Edda Svava Kristjánsdóttir og Þórunn Kristinsdóttir voru önnum kafnar í lyftingatækjunum. Ljósm. tfk.

Eldri borgarar í Grundarfirði á fullu í ræktinni

Félag eldri borgara í Grundarfirði og Grundarfjarðarbær hafa komið af stað verkefni um heilsueflingu fyrir íbúa sem eru 60 ára og eldri eða búa við örorku. Verkefnið er í samvinnu við Grundarfjarðardeild Rauða Kross Íslands og með aðkomu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og fleiri aðila. Boðið er upp á tíma í líkamsræktinni tvisvar í viku og svo hóptíma í íþróttahúsi bæjarins tvisvar í viku. Sædís Helga Guðmundsdóttir einkaþjálfari er leiðbeinandi hópsins og sér um æfingarnar og svo hefur Halla Karen Gunnarsdóttir íþróttakennari séð um mælingar á árangri hópsins.

Verkefnið fer vel af stað og frábær þátttaka hefur verið. „Þátttakendur eru þegar byrjaðir að finna mun á sér og hafa meiri þrek, meiri liðleika og finna síður fyrir líkamlegum óþægindum eftir að verkefnið hófst í síðasta mánuði,“ segir Sædís Helga í samtali við fréttaritara.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Flugslys í Svefneyjum

Flugslys varð í Svefneyjum á Breiðafirði síðdegis síðastliðinn fimmtudag. Flugvél í flugtaki fékk á sig vindhviðu undir vænginn með þeim... Lesa meira