Fréttir

true

Mest fólksfjölgun í Grundarfirði

Íbúum á Vesturlandi fjölgaði um 140 á fyrri hluta þessa árs. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Í árslok 2024 voru íbúar á Vesturlandi 17.780 en í lok júní voru þeir 17.920. Fjölgunin er því 0,79% á sex mánuðum. Mest fjölgaði íbúum í Grundarfirði á fyrri hluta ársins eða um 2,41% úr 830…Lesa meira

true

Sæludagar í Vatnaskógi um helgina

Árlegir Sæludagar KFUM & KFUK verða haldnir í Vatnaskógi nú um verslunarmannahelgina. Hátíðin er vímuefnalaus fjölskylduhátíð og hófst hún í gærkvöldi. Dagskrá helgarinnar er þéttskipuð frá morgni til kvölds. Má þar nefna tónleika VÆB í kvöld kl.21:15 og á laugardagskvöldið kl.21 hefjast tónleikar Unu Torfa og hljómsveitar hennar.Lesa meira

true

Mikil barátta framundan fyrir hagsmunum Íslands

Haraldur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi segir að verði niðurstaðan sú að verndartollar verði lagðir á islenskt kísiljárn sé opin leið fyrir Evrópusambandið að gera slíkt hið sama við flestar sjávarafurðir frá Íslandi og því sé málið ekki einvörðungu bundið við Elkem á Grundartanga og sveitarfélögin tvö, Akranes og Hvalfjarðarsveit. Fá mál stærri og hugsanlega afdrifaríkari…Lesa meira

true

Gul viðvörun við Faxaflóa og Snæfellsnes

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Faxaflóa og Breiðafjörð.   Við Faxaflóa er spáð sunnan 13-20 m/s og vindhviðum allt að 25-30 m/s við fjöll. Varasamt ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Viðvörunin gildir til kl.18 í dag. Við Breiðafjörð er spáð sunnan og suðaustan 13-23 m/s, hvassast á norðanverðu Snæfellsnesi þar…Lesa meira

true

Gul viðvörun: Það hvessir, það rignir en það styttir alltaf upp og lygnir

Þrátt fyrir að veðurspár hafi tekið nokkrum breytingum undanfarna daga virðist samt nokkuð ljóst að verslunarmannahelgin, þessi mikla umferðar-, útivistar- og skemmtihelgi byrjar með frekar miklum hvelli á Vesturlandi og það jafnvel í orðsins fyllstu merkingu. Það er nánast með tár á hvarmi sem blaðamaður segir frá því að Veðurstofan hefur nú gefið út gula…Lesa meira

true

Aukinn viðbúnaður lögreglunnar á Vesturlandi um helgina

Lögreglan á Vesturlandi verður með aukinn viðbúnað nú um verslunarmannahelgina. Að sögn Kristjáns Inga Hjörvarssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti Lögreglustjórans á Vesturlandi. Hann segir að bætt verði í löggæslu, fleiri verði á vakt en venjulega og aukinn viðbúnaður um nætur. Áhersla verði lögð á eftirlit með umferð enda yfirleitt mjög þung umferð í umdæminu um verslunarmannahelgi.…Lesa meira

true

Jón Grétar nýr kennsluforseti Landbúnaðarháskólans

Doktor Jón Grétar Sigurjónsson var á dögunum ráðinn kennsluforseti Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Jón Grétar er með doktorspróf í sálfræði frá National University of Ireland, Galway. Áður lauk hann BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur undanfarin ár starfað sem kennslustjóri við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands þar sem hann hefur leitt umfangsmiklar skipulagsbreytingar þar sem…Lesa meira

true

Gasmengunar gæti orðið vart á Snæfellsnesi

Gosið á Reykjanesi hefur verið með nokkuð stöðugu móti undanfarinn sólarhring. Gosmóðu varð vart í litlum mæli á Suðurlandi og  á höfuðborgarsvæðinu í nótt en loftgæði hafa verið góð. Gasdreifingaspá gerir ráð fyrir sunnan og suðvestlægum áttum sem bera gasmengun til norðurs í átt að Snæfellsnesi. Gæti mengunar því orðið vart þar í dag og…Lesa meira

true

Innviðaráðherra með samráðsfundi í öllum landshlutum

Eyjólfur Ármannsson innviðaráherra hefur boðað til sérstakra samráðsfunda með íbúum í öllum landshlutum og fara þeir fram í ágúst. Fjárfest í innviðum til framtíðar er yfirskrift fundanna og er tilgangurinn með þeim að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka innviðaráðuneytisins, samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Einhverjum kann að koma…Lesa meira

true

Uppbyggingarsjóður Vesturlands leitar umsókna

Uppbyggingarsjóður Vesturlands hefur opnað fyrir umsóknir um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og er umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands. Landshlutasamtök sveitarfélaga, utan höfuðborgarsvæðisins, starfrækja uppbyggingarsjóði sóknaráætlana hvert í sínum…Lesa meira