Íþróttir

true

Góður sigur hjá Skallagrími

Skallagrímur úr Borgarnesi gerði góða ferð á Bessastaðavöll á Álftanesi þegar þeir sigruðu Álftanes 4:2 í C-deild Lengjubikarsins í fótbolta á laugardaginn í sínum fyrsta leik í keppninni. Skallagrímur lenti undir í leiknum en tvö mörk frá Sigurjóni Ara Guðmundssyni og eitt frá Óttari Bergmanni Kristinssyni kom gestunum í 3:1. Álftnesingar minnkuðu muninn en Arnar…Lesa meira

true

Skagakonur byrjuðu vel í Lengjubikarnum

Kvennalið ÍA í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik í B deild Lengjubikarsins á föstudagskvöldið þegar liðið mætti stöllum sínum úr Grindavík. Leiknum, sem fram fór í Akraneshöllinni, lauk með 3:1 sigri Skagakvenna. Heimaliðið skoraði öll mörk sín í fyrri hálfleik og leiddi því 3:0 í hálfleik með mörkum þeirra Lilju Bjargar Ólafsdóttur, Evu Maríu Jónsdóttur…Lesa meira

true

Lagt til á ársþingi KSÍ að fjölga leikjum í úrvalsdeild í fótbolta

Á morgun mun ársþing Knattspyrnusambands Íslands taka til umfjöllunar og afgreiðslu fjórar tillögur sem snúa að breytingum á lögum KSÍ. Hver um sig munu þessar tillögur, verði þær samþykktar, leiða af sér breytingar á fyrirkomulagi keppni í efstu deild karla. Ein tillagan gerir einnig ráð fyrir breytingu á keppni í 1. deild karla. Knattspyrnufélag ÍA…Lesa meira

true

Mikil spenna í hnífjöfnum Vesturlandsslag

Snæfell tók á móti Skallagrími í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Því miður var ekki hægt að selja nema 36 miða á leikinn eins og til stóð, en ástæðan var sú að reglugerð í kjölfar rýmkaðra samkomutakmarkana á íþróttaleiki var ekki tilbúin. Viðureignir þessara nágranna á Vesturlandi eru ávalt þrungnar mikilli spennu og…Lesa meira

true

Vesturlandsliðin mætast í kvöld

Í kvöld verður Vesturlandsslagur í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik þegar Snæfell og Skallagrímur mætast í Stykkishólmi. Viðureignir þessara liða eru oftar en ekki æsispennandi og ekki við öðru að búast en að svo verði einnig í kvöld. Liðin mættust síðast í Borgarnesi í janúar þar sem Skallagrímur hafði betur og sigraði með fimm stigum.…Lesa meira

true

Púttarar í Borgarbyggð bruna nú á æfingar á Akranes

Pútthópur eldri borgara í Borgarbyggð, undir forystu Ingimundar Ingimundarsonar, varð skyndilega húsnæðislaus, þegar loka þurfti púttvellinum í Brákarey 13. febrúar síðastliðinn. Ingimundur segir að slíkt slái áhugasama golfara ekki út af laginu. „Við sömdum við Golfklúbbinn Leyni um að fá æfingaaðstöðu í húsi þeirra á Garðavöllum á Akranesi einu sinni í viku. Við mætum þar…Lesa meira

true

Búið að opna golfæfingaaðstöðu á Hellissandi

Golfklúbburinn Jökull stóð nýverið fyrir opnu húsi. Tilefnið var að kynna og opna formlega innanhússaðstöðu klúbbsins á Hellissandi. Að sögn Jóns Bjarka Jónatanssonar formanns klúbbsins var áætlað að opna í október á síðasta ári en því varð að fresta sökum sóttvarnaráðstafanna. Nú þegar búið er að slaka aðeins á var hægt að gera þetta. Í…Lesa meira

true

Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum rúllar af stað á föstudaginn

Vesturlandsdeildinni hestaíþróttum hefst næstkomandi föstudag í Faxaborg í Borgarnesi með keppni í fjórgangi klukkan 19:00. Mótið varð endasleppt í fyrra vegna Covid-19, en þá var einmitt keppt í fjórgangi, áður en stöðva varð mótið vegna sóttvarnareglna. Áhorfendum gefst ekki kostur á að fylgjast með mótinu í Faxaborg í Borgarnesi að þessu sinni, en því verður…Lesa meira

true

Tap hjá Víkingi Ólafsvík gegn KA

Karlalið Víkings Ólafsvík lék sinn annan leik í Lengjubikarnum í Akraneshöllinni á laugardaginn, nú gegn KA. Víkingar töpuðu stórt fyrir úrvalsdeildarliðinu, með fimm mörkum gegn engu.  Staðan í hálfleik var 0:1 með marki Nökkva Þeys Þórissonar. En í upphafi síðari hálfleiks bætti Ásgeir Sigurgeirsson öðru marki við. Eftir um klukkutíma leik varð Alex Bergmann Arnarsson…Lesa meira

true

Góður sigur Borgnesinga á föstudaginn

Skallagrímur hafði betur gegn Fjölni þegar liðin mættust í Fjósinu í 1. deild karla í körfubolta á föstudaginn. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en rétt áður en fyrsti leikhluti kláraðist náðu Fjölnismenn fjögurra stiga forystu, 17-13. Í byrjun annars leikhluta komst Fjölnir níu stigum yfir en þá ýttu Borgneingar á bensíngjöfina og gáfu…Lesa meira