Töluverður fjöldi var saman kominn á mótinu. Ljósm. ki.

Eldri borgarar öttu kappi í golfi

Síðasta fimmtudag fór fram púttmót á Garðavelli milli eldri borgara á Akranesi og Borgarnesi. Púttvöllurinn er 18 holu völlur og keppt var í tveimur hópum. Töluverður fjöldi karla og kvenna tóku þátt í mótinu og ríkti mikil gleði í hópnum en Félag eldri borgara á Akranesi og nágrennis bar sigur úr býtum að þessu sinni. Þetta var annað púttmót á milli félaganna í sumar en það fyrra var á Hamarsvelli þar sem Skagamenn sigruðu einnig. Næsta mót verður haldið á golfvellinum við Nes í Reykholtsdal.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Krufning í FSN

Nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru önnum kafnir í einni skólastofunni í síðustu viku er fréttaritara Skessuhorns bar að... Lesa meira