Keppt verður í Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Ljósm. úr safni/ kgk.

Gamlársmót Gústa á morgun

Hið árlega Gamlársmót Gústa í sundi verður haldið í Jaðarsbakkalaug á Akranesi kl. 10:00 á morgun, laugardaginn 28. desember. Það er Ágúst Júlíusson, sundmaður á Akranesi, sem stendur fyrir mótinu. Verður það með svipuðu sniði og fyrri ár, keppt í stuttum sundgreinum og öllum velkomið að taka þátt hvort sem þeir eru núverandi eða fyrrverandi sundmenn eða hafa aldrei lagt stund á íþróttina.

Markmiðið er enda að allir skemmti sér vel og njóti samverunnar. Landsliðsmenn í sundi hafa boðað komu sína auk annarra áhugasamra sem kunna misvel að synda, að sögn Gústa. Að loknu móti verður dregið í happadrætti og boðið upp á kökur.

Aðeins verður keppt í 25 metra greinum á mótinu og þau sund sem eru í boði þetta árið eru flugsund, baksund, bringusund, skriðsund, kafsund, skriðsund með fótum og 3×25 metra boðsund.

Mótið hefst sem fyrr segir kl. 10:00 á morgun, laugardaginn 28. desember. Nánari upplýsingar og upplýsingar um skráningu má nálgast á Facebook-viðburðinum Gamlársmót Gústa.

Líkar þetta

Fleiri fréttir