Íþróttir

true

Sigraðir í höllinni

Káramenn máttu játa sig sigraða gegn Haukum, 1-2, þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið var í Akraneshöllinni og öll mörk leiksins litu dagsins ljós í fyrri hálfleik. Gestirnir úr Hafnarfirði voru öflugri í upphafi, pressuðu á Káraliðið og stjórnuðu ferðinni í leiknum. Þeir komust yfir á 24. mínútu þegar…Lesa meira

true

Fengu mikinn skell á útivelli

Snæfellingar fengu mikinn skell þegar þeir mættu liði Álafoss í 4. deild karla í knattspyrnu í gær. Leikið var í Mosfellsbæ og áður en yfir lauk þurftu Snæfellingar að sækja knöttinn tíu sinnum í eigið net, en komu honum einu sinni í mark heimamanna. Leikurinn fór af stað með miklum látum. Ægir Örn Snorrason skoraði…Lesa meira

true

Mikilvægur sigur Kára

Kári vann mikilvægan sigur á ÍR, 1-2, þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu í gær. Leikið var í Breiðholtinu í Reykjavík. Eftir markalausan fyrri hálfleik dró til tíðinda á 55. mínútu, þegar Má Viðarssyni var vikið af velli með rautt spjald. ÍR-ingar máttu því sætta sig við að leika manni færri það…Lesa meira

true

Veik von um sæti í úrslitakeppninni

Skallagrímur mátti sætta sig við tap þegar liðið mætti Ísbirninum í 4. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Leikið var í Kórnum í Kópavogi og það voru heimamenn sem fóru með sigur af hólmi, 3-0. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst heimamönnum að brjóta ísinn á 59. mínútu leiksins, með marki frá Orats Reta Garcia. Milos…Lesa meira

true

Góður heimasigur Víkings

Víkingur Ó. sigraði Magna, 3-2, þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Leikið var á blautum Ólafsvíkurvelli í nokkuð stífum vindi og einkenndist leikurinn af mikilli baráttu. Heimamenn voru þó sterkari allan leikinn og þeir komust yfir strax á 6. mínútu. Hornspyrna var tekin stutt og boltinn barst á Gonzalo Zamorano…Lesa meira

true

Skagakonur úr leik í bikarnum

Úrvalsdeildarlið Breiðabliks var of stór biti fyrir Skagakonur, en liðin mættust í átta liða úrslitum Mjólkurbikarskvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Breiðablik var fyrir leikinn í 2. sæti Pepsi Max deildarinnar en Skagakonur leika sem kunnugt er í deildinni fyrir neðan. Það var því ljóst að Skagakonur ættu erfiðan leik fyrir höndum á Akranesi í gær.…Lesa meira

true

Skoruðu úr sitthvorri vítaspyrnunni

Víkingur Ó. og Fram skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust í 1. deild karla í knattspyrnu. Leikið var í Reykjavík í gærkvöldi. Framarar naga sig ef til vill í handarbökin að hafa ekki náð þremur stigum út úr leiknum. Þeir voru meira með boltann en náðu ekki að skapa sér mikið af færum. Leikur Ólafsvíkinga…Lesa meira

true

Nýr blakþjálfari í Grundarfirði

Meistaraflokkur kvenna hjá Ungmennafélagi Grundarfjarðar hafa ráðið Mladen Svitlica til að sinna þjálfun liðsins. Mladen spilaði blak frá 12 ára aldri og var atvinnumaður í greininni í átta ár. Hann er búsettur í Stykkishólmi með fjölskyldunni sinni og mun því vera nokkuð á ferðinni í vetur. Hann mun einnig sjá um þjálfun á yngri iðkendum…Lesa meira

true

Jafntefli gegn toppliðinu

Lið Skallagríms í 4. deild karla í knattspyrnu gerði jafntefli við topplið Hamars á laugardaginn, þegar liðin mættust í 13. umferð deildarinnar. Leikið var á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. Hamarsmenn komu beittir til leiks og slógu tóninn strax á 6. mínútu þegar Magnús Ingi Einarsson skilaði knettinum í netið og kom gestunum yfir. Eitthvað hefur forskot…Lesa meira

true

Tap gegn meisturunum

Lið ÍA í knattspyrnu karla fékk skell gegn Íslandsmeisturunum í KR þegar liðin mættust í 13. umferð Pepsi Max deild karla í Vesturbænum í gærkvöldi. KR vann fyrri leik liðanna í sumar, 2-1, sem fram fór á Akranesi svo Skagamenn áttu harma að hefna gegn Vesturbæjarliðinu. Fyrsta mark leiksins kom strax á 4. mínútu. Þar…Lesa meira