Íþróttir

true

Ólafsvíkingar öruggir

Sæti Víkings Ó. í 1. deild karla í knattspyrnu er tryggt, þrátt fyrir 1-3 tap gegn Leikni R. þegar liðin mættust í Ólafsvík á laugardag. Úrslit annarra leikja voru Ólafsvíkingum hagfelld og liðin fyrir neðan geta ekki náð þeim þrátt fyrir að tveir leikir séu eftir í mótinu. Leikurinn gegn Leikni fór nokkuð fjörlega af…Lesa meira

true

Fengu skell á heimavelli

Skagamenn lágu gegn FH þegar liðin mættust í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær. Leikið var á Akranesvelli og skoruðu FH-ingar fjögur mörk gegn engu. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en eftir því sem líða tók á fyrri hálfleikinn sóttu FH-ingar í sig veðrið. Þeir komust yfir á 34. mínútu þegar…Lesa meira

true

ÍA mætir Þór Þ. en Borgnesingar bíða

Dregið var í 32 liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik í höfuðstöðvum Körfuknattleikssambands Íslands á fimmtudagsmorgun. Aðeins 25 lið voru skráð til leiks að þessu sinni og því eru sjö lið sem sitja hjá í fyrstu umferð. Tvö Vesturlandslið voru í pottinum að þessu sinni; ÍA og Skallagrímur. Drátturinn fór á þá leið að Skagamenn…Lesa meira

true

Tap í fyrsta heimaleiknum

Snæfellskonur máttu sætta sig við tap gegn Haukum, 59-67, þegar liðin mættust í Domino’s deild kvenna í körfuknattleik. Leikið var í Stykkishólmi í gærkvöldi og var þetta fyrsti heimaleikur Snæfellskvenna í vetur. Stykkishólmsliðið er enn nokkuð þunnskipað eftir að Covid-19 smit kom upp í bænum og nokkrum leikmönnum var gert að sæta sóttkví. Snæfellskonur voru…Lesa meira

true

„Karfan á Akranesi í jöfnum og góðum vexti“

„Við erum bara spenntir fyrir vetrinum,“ segir Jón Þór Þórðarson, formaður Körfuknattleiksfélags ÍA, í samtali við Skessuhorn. „Við erum í fyrsta lagi ánægðir að geta verið að spila og munum halda áfram í því sem við erum búnir að gera, að byggja upp allt starf körfuknattleiksfélagsins,“ segir formaðurinn. Skagamenn leika fyrsta leik vetrarins á sunnudaginn,…Lesa meira

true

„Ég fer með þetta lið í úrvalsdeild“

Skallagrímur hefur leik í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld, 2. október, þegar liðið mætir Fjölni á útivelli. Ungt og efnilegt lið Borgnesinga spilaði prýðilega síðasta vetur. Ef til vill var reynslusleysi helsti galli liðsins, sem átti oft erfitt með að sækja sigur í leikjum sem voru jafnir fram á lokamínúturnar. Þegar keppni var…Lesa meira

true

Öll mörkin skoruð fyrsta korterið

Ólafsvíkingar máttu játa sig sigraða gegn Grindavík, 3-0, þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið var suður með sjó og leikurinn byrjaði með miklum látum. því öll mörk leiksins litu dagsins ljós fyrsta korterið. Strax á upphafsmínútunni barst boltinn á Odd Inga Bjarnason sem var ekkert að tvínóna við hlutina…Lesa meira

true

Leik Snæfells og Keflavíkur frestað

Mótanefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að fresta leik Snæfells og Keflavíkur sem fyrirhugaður var suður með sjó næstkomandi laugardag, 3. október. Ástæðan er sú að leikmannahópi Keflavíkur hefur verið gert að sæta sóttkví fram yfir settan leikdag. Leiknum hefur ekki verið fundinn nýr leiktími og ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um næstu leiki Keflavíkurliðsins…Lesa meira

true

Skagakonur öruggar

Skagakonur tryggðu áframhaldandi veru sína í 1. deild kvenna í knattspyrnu þegar þær lögðu Fjölni á heimavelli í gærkvöldi, 2-0. Fyrir leikinn sat ÍA í 8. sæti deildarinnar með fimm stiga forskot á Fjölni í efra fallsætinu. Því var um sannkallaðan botnslag að ræða. EFti rsigurinn eru Skagakonur átta stigum fyrir ofan fallið þegar tvær…Lesa meira

true

Markaveisla í Akraneshöllinni

Kári vann góðan sigur á Fjarðabyggð, 5-2, þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið var í Akraneshöllinni. Staðan var jöfn í hálfleik, 2-2, en eftir að gestirnir misstu mann af velli á 58. mínútu tóku Káramenn öll völd í leiknum og sigruðu að lokum með fimm mörkum gegn tveimur. Leikurinn…Lesa meira