Íþróttir

true

Víkingur Ólafsvík fær Hlyn og Mikael lánaða frá ÍA

Knattspyrnumennirnir Mikael Hrafn Helgason og Hlynur Sævar Jónsson hafa verið lánaðir til Víkings í Ólafsvík frá ÍA. Mikael Hrafn er fæddur 2001 og hefur ekki enn spilað með meistaraflokksliði ÍA. Áður lék hann með Kára og Skallagrími í Borgarnesi. Hlynur Sævar er fæddur árið 1999 og lék 16 leiki með meistaraflokki ÍA í fyrra og…Lesa meira

true

Elias Tamburini til liðs við Skagamenn

Finnski vinstri bakvörðurinn Elias Tamburini gekk nýlega til liðs við Skagamenn frá Grindavík. Elias sem er 25 ára gamall hefur leikið 54 leiki á Íslandi síðustu þrjú tímabil með Grindvíkingum áður en hann gekk til liðs við Skagamenn. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari Skagamanna segist í samtali við Skessuhorn vera ánægður með það að fá Elias…Lesa meira

true

Skagamenn léku til úrslita í fótbolta.net mótinu

Skagamenn töpuðu 1:5 gegn Breiðabliki í úrslitaleik fótbolta.net æfingamótinu síðastliðið föstudagskvöld. Leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Það var Ingi Þór Sigurðsson sem skoraði mark Skagamanna í leiknum. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir með þriggja marka forystu eftir um 15 mínútna leik, og leiddu 4:0 í hálfleik. Leikurinn var síðan mun jafnari…Lesa meira

true

Grikkland of stór biti fyrir íslensku stelpurnar

Grikkland reyndist númeri of stórt fyrir íslenska kvennalandsliðið í körfubolta þegar liðin mættust í A riðli í undankeppni EM í gær. Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn af miklum krafti og hleyptu Grikkjum ekki langt framúr í upphafi leiks. Í lok fyrsta leikhluta voru Grikkir með fimm stiga forystu, 17-22. Í öðrum leikhluta var staðan svipuð, Grikkir…Lesa meira

true

Kristín stigahæsti keppandinn á Reykjavíkurleikunum

Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona sigraði í kvennaflokki í klassískum kraftlyftingum á Reykjavíkurleikunum sem fram fóru um helgina. Keppni fór fram í Sporthúsinu í Kópavogi en var að þessu sinni innanlandsmót en erlendir keppendur urðu að hætta við þátttöku vegna Covid-19. Kristín náði góðum árangri á mótinu og varð stigahæsti keppandi mótsins. Átta af níu lyftum hennar…Lesa meira

true

Skallagrímsmenn töpuðu báðum leikjum vikunnar

Nóg var að gera hjá Skallagrímsmönnum um helgina en liðið mætti Sindra á föstudaginn og Vestra í gær í 1. deild karla í körfubolta. Skallagrímur tapaði stórt, 92-64, þegar liðið sóttir Sindra á heim á Höfn. Borgnesingar eltu heimamenn allan leikinn og strax eftir fimm mínútur skildu leiðir þegar heimamenn voru komnir sex stigum yfir,…Lesa meira

true

Keppt verður um VÍS bikarinn í körfunni

VÍS er nýr bakhjarl Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ). „Þrátt fyrir óvissu vegna alheimsfaraldursins er það gleðiefni að framundan sé bikarkeppni KKÍ en þá verður barist um VÍS bikarinn. Því er ljóst að körfuboltinn verður rauðari en hann hefur nokkurn tímann verið,“ segir í tilkynningu frá KKÍ og VÍS.Lesa meira

true

Öruggur sigur Skallagríms

Karlalið Skallagríms í 1. deild körfuboltans sigraði Selfoss örugglega með 88 stigum gegn 64 þegar liðin mættust í Borgarnesi í gær. Liðin byrjuðu bæði vel en um miðjan fyrsta leikhluta náðu Skallagrímsmenn að sigla fram úr gestunum og voru ellefu stigum yfir í lok leikhlutans, 27-16. Lítið markvert gerðist í öðrum leikhluta og Skallagrímsmenn héldu…Lesa meira

true

Fótboltamót í frosti og roki

Stelpurnar í 5. flokki Snæfellsnessamstarfsins í knattspyrnu létu rok og kulda ekki á sig fá sunnudaginn 24. janúar síðastliðinn. Þann dag hófu þær keppni í Faxaflóamótinu þetta árið með heimaleik sem spilaður var á Ólafsvíkurvelli. Stelpurnar spila í D-riðli A-liða og tóku á móti HK-2. Stóðu heimastúlkur sig vel og sigruðu 5 – 1 í…Lesa meira

true

Naumt tap Skallagríms á Flúðum

Skallagrímur tapaði með tveimur stigum þegar liðið mætti Hrunamönnum á Flúðum í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudaginn. Heimamenn komu sterkari til leiks og byrjuðu fyrsta leikhluta af meiri kraftir en gestirnir. Þá tók þjálfari Skallagríms leikhlé sem virtist kveikja á liðinu og Skallagrímur náði að jafna áður en leikhlutinn kláraðist og staðan 23-23…Lesa meira