Íþróttir

true

Svekkjandi tap hjá Reynismönnum

Reynir Hellissandi tók á móti liði Harðar frá Ísafirði í A riðli 5. deildar karla í knattspyrnu í gær og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn en í þeim seinni fóru hlutirnir að gerast. Carlos Casanovas Ruiz skoraði fyrir Reyni eftir tveggja mínútna leik úr vítaspyrnu og skömmu síðar skoraði Daníel Agnar…Lesa meira

true

Skallagrímur kominn á blað

Tindastóll og Skallagrímur mættust í 4. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn á Sauðárkróksvelli. Skallagrímur hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni en Tindastóll var með einn sigur og eitt tap. Arnar Ólafsson kom heimamönnum yfir eftir hálftíma leik en tíu mínútum síðar náði Maximiliano Cuarniello að jafna metin fyrir gestina.…Lesa meira

true

Skagamenn náðu í sinn fyrsta sigur

Leiknir Reykjavík og ÍA áttust við í miklum rok- og rigningarleik í Lengjudeild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn á Domusnova vellinum í Breiðholti. Skagamenn byrjuðu vel og komust yfir strax á fjórðu mínútu þegar Steinar Þorsteinsson átti stungusendingu inn fyrir vörn Leiknismanna og Gísli Laxdal Unnarsson kláraði færið vel. Í kjölfarið sóttu…Lesa meira

true

ÍR valtaði yfir Víking Ólafsvík

Það er óhætt að segja að leikmenn Víkings Ólafsvík hafi ekki riðið feitum hesti frá viðureign sinni gegn liði ÍR í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið, en leikurinn fór fram í Breiðholtinu. Bæði lið höfðu farið vel af stað í deildinni, voru með sjö stig og þar með enn ósigruð. Heimamenn herjuðu á…Lesa meira

true

Eldri borgarar slitu vetrarstarfinu með glæsibrag

Í vetur hefur verið mikið og skemmtilegt starf í Líkamsræktinni í Grundarfirði þar sem þær Ágústa Einarsdóttir og Rut Rúnarsdóttir halda utan um heilsueflingu 60 plús. Mikill fjöldi hefur sótt æfingar og hreyfingu og er þetta orðið ómissandi hluti af daglegu lífi eldri Grundfirðinga. Fimmtudaginn 25. maí var svo starfinu slitið með íþróttakeppni. Keppt var…Lesa meira

true

Vann til gullverðlauna í keilu

Jóhanna Nína Karlsdóttir úr ÍA gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í A-flokki kvenna á fyrstu Íslandsleikum Special Olympics í keilu, en mótið fór fram í Egilshöll dagana 23. og 24. maí. Keppendur á mótinu voru 36. Þar af voru 33 úr Ösp, tveir úr ÍR auk Jóhönnu Nínu frá ÍA. Jóhanna Nína…Lesa meira

true

Opin gæðingakeppni Harðar og Dreyra

Um síðustu helgi héldu hestamannafélögin Hörður í Mosfellsbæ og Dreyri á Akranesi sameiginlega opna gæðingakeppni. Fór hún fram á glæsilegu félagssvæði Harðar. Skráning var góð miðað við slæma veðurspá en knapar og hestar létu það ekki á sig fá. Á laugardeginum var forkeppni í flokkum riðin auk 100 m flugskeiðs, P2. Á sunnudeginum voru síðan…Lesa meira

true

Skagamenn enn í leit að fyrsta sigrinum

ÍA og Afturelding áttust við í þriðju umferð í Lengjudeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram við frekar erfiðar aðstæður á Akranesvelli. Skagamenn byrjuðu af krafti í leiknum, pressuðu hátt upp völlinn en gekk illa að skapa sér færi í rokinu. Smátt og smátt komust leikmenn Aftureldingar inn í leikinn og þeir komust…Lesa meira

true

Markaleikur hjá Reyni og Álafossi

Reynir Hellissandi og Álafoss úr Mosfellsbæ áttust við í A riðli 5. deildar karla í knattspyrnu í gær og var leikurinn á Ólafsvíkurvelli. Það er óhætt að segja að það hafi fossað inn mörkum fyrsta klukkutímann því þá var staðan 0-4 fyrir Álafossi og Alexander Aron Davorsson kominn með þrennu fyrir gestina. Aron Gauti Kristjánsson…Lesa meira

true

Skallagrímur tapaði fyrir KFK í rokinu

Skallagrímur lék sinn fyrsta heimaleik í sumar á föstudagskvöldið í 4. deild karla í knattspyrnu þegar liðið tók á móti liði KFK á Skallagrímsvelli. Gestirnir úr Kópavogi byrjuðu betur í leiknum og komust yfir á 23. mínútu þegar Andri Jónasson skoraði fyrsta mark leiksins. Fimm mínútum síðar varð Hlöðver Már Pétursson leikmaður Skallagríms fyrir því…Lesa meira