Einar Hjörleifsson búinn að skipta um hanska og kominn til hafnar að landa aflanum. Ljósm. Pétur Steinar Jóhannsson.

Úr markmannshönskum í sjóhanska

Það var ekki á Einari Hjörleifssyni, markmanni Víkings Ólafsvíkur, að sjá að hann hafi munað um að verja vítaspyrnu frá Garðari Gunnlaugssyni í 3-0 sigri Víkings gegn ÍA í Vesturlandsslag Pepsi deildar karla í gærkvöldi. Markmaðurinn knái er áhafnarmaður á aflaskipinu Guðmundi Jenssyni SH. Á hádegi í dag, þriðjudag, var skipið komið til Ólafsvíkurhafnar með 20 tonn af gullfallegum fiski og Einar tekinn til við að landa aflanum. Engum sögum fer af því hvort um boltaþorsk var að ræða.

Líkar þetta

Fleiri fréttir