Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi um helgina

Dagana 29. júlí til 1. ágúst fer fram unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi. Mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1995 og er þetta því í 21. sinn sem mótið er haldið. Mótin eru fjölmenn og glæsileg fjölskyldu- og íþróttahátíð en þar koma saman þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá. Hátíðin er vímuefnalaus þar sem börn og unglingar frá aldrinum 11-18 ára reyna fyrir sér í fjölmörgum íþróttagreinum en greinarnar eru alls 14 að þessu sinni; þær eru af ýmsum toga allt frá fótbolta og körfubolta til stafsetningar og skákar. Samhliða íþróttakeppninni verður boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna; tvöfaldir heimsmeistarar í götufótbolta frá Danmörku koma og munu kynna íþróttina, leiklistarnámskeið, karókí, markaður í Englendingavík svo fátt eitt sé nefnt. Það má því búast við miklu fjöri og skemmtu í Borgarnesi um helgina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir