Íþróttir

true

Fyrsti leikur Víkings Ó í kvöld

Víkingur Ólafsvík spilar fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í knattspyrnu karla í kvöld. Mótherjar þeirra eru Fram úr Reykjavík og hefst leikurinn kl. 19.15 á Framvelli í Safamýrinni. Víkingur mætir til leiks með nýjan þjálfara í brúnni, Gunnar Einarsson, og sagði hann í viðtali við Skessuhorn sem kom út í gær að Ólafsvík væri lítið…Lesa meira

true

RÚV sýnir bikarkeppni í knattspyrnu frá sumrinu 2022

Knattspyrnusamband Íslands hefur gert samning við RÚV um útsendingarétt frá bikarkeppni KSÍ frá árinu 2022 til og með 2026. Nú er Stöð2 Sport með sýningarréttinn. „KSÍ og Íslenskur toppfótboli, ÍTF, óskuðu í síðasta mánuði eftir tilboðum í útsendingaréttindi tveggja efstu deilda Íslandsmóts karla og kvenna sem og Bikarkeppni beggja kynja. Fjölmargir aðilar, innlendir og erlendir,…Lesa meira

true

Skallagrímskonur töpuðu í Kópavoginum

Lánlausar Skallagrímsstúlkur þurftu að sætta sig við þriðja tapleikinn í röð þegar þær heimsóttu Breiðablik í Smáranum í Kópavogi í næstsíðustu umferð Domino’s deildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Jafnt var með liðunum stóran hluta leiksins en það var ekki fyrr en í loka leikhluta að leiðir tóku að skilja. Heimastúlkur voru hreinlega hungraðari fyrir…Lesa meira

true

Úrslitakeppni fyrstu deildar í körfu hefst á morgun

Úrslitakeppni fyrstu deildar karla í körfuknattleik hefst á morgun, föstudag. Deildarkeppnin kláraðist í vikunni þar sem Breiðablik tryggði sér efsta sætið og farseðil beinustu leið í úrvalsdeildina. Kópavogsliðið getur því farið í langþráð sumarfrí. Aftur á móti fá hin liðin í deildinni að berjast um hinn farseðilinn upp í efstu deild en tvö lið fara…Lesa meira

true

Valur deildarmeistari í Domino’s deild kvenna

Valsstúlkur tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í gær þegar þær unnu sannfærandi sigur á Snæfelli þegar liðin áttust við í 20. umferð Domino’s deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn fór fram á Hlíðarenda í gærkvöldi. Heimakonur tóku fljótt yfirhöndina í leiknum og komu sér snemma í vænlega stöðu. Liðið leiddi með níu stigum eftir fyrsta fjórðung og áttu…Lesa meira

true

Breiðablik fær bikar í kvöld eftir leik við Skallagrím

Karlalið Breiðabliks tryggði sér sigur í 1. deild karla í körfubolta eftir leik sem spilaður var á föstudaginn – þar með sæti í Domino’s deild karla á næstu leiktíð. Breiðablik leikur gegn Skallagrími í lokaumferð 1. deildar karla kl. 19:15 í kvöld, en eftir leikinn munu Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Guðbjörg Norðfjörð 1.…Lesa meira

true

Skagastúlkur á verðlaunapalli í klifri

Klifurfélag ÍA átti góðan dag á öðru Íslandsmeistaramóti ársins í klifri sem fram fór á sunnudag í Klifurhúsinu í Reykjavík. Níu klifrarar tóku þátt í B og C flokki og skilaði það þremur flottum medalíum í hús fyrir ÍA. Í B flokki kvenna landaði Sylvía Þórðardóttir langþráðum sigri með frábærri frammistöðu. Sylvía toppaði allar átta…Lesa meira

true

Sigur Skallagrímsmanna í Fjósinu

Skallagrímur vann góðan sigur á Álftanesi þegar liðin mættust í Fjósinu í Borgarnesi föstudaginn var í 16. umferð 1. deildar karla í körfuknattleik. Jafnt var með liðum í fyrsta fjórðungi. Það var ekki fyrr en í öðrum leikhluta sem Álftanes náði að slíta sig frá heimamönnum sem voru þó aldrei langt undan. Leiddu Álftnesingar með…Lesa meira

true

Þristum rigndi í Fjósinu í Vesturlandsslagnum

Snæfellskonur sigruðu Vesturlandsslaginn nokkuð sannfærandi þegar þær sóttu Skallagrímskonur heim í gær í 19. umferð Domino’s deildar kvenna í körfuknattleik. Leikurinn var jafn framan af eða þar til um miðbik annars leikhluta en þá fóru gestirnir að bæta í og komust í stöðuna 40-29 þegar flautað var til hálfleiks. Snæfell hélt uppteknum hætti í þriðja…Lesa meira

true

Þrenna hjá Andra í stórsigri Kára í Vesturlandsslagnum

Andri Júlíusson framherji Knattspyrnufélags Kára skoraði þrennu fyrir lið sitt í 5:1 sigri á Skallagrími í Mjólkurbikarleik sem fram fór í Akraneshöllinni í gær. Andri skoraði fyrsta mark leiksins strax á sjöundu mínútu með marki úr vítaspyrnu. Fimm mínútum síðar bætti hann öðru marki við. En Skallagrímsmenn náðu að minnka muninn á 25. mínútu með…Lesa meira