Íþróttir

true

Reynir gerði jafntefli við Björninn

Reynir Hellissandi tók á móti liði Bjarnarins í C-riðli 4. Deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram á iðjagrænum gervigrasvellinum í Ólafsvík. Gestirnir komust yfir á 13. mínútu með marki frá Álftnesingnum með langa nafnið, Ronnarong Wongmahadthai en heimamenn svöruðu því með marki frá Kristni Magnúsi Péturssyni úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma…Lesa meira

true

Leik frestað því smit greindist í leikmannahópi Víkings Ólafsvík

Ákveðið hefur verið að fresta leik Víkings Ó og Fram sem átti að fara fram á Ólafsvíkurvelli í kvöld. Ástæðan er sú að einn leikmaður Víkings hefur greinst með kórónuveiruna og eru allir leikmenn liðsins komnir í sóttkví. Illa hefur gengið hjá Ólsurum í sumar en þeir eru með tvö stig á botni Lengjudeildarinnar, sjö…Lesa meira

true

Skagastúlkur töpuðu gegn Augnabliki

ÍA lék gegn liði Augnabliks í elleftu umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Kópavogsvelli. Augnablik var án sigurs frá því í fyrstu umferð í byrjun maí þegar þær lögðu núverandi topplið deildarinnar KR að velli 2-1 og er það eina tap KR í sumar í deildinni. Augnabliksstúlkur mættu grimmar…Lesa meira

true

Skallagrímur sigraði Stokkseyri

Skallagrímur lék gegn liði Stokkseyrar í B-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Skallarnir komust yfir á 13. mínútu leiksins með marki frá Ísak Jakobi Hafþórssyni og tíu mínútum síðar kom Viktor Már Jónasson þeim í tveggja marka forystu og staðan því 2-0 í hálfleik fyrir…Lesa meira

true

Reynismenn með stórtap gegn Ými

Reynir Hellissandi lék gegn liði Ýmis úr Kópavogi í C-riðli fjórðu deildar karla í knattspyrnu í Kórnum í gær.  Það verður að segjast eins og er að heimamenn voru ekki mjög gestrisnir því Ýmismenn röðuðu inn mörkum í leiknum. Í fyrri hálfleik skoraði Eiður Gauti Sæbjörnsson tvö mörk fyrir Ými og þeir Jón Kristinn Ingason…Lesa meira

true

Keppni eldri borgara í pútti

Eldri borgarar frá Akranesi og Borgarbyggð keppa nú níunda árið í röð í pútti. Hittast liðin þrisvar og gildir árangur sjö bestu hjá hvoru liði hverju sinni. Fyrst hittust liðin á Reykholtsdalsvelli í Nesi 23. júni síðastliðinn. Þar fóru leikar þannig að Borgarbyggð vann með 481 höggi gegn 504. Hlutirnir snérust við á Hamri í…Lesa meira

true

Stórtap hjá Víkingi Ólafsvík gegn Aftureldingu

Víkingur Ó. gerði sér ferð í Mosfellsbæinn í gærkvöldi og lék gegn liði Aftureldingar í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Þetta var þriðji leikur liðsins undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar sem tók nýlega aftur við sem þjálfari en í fyrstu tveimur leikjunum hafði Víkingur tapað naumlega fyrir Gróttu 3-2 og gert 2-2 jafntefli við Grindavík. Þetta byrjaði…Lesa meira

true

Kári tapaði fyrir KV

Kári lék gegn liði KV í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og fór leikurinn fram á KR-velli. Káramönnum hefur ekki gengið vel í sumar og það breyttist ekki í gær því KV komst strax yfir á fjórðu mínútu leiksins með marki frá Kristjáni Páli Jónssyni og voru sterkari aðilinn í leiknum. Eftir um…Lesa meira

true

Mikið fjör á símamóti Breiðabliks

Það var mikið um að vera í Kópavogi um helgina en þar fór fram hið árlega Símamót Breiðabliks í knattspyrnu. Þar öttu þúsundir stúlkna kappi á knattspyrnuvellinum. Snæfellsnessamstarfið sendi m.a. þrjú lið til keppni en keppt var í áttunda, sjöunda, sjötta og fimmta flokki. Snæfellsnes átti lið í sjöunda, sjötta og fimmta flokki og stóðu…Lesa meira

true

Skallagrímur með sigur á KFB

Skallagrímsmenn heimsóttu lið KFB á Álftanesi í B-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Viktor Ingi Jakobsson kom Sköllunum yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni bætti Mario Miguel Pascual öðru marki við fyrir Skallagrím og staðan orðin 0-2. Elvar Freyr Guðnason hleypti smá spennu í leikinn þegar hann skoraði…Lesa meira