Íþróttir

true

Enskur framherji til Víkings Ólafsvík

Knattspyrnufélagið Víkingur Ólafsvík hefur samið við tvítugan enskan framherja sem heitir Kareem Isika um að leika með liðinu í sumar. Kareem er framherji og kemur úr akademíu enska C-deildarliðsins Charlton Athletic þar sem hann dvaldi í átta ár. Víkingur bindur miklar vonir við þennan unga leikmann, enda ekki vanþörf á að fá öflugan framherja þar…Lesa meira

true

Öruggur sigur Skagamanna gegn Vestra í Lengjubikar

Skagamenn unnu öruggan 4:1 sigur gegn Vestra frá Ísafirði í Lengjubikarnum í fótbolta. Spilað var í Akraneshöllinni síðastliðið föstudagskvöld. Eftir góða byrjun Skagamanna náði Vestri snöggri skyndisókn á 9. mínútu leiksins og Casper Gandrup Hansen skoraði fallegt mark í fjærhornið og Vestri kominn yfir í leiknum. Skagamenn svöruðu strax og aðeins tveimur mínútum síðar fengu…Lesa meira

true

Jafntefli hjá Kára í Lengjubikarleik

Knattspyrnufélagið Kári á Akranesi gerði 1:1 jafntefli gegn Augnabliki úr Kópavogi í leik sem fram fór í Akraneshöllinni í gær. Káramenn voru hársbreidd frá sigri í leiknum því Augnablik jafnaði leikinn á 89. mínútu. Það var Andri Júlíusson sem kom Káramönnum yfir á 30. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk Augnablik…Lesa meira

true

Toppliðið of stór biti fyrir Snæfell

Topplið Vals var of stór biti fyrir Snæfell þegar liðin mættust í Stykkishólmi í Domino‘s deild kvenna í gær. Bæði lið mættu sterk til leiks og Snæfell náði að halda í við gestina í fyrsta leikhluta, sem lauk með fimm stiga forystu gestanna, 22-27. Leikurinn var hraður og þó gestirnir hafi fljótlega náð yfirhöndinni í…Lesa meira

true

Öruggur sigur Skallagrímskvenna í Fjósinu

Skallagrímskonur unnu örugglega; 80-48, þegar þær fengu Breiðablik í heimsókn í Domino‘s deild kvenna í gær. Skallagrímskonur komu sterkar til leiks og voru komnar sjö stigum yfir fyrir lok í fyrsta leikhluta, 17-10. Lítið gekk upp hjá gestunum og heimakonur héldu áfram að skilja sig frá þeim. Þegar sex mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta…Lesa meira

true

Snæfell hætt við þátttöku í Lengjubikarnum

Snæfell hefur hætt við þátttöku í Lengjubikar karla í knattspyrnu, en fyrsti leikur liðsins átti að fara fram um næstu helgi. Liðið hafði verið bókað í C-deild riðils 6 í bikarnum ásamt Ísbirninum, KB, Kormáki/Hvöt og Létti. Úlfarnir koma úr C-deild riðli 2 og taka sæti Snæfells í riðli 6.Lesa meira

true

Sverrir Þór er Akranesmeistari í pílukasti

Akranesmeistaramóti Pílufélags Akraness lauk síðastliðinn fimmtudag þegar úrslitaviðureignin fór fram í pílusalnum í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. Þar áttust við í æsispennandi leik þeir Sverrir Þór Guðmundsson og Trausti Jónsson. Spilaðir voru sjö leggir og réðust úrslitin í þeim síðasta sem Sverrir Þór vann með góðu útskoti. Pílufélagið á Akranesi er ungt en hefur vaxið…Lesa meira

true

Tap hjá Víkingi í Lengjubikarleik

Víkingur Ólafsvík tapaði gegn Íslandsmeistum Vals 0:3 í Lengjubikarnum í gær. Leikurinn fór fram á Hlíðarenda og skoruðu þeir Kaj Leo i Bratalstovu, Sigurður Egill Lárusson og Patrick Pedersen mörk Valsmanna. Valsmenn eru efstir í sínum riðli með fullt hús stiga en Víkingar neðstir án stiga. Næsti leikur Víkings er gegn Grindavík suður með sjó,…Lesa meira

true

Svekkjandi tap hjá Skallagrímskonum

Skallagrímur varð að sætta sig við naumt tap í spennuleik gegn Keflvíkingum í Domino‘s deild kvenna í körfubolta í gær; 67-71. Liðin mættust í Borgarnesi og bæði mættu sterk til leiks. Eftir jafnan fyrsta leikhluta voru heimakonur fjórum stigum yfir, 19-15. Skallagrímskonur héldu áfram á sömu braut í öðrum leikhluta og leikurinn var í þeirra…Lesa meira

true

Góður sigur Borgnesinga í Hveragerði

Skallagrímur vann Hamar með tveimur stigum þegar liðin mættust í Hveragerði í 1. deild karla í körfubolta á föstudaginn. Heimamenn voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en Skallagrímsmenn hleyptu þeim ekki lengt frá sér. Þegar gengið var til klefa í hálfleik var staðan 52-46 fyrir Hamarsmönnum. Lítið markvert gerðist í þriðja leikhluta, heimamenn héldu áfram…Lesa meira