Atvinnulíf

true

„Markmiðið að hafa kjör félagsmanna eins góð og hægt er“

Örn Pálsson hefur verið framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda frá árinu 1987 og man tímana tvenna í smábátaútgerð. Skessuhorn hitti framkvæmdastjórann að máli og ræddi við hann um það sem er efst á baugi í smábátaútgerðinni. Ekki þarf að koma á óvart að þar voru umræður um strandveiðar og stöðvun grásleppuveiða áberandi, enda hvort tveggja í brennidepli…Lesa meira

true

Sláttur hafinn á Ytra-Hólmi

Brynjólfur Ottesen, bóndi á Ytra-Hólmi í Hvalfjarðarsveit, var líklega með fyrstu bændum til að hefja slátt á Vesturlandi þetta sumarið. Hann festi sláttuvélina aftan í traktorinn í gær og hóf að fella gras á jörðinni. Hann ætlar þó ekki að halda slætti áfram í bili, kvaðst bara hafa verið að hreinsa aðeins í kringum bæinn,…Lesa meira

true

Þrátt fyrir óhapp á sjó leitaði hugurinn sífellt þangað

Ágúst Jónsson á bátinn Jón Beck SH-289 og gerir út á strandveiðum frá Grundarfirði. Gústi Jóns, eins og hann er iðulega kallaður, er rafvirki að mennt og er það hans aðalstarf. Hann byrjaði ungur á sjó, var aðeins 18 ára þegar hann hóf sjómannsferilinn. „Ég fór fyrst á sjóinn árið 1978 er ég réði mig…Lesa meira

true

„Sjómennskan á við mig, það er bara svoleiðis“

„Ég fylgdist alltaf með bátunum fyrir framan Malarrif þegar ég var lítill strákur, vertíðarbátum á veturna og snurvoðarbátum á sumrin. Mér fannst þetta eitthvað heillandi, að sjá bátana í bongóblíðu, alveg uppi í fjöru að mokveiða fisk. Þetta var spennandi og líf í kringum þetta allt saman,“ segir hann. „Þegar maður byrjaði síðan sjálfur á…Lesa meira

true

Streymisfundur ferðaþjónustunnar í beinni kl. 11:00

Markaðsstofa Vesturlands, ásamt Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, boðar til streymisfundar í dag kl. 11:00. Á fundinum verða kynnt þau verkefni sem unnið er að til eflingar ferðaþjónustunnar á Vesturlandi. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 11.00 – Inngangur – Efling ferðaþjónustu á Vesturlandi 11:10 – Samstarfsverkefni um markaðssetningu 11:20 – Ferðaleiðir á Vesturlandi – kynning 11:30 –…Lesa meira

true

Guðmundur hættur sem forstjóri Brims

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Brims hf., af persónulegum ástæðum. Samþykkti stjórn félagsins það á reglulegum stjórnarfundi sem fram fór í dag. Kristján Þ. Davíðsson stjórnarformaður Brims tók þar með tímabundið við verkefnum og skyldum forstjóra og mun gera það þangað til að nýr forstjóri hefur verið…Lesa meira

true

Kynntu aðgerðir í efnahagsmálum vegna COVID-19

Formenn ríkisstjórnarflokkanna kynntu aðgerðir í efnahagsmálum til að mæta áhrifum af COVID-19 á blaðamannafundi sem hófst núna skömmu fyrir hádegi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði aðgerðirnar hugsaðar til að mæta fyrirséðu ástandi í efnahagslífinu, bæði vegna almennrar kólnunar og kórónaveirunnar. Hún sagði að þrátt fyrir að staða þjóðarbúsins væri góð þyrfti að endurskoða áform. Engu að…Lesa meira

true

Fyrirtækjakynningu frestað

Fyrirtækjakynningu á vegum Rótarýklúbbs Borgarness, sem fara átti fram í Hjálmakletti laugardaginn 14. mars næstkomandi, hefur verið frestað fram á haust. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi Rótarýklúbbs Borgarness á miðvikudagskvöld. „Ákveðið var að grípa til þessara varúðarráðstafana vegna þeirra aðstæðna sem eru í samfélaginu vegna kórónaveirunnar,“ segir í tilkynningu frá Rótarýklúbbi Borgarness. Til…Lesa meira

true

Ísfiskur náði ekki að fjármagna kaup á fiskvinnsluhúsi og fór í þrot

„Svekktur yfir afstöðu stjórnvalda og aðstæðum banka,“ segir framkvæmdastjórinn   Greint var frá því í síðustu viku að stjórn Ísfisks hf. hafði þá óskað eftir að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. „Ljóst er eftir 39 ára samfellda starfsemi Ísfisks hf. að komið er að leiðarlokum. Ísfiskur hefur verið framleiðslufyrirtæki á fiski allan þennan tíma án…Lesa meira

true

Ræða styttri vaktir í Norðuráli

Fulltrúar Verkalýðsfélags Akraness hafa undanfarið fundað með forsvarsmönnum  Norðuráls um kjarasamninga starfsfólks fyrirtækisins. Sjötti fundurinn var á þriðjudaginn í síðustu viku og hafa viðræðurnar gengið þokkalega, að því er fram kemur á vef VLFA. Þar kemur einnig fram að á síðustu fundum hafi töluverð áhersla verið lögð á að ræða breytingar á vaktakerfi í kerskála…Lesa meira