Kvennahlaupið ræst af stað á Akranesi 2017. Ljósm. úr safni.

Kvennahlaupið í þrítugasta sinn á morgun

Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í þrítugastas inn á morgun, laugardaginn 15. júní. Hlaupið er stærsti almenningsíþróttaviðburður sem haldinn er hér á landi á ári hverju. „Konur á öllum aldri koma saman á hlaupadegi og eiga skemmtilega stund þar sem sumir hlaupa en aðrar ganga. Í 30 ár ahfa þúsundir kvenna um allt land notið þess að hreyfa sig saman í Kvennahlaupinu og í því hafa konur getað sameinað tvo mikilvæga þætti í lífinu, hreyfingu og samveru,“ segir í tilkynningu frá ÍSÍ.

Í ár er hlaupið á meira en 80 stöðum um allt land sem og erlendis. Markmið hlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Allir taka þátt á sínum forsendum og lögð er áhersla á að allir komi í mark á sínum hraða og með bros á vör. „Það sem er svo skemmtilegt við Kvennahlaupið er að þar koma saman konur á öllum aldri. Mjög algengt er að margir ættliðir, vinkonur eða systur fari saman í hlaupið og geri sér jafnvel glaðan dag að hlaupi loknu.“

Ekki þarf að skrá sig sérstaklega í hlaupið heldur er nóg að mæta á hlaupastað. Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir 12 ára og yngri en kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir