Íþróttir

true

Kári tapaði fyrir Víði í spjaldaleik

Kári og Víðir Garði mættust á laugardaginn í 3. deild karla í knattspyrnu og var leikurinn í Akraneshöllinni. Gestirnir komust yfir eftir tæpan hálftíma leik þegar þeir fengu sitt fyrsta færi í leiknum. Daniel Fidalgo skallaði þá boltann í netið af stuttu færi eftir misheppnaðan skalla samherja hans sem endaði á kollinum á Daniel. Undir…Lesa meira

true

Gott gengi lyftingafólks í Kraftlyftingafélagi Akraness

Lyftingafólk úr Kraftlyftingafélagi Akraness hefur á nýliðnum mótum krækt sér í nokkra Íslandsmeistaratitla. Frá því er greint á FB síðu félagsins að í apríl tók Halla Rún Friðriksdóttir þátt í Íslandsmeistaramótinu í klassískri bekkpressu og sigraði þar í -84 kg flokki kvenna í Master 2 og setti einnig tvö Íslandsmet í flokknum. Hennar lyftur voru…Lesa meira

true

Víkingur vann góðan sigur á Völsungi

Víkingur Ólafsvík tók á móti liði Völsungs í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á gervigrasvellinum í Ólafsvík. Heimamenn komust yfir á 22. mínútu með marki frá Anel Crnac en Skagamaðurinn Sigurður Hrannar Þorsteinsson jafnaði metin fyrir gestina undir lok fyrri hálfleiks og staðan 1-1. Fyrirliðinn Arnór Siggeirsson kom Víkingi aftur…Lesa meira

true

Tók þátt í einu sterkasta sundmóti Evrópu

Einar Margeir Ágústsson frá Sundfélagi Akraness keppti með A-landslið Íslands á Mare Norstrum mótaröðinni sem fram fór í Barcelona dagana 17-18. maí sl. Þar stóð hann sig með ágætum. Ísland sendi sjö fulltrúa á mótið sem er eitt af sterkustu mótum sem haldið er í Evrópu. Þar tóku þátt sundmenn frá 46 löndum og öllum…Lesa meira

true

Keith Jordan Jr. og Cheah Rael valin bestu erlendu leikmenn ársins

Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, stóð fyrir árlegri verðlaunahátíð sinni fyrir úrvals- og fyrstu deildir í karla- og kvennaflokki eftir hádegi í dag. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína á tímabilinu. Í fyrstu deild karla var Dúi Þór Jónsson úr Álftanesi kosinn leikmaður ársins, Keith Jordan Jr. úr Skallagrími besti erlendi leikmaðurinn og…Lesa meira

true

Frábær árangur UMFG í Neskaupstað

Helgina 12. til 14. maí lögðu kátir krakkar land undir fót og fóru akandi alla leið í Neskaupstað frá Grundarfirði. Eftir rúmlega ellefu tíma rútuferð var komið til Norðfjarðar á föstudagskvöldi. Daginn eftir hófst seinni hluti Íslandsmótsins í blaki 10 til 14 ára. Alls voru 14 krakkar, tveir fararstjórar og einn þjálfari ásamt bílstjóra sem…Lesa meira

true

Kepptu með unglingalandsliðinu í sundi

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og Kristján Magnússon frá Sundfélagi Akraness kepptu með unglingalandsliði Íslands á Taastrup Open í Danmörku um liðna helgi. Bæði unnu þau til bronsverðlauna í 50 metra skriðsundi á mótinu og í 50m bringusundi hafnaði Kristján í þriðja sæti og fékk bronsverðlaun. Þau voru einnig hluti af blandaðri boðsundssveit sem vann til bronsverðlauna…Lesa meira

true

Tvö rauð spjöld í leik ÍH og Kára

ÍH og Kári léku á laugardaginn í 3. deild karla í knattspyrnu og var leikurinn innan dyra í knattspyrnuhöllinni Skessunni í Hafnarfirði. Kári komst yfir strax á annarri mínútu þegar Nikulás Ísar Bjarkason skoraði fyrir gestina. Káramenn voru mun betri í fyrri hálfleik og óheppnir að bæta ekki við öðru marki. Undir lok fyrri hálfleiks…Lesa meira

true

Jafntefli hjá Skagakonum á móti Haukum

ÍA og Haukar áttust við í 2. deild kvenna í knattspyrnu á föstudagskvöldið og var leikurinn í Akraneshöllinni. Heimakonur komust yfir á 13. mínútu þegar Sunna Rán Sigurðardóttir átti skot í þverslá Hauka, framherjinn Samira Suleman fylgdi eftir skotinu og kom ÍA í 1-0 forystu. Tíu mínútum fyrir hálfleik jafnaði Viktoría Jóhannsdóttir metin fyrir gestina…Lesa meira

true

Yngsta sundfólkið tók þátt í fjölmennu móti

Landsbankamót ÍRB í sundi fór fram í Keflavík um helgina. 26 sundmenn frá Sundfélagi Akraness á aldrinum 8-15 ára tóku þátt í fjölmennu móti sem alls 429 tóku þátt í. Á föstudaginn voru það 8 ára sundmenn sem stungu sér til sunds í fyrsta skipti á sundmóti í 25 metra laug. Þau stóðu sig mjög…Lesa meira