forystunni að nýju fyrir Skagastúlkur, en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Grótta og þar við sat.…Lesa meira

true

Skallagrímur lagði Hrunamenn

Skallagrímur sigraði Hrunamenn, 86-68, í 1. deild karla í körfubolta í leik sem spilaður var í Fjósinu á föstudaginn. Skallagrímur setti tóninn strax í fyrsta leikhluta og var fimm stigum yfir þegar leikhlutanum lauk, 21-16. Í öðrum leikhluta héldu heimamenn áfram að auka forskotið og þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik var staðan 42-33…Lesa meira

true

Naumt tap hjá Víkings í spjaldaleik

Víkingur Ólafsvík heimsótti Grindvíkinga í Lengjubikarnum á sunnudag. Víkingur tapaði leiknum naumlega 2:3 þar sem þrjú rauð spjöld fóru á loft. Grindvíkingar komust í 2:0 í fyrri hálfleik með mörkum þeirra Guðmundar Magnússonar og Viktors Guðbergs Haukssonar. Víkingar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og voru búnir að jafna leikinn fyrir miðjan hálfleikinn með…Lesa meira