Atvinnulíf

true

Fundað um framtíð grásleppuveiða í Hólminum í kvöld

Snæfell, félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi, hefur boðað til fundar um grásleppumál. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsinu í Stykkishólmi síðdegis í dag, fimmtudagin 30. janúar kl. 17:00. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun sækja fundinn, ávarpa gesti og svara spurningum. Á fundinum verður farið yfir drög að reglugerð um hrognkelsaveiðar 2020. Sú reglugerð inniheldur m.a.…Lesa meira

true

Fjölmenni á Mannamóti í gær

Mannamót Markaðstofanna var haldið í Kórnum í Kópavogi í gær. Viðburðurinn er haldinn árlega af Markaðsstofum landshlutanna. Markmið mannamóts er að skapa vettvang fyrir ferðaþjónustuaðila til að kynna sér þá fjölbreyttu ferðaþjónustu sem rekin er á landsbyggðinni, sem og fyrir ferðaþjónustuaðila að mynda tengsl sín á milli. Ekkert laust pláss var á sýningunni, öll 270…Lesa meira

true

EFLA hefur opnað skrifstofu á Hvanneyri

Verkfræðistofan EFLA hefur opnað skrifstofu á Vesturlandi, nánar til tekið í Hvannahúsinu svokallaða við Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri. Skrifstofan á Hvanneyri var opnuð 1. nóvember síðastliðinn og þar mun Orri Jónsson, verkfræðingur frá Lundi, hafa aðsetur. „Hugmyndin að því að opna starfsstöð í Borgarfirðinum hefur verið að þróast um nokkurt skeið, en Efla hefur ávallt…Lesa meira

true

Pólsk verslun opnuð á Akranesi

Matvöruverslunin Fresh Market var opnuð við Stillholt 16 á Akranesi núna í morgun. Fresh Market er pólsk búð og þar er að finna úrval af matvöru frá Póllandi, allt frá pólskum pylsum og niðursuðuvörum til gosdrykkja og sælgætis, auk hreinlætisvara og dagvara ýmiss konar. Upphaflega stóð til að opna verslunina viku fyrr en ein vörusending…Lesa meira

true

Ekki fengið greidd laun í tvo mánuði

Formaður VLFA segir starfsfólk Ísfisks í skelfilegri stöðu Staða starfsfólks Ísfisks á Akranesi er skelfileg að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness. Vilhjálmir ritar pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann svarar frétt mbl.is frá því í gær, þar sem haft var eftir Albert Svavarssyni, framkvæmdastjóra Ísfisks, að flestir þeirra rúmlega 40 starfsmanna sem sagt…Lesa meira

true

Lokað eftir hádegi – Við flytjum!

Í dag, föstudaginn 25. október, verður skrifstofa Skessuhorns lokuð eftir hádegi. Við flytjum allt okkar hafurtask og opnum á nýjum stað við Garðabraut 2A á Akranesi (áður skrifstofa Sjóvá) mánudaginn 28. október. -fréttatilkynningLesa meira

true

Seiðaeldisstöð Arctic Fish er stærsta bygging Vestfjarða

Síðastliðinn föstudag var ný seiðaeldisstöð Arctic Fish formlega opnuð í botni Tálknafjarðar. Gestum var boðið að skoða stöðina og kynna sér starfsemina. Sjö ár eru síðan undirbúningur að framkvæmdunum hófst, en byggingarnar sem nú eru risnar eru þær stærstu á Vestfjörðum, 10.300 fermetrar að flatarmáli, eða ríflega einn hektari. Vatnið endurnýjað á klukkustundarfresti Arctic Fish…Lesa meira

true

Yfirsýn yfir reiknings- og kortaupplýsingar frá öðrum bönkum

„Arion banki hefur opnað á aðgengi að reiknings- og kortaupplýsingum frá öðrum bönkum í Arion banka appinu. Um er að ræða tímamót í fjármálaþjónustu hér á landi. Allir sem eru með reikninga eða kort hjá fleiri en einum banka og veita heimild fyrir flutningi gagna, geta fengið heildstæða yfirsýn yfir fjármál og útgjöld heimilisins á…Lesa meira

true

Gera úttekt á virkjanakostum á Vesturlandi

Frá því var greint á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í síðustu viku að gerður hafi verið samningur við Arnarlæk ehf. um úttekt á smávirkjanakostum á Vesturlandi. Arnarlækur tekur að sér að skoða og greina allt að 70 mögulega virkjanakosti í landshlutanum, þar sem sérstök áhersla verður lögð á virkjanir af stærðargráðunni 50kW til 10MW.…Lesa meira

true

Acadian Seaplants kynntu áform sín í Stykkishólmi

Nálægt eitt hundrað manns sóttu íbúafund í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi í gærkvöldi. Þar var til kynningar fyrirhuguðu rannsóknar-, vinnslu og afurðamiðstöð þangs á vegum kanadíska fyrirtækisins Acadian Seaplants. Bæjaryfirvöld eiga nú sem kunnugt er í viðræðum við fyrirtækið um frekari framvindu þeirra mála. Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri setti fundinn áður en Jean-Paul Deveau, forstjóri Acadian…Lesa meira