Svipmynd frá keppni á Unglingalandsmóti UMFÍ. Ljósm. úr safni.

Unglingalandsmót um verslunarmannahelgi

Unglingalandsót UMFÍ er haldið ár hvert um verslunarmannahelgina fyrir ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára, en mótið er jafnframt hin glæsilegasta vímulausa fjölskylduhátíð. Í ár verður mótið haldið í Þorlákshöfn við glæsilegar aðstæður fyrir alla mótsgesti. Keppt verður í fjölbreyttum íþróttagreinum á mótinu, svo sem körfubolta, golfi, skotfimi, sundi og fleira, og geta allir á aldrinum 11 til 18 ára skráð sig til leiks. Ekki er skilyrði að keppa undir merkjum ungmenna- eða íþróttafélags. Eins og venja er fyrir verður einnig fjölbreytt dagskrá og afþreying fyrir alla gesti frá morgni til kvölds. Öll afþreying er opin án endurgjalds. Ættu því systkini keppenda, foreldrar, ömmur og afar eða aðrir gestir einnig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Landsþekktir tónlistarmenn munu troða upp á kvöldvökum öll kvöldin. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu unglingalandsmótsins, www.ulm.is.

Líkar þetta

Fleiri fréttir