Verðlaunahafar í kvennaflokki.

Áttunda Flemming-púttið norðan heiða

Hátíðin Eldur í Húnaþingi var haldin á Hvammstanga í Húnaþingi vestra fór fram í síðustu viku. Fjölmargt var þar til skemmtunnar s. s. sirkus, tónleikar úti og inni, ýmsar íþróttagreinar, vatnsslönguknattspyrna og fleira og fleira. Flemming-pútt var nú haldið þar í áttunda skipti. Mótið fór fram föstudaginn 27. júlí í mjög góðu veðri og púttvöllurinn var þurr og góður. Spilaðar voru 2×18 holur, alls 36. Þátttaka heimamanna og gesta, sem flestir komu úr Borgarbyggð, var góð. Fjörutíu voru skráðir til keppni og luku 38 leik. Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

 

Karlar, 21 keppandi

  1. Þorbergur Egilsson, Borgarbyggð, 71 högg
  2. Ólafur Davíðsson, Borgarbyggð, högg (bráðabani)
  3. Kári Bragason, Hvammstanga,74 högg (bráðabani)

 

Konur, 10 keppendur

1.Ragnheiður Jónsdóttir, Borgarbyggð 75 högg

  1. Þóra Stefánsdóttir, Borgarbyggð 77 högg (bráðabani)
  2. Guðrún Birna Haraldsóttir, Borgarbyggð, 77 högg (bráðabani)

 

Einnig var keppt í barna- og unglingaflokki, 16 ára og yngri. Þar voru 18 holur leiknar og keppendur voru níu talsins. Úrslit urðu eftirfarandi:

 

  1. Elvar Ísak Jessen, Akranes, 40 högg
  2. Orri Arason, Hvammstanga, 43 högg
  3. Hafsteinn Ævarsson, Hvammstanga, 48 högg
Líkar þetta

Fleiri fréttir