Íþróttir

true

Nýir leikmenn í herbúðir ÍA

Knattspyrnufélag ÍA hefur samið við fjóra nýja leikmenn fyrir komandi tímabil og endurnýjað aðra. Árni Salvar Heimisson er fæddur árið 2003 og hefur hann samið við félagið til lok árs 2022. Hann hefur spilað einn leik í Pepsi Max deildinni og kemur hann inn í liðið í gegnum uppeldisstefnu félagsins. Júlíus Emil Baldursson er fæddur…Lesa meira

true

Taka þátt í undankeppni EM án viðunandi undirbúnings

Kvennalandslið Íslands í körfubolta heldur til Heraklion í Grikklandi á sunnudaginn og keppir í næstu viku tvo leiki í undankeppni EM. Liðið tekur þátt í mótinu, en þrátt fyrir mótmæli KKÍ undanfarnar vikur og fleiri þjóða undanfarna daga, ákvað FIBA að halda sig við að láta leikina fara fram. Hér á landi hefur verið æfingabann…Lesa meira

true

Keppni hætt í fótboltanum

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands samþykkti á fundi sínum á föstudaginn að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020. Sú ákvörðun er í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Ákvörðunin tekur strax gildi. Íslenska deildin er sú eina í Evrópu sem…Lesa meira

true

Loka ber öllum golfvöllum landsins

Tilkynnt var á föstudaginn um hertar aðgerðir í sóttvörnum til 17. nóvember. Í þeim felst meðal annars að allar æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. Viðbragðshópur Golfsambands Íslands óskaði eftir nánari útskýringum á því hvort 6. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar eigi við um golfiðkun. Að mati viðbragðshópsins þótti ekki nægur samhljómur á milli þess…Lesa meira

true

Fresta leikjum í Dominosdeild kvenna

Tveimur körfuboltaleikjum í Dominosdeild kvenna, þar sem Vesturlandsliðin koma við sögu, hefur nú verið frestað. Annars vegar átti Skallagrímur að taka á móti Keflavík á laugardaginn í Borgarnesi, en hins vegar stóð til að Keflavík tæki á móti Snæfelli fimmtudaginn 5. nóvember. Framundan eru hertar sóttvarnaraðgerðir og því ákvað KKÍ frestun þessara leikja.Lesa meira

true

Sigrún Sjöfn í landsliðshópnum

Skallagrímskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur verið valin í landslið kvenna sem tekur þátt í undankeppni EM á næstunni. Ísland leikur í A-riðli undankeppninnar sem spilaður verður í Heraklion á eyjunni Krít á Grikklandi 8.-15. nóvember næskomandi. Sigrún Sjöfn er reynslumesta landsliðskonan í hópnum og á að baki 53 landsleiki. Íslenska liðið flýgur út laugardaginn 7.…Lesa meira

true

Keppni verður haldið áfram í deildakeppni meistaraflokka KSÍ

Stjórn KSÍ fundaði í gær og í dag, þriðjudaginn 20. október, um stöðu Íslandsmóta í knattspyrnu og bikarkeppni karla og kvenna vegna takmarkana og banns við æfingum og keppni samkvæmt bráðabirgðaákvæði reglugerðar heilbrigðisráðuneytis. Á fundinum var ákveðið að mótum meistaraflokka verði haldið áfram í öllum deildum að því tilskyldu að takmarkanir á æfingum og keppni…Lesa meira

true

Viðurkenningar veittar í yngri flokkum ÍA

Lokahóf yngri flokka Knattspyrnufélags ÍA var haldið með óhefðbundnu sniði þetta árið. Þeim iðkendum sem hlutu viðurkenningu var boðið að koma í hátíðarsal ÍA og taka við þeim, en að öðrum kosti voru engin hátíðarhöld eins og venja hefur verið. Leikmenn ársins í 5. flokki karla eru þeir Birkir Samúelsson, Bjarki Berg Reynisson og Hlynur…Lesa meira

true

Gonzalo farinn frá Víkingi

Framherjinn Gonzalo Zamorano hefur kvatt lið Víkings Ó., en hann samdi við liðið öðru sinni fyrir yfirstandandi leiktíð. Fótbolti.net greinir frá. Gonzalo hefur spilað vel með Ólafsvíkingum á árinu, skorað 14 mörk í 22 leikjum í deild og bikar. Útséð er að Víkingur mun leika áfram í næstefstu deild á næsta ári, en liðið situr…Lesa meira

true

Þrjár skrifuðu undir hjá ÍA

Nýlega endurnýjuðu þrjár ungar og efnilegar knattspyrnukonur samninga sína við ÍA. Þetta eru þær Védís Agla Reynisdóttir, Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir og Dagný Halldórsdóttir. Allar eru þær uppaldar hjá Skagaliðinu og allar sömdu þær út keppnistímabilið 2021. Védís Agla er fædd árið 2003 og á að baki 18 leiki með meistaraflokki í 1. deild kvenna. Í…Lesa meira