Íþróttir

true

Skagastúlkur töpuðu gegn Gróttu

ÍA tók á móti Gróttu í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu á Akranesvelli í gærkvöldi. Gróttustúlkur skoruðu fyrsta mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik með marki Signýjar Ylfu Sigurðardóttur og staðan í hálfleik 0-1. Eydís Lilja Eysteinsdóttir bætti við öðru marki fyrir gestina á 61. mínútu eftir slæm mistök markmanns ÍA og Skagastúlkur náðu lítið að…Lesa meira

true

Skagamenn í vondum málum

Skagamenn gerðu ekki góða ferð í Breiðholtið í gærkvöldi þegar þeir mættu Reykjavíkur Leikni í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Sævar Atli Magnússon kom heimamönnum yfir á 19. mínútu og þeir hefðu í raun geta skorað nokkur mörk til viðbótar í fyrri hálfleik en staðan 1-0 í hálfleik. Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍA, var…Lesa meira

true

Reynir H. steinlá fyrir KÁ

Reynir Hellissandi lék gegn toppliði KÁ í C-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á Ólafsvíkurvelli í gær. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik brustu allar flóðgáttir. Hafnarfjarðarpiltar skoruðu þá alls fimm mörk á 45 mínútum, Aron Hólm Júlíusson skoraði tvö mörk og þeir Daði Snær Ingason, Egill Örn Atlason og Ólafur…Lesa meira

true

Kári tapaði gegn Magna

Knattspyrnufélagið Kári, sem á í harðri fallbaráttu í 2. deild karla í knattspyrnu, lék á laugardaginn gegn liði Magna frá Grenivík sem var með fjórum stigum meira en Kári fyrir leikinn og því um svokallaðan sex stiga leik að ræða. Magnamenn komust yfir á 18. mínútu leiksins með marki Guðna Sigþórssonar en aðeins tveimur mínútum…Lesa meira

true

Víkingur Ó ansi nálægt sínum fyrsta sigri

Víkingur lék gegn Grindavík í Lengjudeild karla í knattspyrnu á Ólafsvíkurvelli á föstudagskvöldið. Grindavík tók forystuna eftir um hálftíma leik þegar Sigurður Bjartur Hallsson skoraði úr vítaspyrnu og staðan 0-1 í hálfleik. Harley Willard fékk svo gullið tækifæri til að jafna leikinn fyrir Víking eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik af vítapunktinum en Aron…Lesa meira

true

Jafntefli hjá ÍA gegn Haukum

ÍA tók á móti Haukum í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu á Akranesvelli í gærkvöldi. Fyrir leikinn var búist við jöfnum og spennandi leik og það varð raunin en liðin eru á svipuðum stað í töflunni eða um miðja deild. Leikurinn var baráttuleikur frá fyrstu mínútu og þrátt fyrir blautt gras og smá golu náðu leikmenn…Lesa meira

true

Skallagrími varð hált á svellinu gegn Skautafélaginu

Skallagrímur lék gegn Skautafélagi Reykjavíkur í B-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á Skallagrímsvelli í gærkvöldi. Hrólfur Sveinsson kom Skautafélaginu yfir á 36. mínútu þegar hann skaut að marki og boltinn skrúfaðist í markið. Hrafn Ingi Jóhannsson bætti við öðru marki rétt fyrir leikhlé þegar hann skautaði framhjá varnarmanni Skallagríms og staðan 2-0 í hálfleik…Lesa meira

true

Reynir Hellissandi vann Mídas

Reynismenn léku gegn liði Mídasar í C-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á Víkingsvelli í gærkvöldi. Mídas komst fljótlega yfir í leiknum með skallamarki Guðmundar Jóhanns Arngrímssonar eftir hornspyrnu en Kristinn Magnús Pétursson jafnaði fyrir Reyni á 39. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Atla Má Gunnarssyni innan vítateigs og…Lesa meira

true

Naumt tap Skagamanna gegn Víkingi

Skagamenn léku gegn liði Víkings úr Reykjavík í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu á Víkingsvelli í gærkvöldi. Víkingur sótti meira á Skagamenn í fyrri hálfleik og fengu dauðafæri á 25. mínútu þegar Nikolaj Hansen skallaði boltann yfir nánast á marklínu eftir hornspyrnu. Fyrsta færi Skagamanna kom eftir rúman hálftíma leik þegar Morten Beck komst…Lesa meira

true

Fyrsti sigur Kára í sumar

Knattspyrnufélagið Kári gerði góða ferð á Ásvelli í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar þeir unnu lið Hauka með þremur mörkum gegn tveimur í 2. deild karla í knattspyrnu. Þetta var fyrsti sigur liðsins í sumar sem kom loks í tíundu umferð deildarinnar. Haukar voru meira með boltann í leiknum en Káramenn sem spilaði með fimm manna…Lesa meira