Íþróttir

true

Snæfell dregur sig úr keppni í 4. deild

Knattspyrnulið Snæfells, sem ætlaði að taka þátt í A-riðli 4. deildar karla, hefur skráð sig úr keppni á Íslandsmótinu. Erfiðlega hefur gengið að manna liðið í Stykkishólmi og er helsta ástæðan sú að annað lið af Snæfellsnesi, Reynir Hellissandi, tekur þátt í fyrsta skipti í sumar í fjórðu deildinni og hafa margir leikmenn Snæfells gengið…Lesa meira

true

140 keppendur tóku þátt í stærsta enduromóti síðari ára

Um liðna helgi hélt Enduro Fyrir Alla sína fyrstu keppni sumarsins. Fór hún fram í Syðra-Langholti í Hreppum. Metþátttaka var á mótinu en hátt í 140 keppendur voru skráðir til leiks. Keppt er í brautarakstri og var brautin í ár hátt í ellefu kílómetrar. Keppnin reynir á hæfni og þol keppenda og voru flestir keppendur…Lesa meira

true

Snæfellsstúlkur sigruðu í framlengdum leik

Snæfell endaði tímabilið á góðum sigri gegn Breiðabliki í framlengdum leik í Stykkishólmi í lokaumferð Domino’s deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn. Leikurinn spilaðist jafnt alveg til lokaleikhluta sem endaði í jafntefli, 70-70, og fór því leikurinn í framlengingu. Liðin héldu uppteknum hætti í framlengingunni og skiptust á körfum, hægri – vinstri. Það var ekki…Lesa meira

true

Skallagrímsmenn töpuðu fyrsta leiknum í úrslitakeppninni

Skallagrímsmenn þurftu að sætta sig við tap gegn Álftanesi í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum 1. deildar karla í körfuknattleik. Liðin áttust við á Álftanesi síðastliðinn föstudag. Heimamenn voru sterkari aðilinn í upphafi leiks og leiddu með fimm stigum eftir fyrsta fjórðung. Álftnesingar juku forskot sitt enn frekar í öðrum leikhluta og leiddu með…Lesa meira

true

Skallagrímsstúlkur komnar í sumarfrí

Skallagrímur tók á móti Fjölni í síðustu umferð Domino’s deildar kvenna í körfuknattleik á laugardaginn og þurftu heimastúlkur að sætta sig við 19 stiga tap. Fjölnir, sem hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni, reyndist sterkara liðið og var ávallt skrefinu á undan Skallagrími. Gestirnir úr Grafarvoginum enduðu fyrri hálfleikinn sterkt og náðu að skora…Lesa meira

true

Sanngjarnt jöfnunarmark Skagamanna í blálokin

Skagamenn tóku í gærkvöldi á móti Víkingi Reykjavík í fyrsta heimaleik sínum á tímabilinu í Pepsí Max deildinni. Miðað við gang leiksins þá var það sanngjarnt að Skagamenn náðu að jafna þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson skoraði úr vítaspyrnu á 89. mínútu með föstu skoti í vinstra hornið. En vítaspyrnan var dæmd á Kára Árnason varnarmann…Lesa meira

true

Tap hjá Kára í fyrsta leik

Knattspyrnufélagið Kári byrjaði ekki vel í fyrsta leik sínum á Íslandsmótinu í 2. deild, þegar þeir mættu KF í Akraneshöllinni í gær. Þeir máttu sætta sig við tap 2:3. En það hafði vissulega áhrif að Andra Júlíussyni var vísað af leikvelli á 69. mínútu með sitt annað gula spjald í leiknum fyrir litlar sakir í…Lesa meira

true

Naumt tap Skagans í Lengjudeild kvenna

Meistaraflokkur ÍA spilaði sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni í gærkveldi þegar þær mættu Gróttu á Seltjarnarnesi. Skagastúlkur byrjuðu leikinn vel og á 17. mínútu skoraði Védís Agla Reynisdóttir fyrsta mark leiksins. ÍA hefði getað bætt við fleiri mörkum í fyrri hálfleik en mistókst það og staðan í hálfleik 0-1. Gróttustúlkur mættu ákveðnar til leiks í…Lesa meira

true

Martraðarbyrjun Ólsara

Víkingur Ólafsvík byrjaði ekki vel í fyrsta leik sínum gegn Fram í Lengjudeildinni í Safamýrinni í gærkveldi. Skagamaðurinn Albert Hafsteinsson skoraði mark úr víti á fyrstu mínútu leiksins og lagði svo upp þau tvö næstu fyrir þá Tryggva Snæ Geirsson og Fred Saraiva og staðan orðin 3-0 fyrir Framara eftir einungis fimm mínútna leik. Fljótlega…Lesa meira

true

Heil umferð í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í kvöld

Fyrsta umferð Lengjudeildar kvenna hefst í kvöld með fimm leikjum. Á Vivaldi vellinum úti á Seltjarnarnesi mætast Grótta og ÍA og hefst leikurinn kl. 19.15. Skessuhorn heyrði í Aroni Ými Péturssyni, sem er í þjálfarateymi Skagamanna, og segir hann að Lengjudeildin sé alltaf að verða sterkari og sterkari og bilið milli liða að jafnast út.…Lesa meira