Venju samkvæmt var farin skrúðganga í Akraneshöllina undir trommuslætti. Liðsmenn ÍA ganga fremstir og gestir þeirra á eftir.

Norðurálsmótið hafið

Hið árlega Norðurálsmót í knattspyrnu fyrir 7. flokk drengja hófst á Akranesi núna rétt fyrir hádegi. Venju samkvæmt safnaðist hópurinn saman á Stillholti og gekk skrúðgöngu í Akraneshöllina, þar sem mótið var formlega sett.

Fyrstu leikirnir hefjast núna í hádeginu og mótið stendur fram á sunnudag. Um 1500 knattspyrnumenn framtíðarinnar frá 36 knattspyrnufélögum taka þátt í mótinu. Hverjum keppanda fylgja foreldrar og forráðamenn og má búast við því að íbúafjöldinn á Akranesi um það bil tvöfaldist á meðan mótinu stendur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir