Veröld

Veröld – Safn

true

Daði og Gagnamagnið í Eurovision á næsta ári

Ríkisútvarpið hefur ákveðið að velja Daða Frey og Gagnamagnið til að taka þátt í Eurovision-keppninni í Hollandi fyrir Íslands hönd á næsta ári. Daði sigraði Söngvakeppnina hér heima með laginu Think About Things síðastliðinn vetur. Lagið vakti mikla athygli víða um heim og þótti Daði af mörgum líklegur til sigurs í Eurovision-keppninni, sem var síðar…Lesa meira

true

Sagan af kindunum sem fluttar voru til Stóru-Vatnsleysu

Út er komin hjá bókaforlaginu Sæmundi á Selfossi bókin Kindasögur 2. Höfundar eru þeir Aðalsteinn Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónasson. Þeir gefa sig út fyrir að vera áhugamenn um sögur og sauðfé og gáfu í fyrra út bók með sama titli en þessi nýja er sjálfstætt framhald hennar. Það er skoðun höfunda að kindasögur séu…Lesa meira

true

„Matstofunni okkar hefur verið mjög vel tekið“

„Við heyrðum það meðal annars frá viðskiptavinum okkar að það væri þörf á hádegisverðarstað þar sem afgreiðslan gengi hratt fyrir sig. Í hádeginu vilja viðskiptavinir ekki bíða lengi eftir því að fá afgreiðslu og var það ein af ástæðum þess að þessi hugmynd fæddist,“ segir Gunnar H. Ólafsson, matreiðslumaður á Matstofu Gamla Kaupfélagsins á Akranesi…Lesa meira

true

Í gönguferð með dúkkubörnin sín

Vinkonurnar Jóhanna Nína Karlsdóttir og Heiðrún Hermannsdóttir á Akranesi eru í hópi þeirra ungu kvenna sem hafa fengið sér dúkkubörn til að sinna og hlúa að. Reglulega fara þær út að ganga með dúkkubörnin, viðra sig og þau um leið. Jóhanna á dúkkudótturina Aðalheiði Rún, sem hún kallar Heiðu. Heiðrún á hins vegar dúkkuson sem…Lesa meira

true

Heimtist af fjalli eftir þrjú útigangsár

Laugardaginn 3. október sá Sigurbjörn Magnússon bóndi á Minni – Borg í Eyja- og Miklaholtshreppi, nokkrar kindur í landi eyðijarðarinnar Hörgsholts. Fór hann ásamt börnum sínum og náðu þau kindunum á hús. Þar á meðal var ær nr. 15-597 frá Hjarðarfelli í sömu sveit. Þessar fjárheimtur væru ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir…Lesa meira

true

Gefandi að sá fræi og sjá plöntuna vaxa úr grasi

Stella Dögg Blöndal ólst upp á Jaðri í Bæjarsveit þar sem áhugi hennar á ræktun kviknaði, en á Jaðri er mikill jarðhiti og þótti henni kjörið að nýta hann til ylræktunar. „Það eru mikil forréttindi að fá að alast upp í sveitinni. Maður lærir að bjarga sér og vera úrræðagóður,“ segir hún. Stella lauk stúdentsprófi…Lesa meira

true

Lára Hólm vann til verðlauna fyrir rannsókn á tannsýklun í börnum

Lára Hólm Heimisdóttir stundar nú framhaldsnám í barnatannlæknum við University of North Carolina (UNC) í Chapel Hill í Norður Karólínu í Bandaríkjnum. Lára „gæti ekki verið meiri Skagakona,“ eins og hún orðar það sjálf, en hún er dóttir Sigþóru Ævarsdóttur og Heimis Hallssonar sem bæði eru fædd og uppalin á Akranesi. Í UNC eru árlega…Lesa meira

true

Tóta heimalningur er einn af fjölskyldunni

Sól Jónsdóttir heimasæta á bænum Bergi, rétt utan við Grundarfjörð, hefur alist upp stóran hluta ævi sinnar í nánu samneyti við kindina Tótu. Sól er fædd árið 2009 og fyrstu mánuði ævi sinnar svaf hún í barnavagni inni í fjárhúsunum á meðan foreldrarnir sinntu bústörfunum. „Stundum þegar hún vaknaði var hún að hjala við rollurnar…Lesa meira

true

Landssöfnun á birkifræi er nú hafin

Nú í haust verður birkifræi safnað um allt land og því dreift á völdum, beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Það eru Skógræktin og Landgræðslan sem hafa tekið höndum saman um verkefnið og óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða birkiskóga landsins út. Formlega hófst söfnunin á degi íslenskrar náttúru, 16. september, en söfnunin stendur svo…Lesa meira

true

Altaristafla Akraneskirkju tekin niður til viðgerðar

Síðastliðinn mánudag var altaristafla Akraneskirkju tekin niður til forvarnar og viðgerðar. Skagamaðurinn Bjarni Skúli Ketilsson listmálari, Baski, tók að sér viðgerð á málverkinu og mun hann vinna verkið í húsnæði gamla Iðnskólans við Skólabraut. Baski hefur sérhæft sig í lagfæringum á eldri málverkum samhliða listsköpun sinni í Hollandi. Hann býst við að vinnan taki um…Lesa meira