Ljósm. Vinir Kidda Jens.

Styrktarleikur Kidda Jens á laugardaginn (leiðrétt kt. á styrktarreikningi)

Strákarnir í Knattspyrnufélagi Kára ætla að halda styrktarleik fyrir Kidda Jens næstkomandi laugardag, 7. desember. Þá mætast Kári og ÍBV í Akraneshöllinni kl. 15:00.

Aðgangseyrir er kr. 2.000 og innifalið í miðaverði er bakkelsi og happdrættismiði. Auk þess verður hægt að kaupa fleiri happdrættismiða á 1.000 kr. stykkið. Allur ágóði af sölu aðgangs- og happdrættismiða, auk frjálsra framlaga, rennur til Kidda sem nú þarf að takast á við næsta áfangann í sjúkdómsbaráttu sinni.

Þeir sem ekki komast á leikinn en vilja leggja málefninu lið geta gert það með því að leggja inn á reikninginn 0552-14-402440, kt. 081173-4359. (Athugið að í fréttinni hér á vefnum í gær, var kennitalan röng, hún er hér leiðrétt og beðist velvirðingar á því).

Líkar þetta

Fleiri fréttir

21 smit í gær

Alls greindist 21 innanlandssmit Covid-19 faraldursins í gær (fimmtudag). Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en 14... Lesa meira