Mannlíf

true

Snæfellsbær keppir í Útsvari í kvöld

Lið Snæfellsbæjar hefur leik í Útsvari, spurningakeppni sveitarfélaganna á RÚV, í kvöld kl. 20:00. Liðið etur kappi við lið Þingeyjarsveitar. Snæfellsbær keppti einnig í Útsvari á síðasta vetri og komst alla leið í átta liða úrslit en varð þar að játa sig sigrað gegn liði Fljótsdalshéraðs, sem stóð síðan uppi sem sigurvegari í keppninni. Árangur Snæfellsbæjar…Lesa meira

true

Hljómsveitin Þrír á Spotify

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Þrír er nú aðgengileg á Spotify. Platan ber titilinn „Allt er þegar Þrír er“ og skartar ellefu frumsömdum lögum. Hljómsveitarmeðlimir eru þrír en tveir þeirra eru frá Stykkishólmi. Hljómsveitin hefur oft komið fram í Stykkishólmi og nágrenni og er því Hólmurum vel kunn. Jón Torfi Arason, gítarleikari og söngvari sveitarinnar, segir plötuna…Lesa meira

true

Gleðifundur framundan í Reykholtsdal

Hið síunga, en 108 ára Ungmennafélag Reykdæla, stendur fyrir Gleðifundi í félagsheimilinu sínu Logalandi næstkomandi laugardag, 26. nóvember. Á dagskrá eru hefðbundin gleðifundarstörf, gamanmál og gleði, en eftir það verður slegið upp dansleik þar sem hljómsveitin Meginstreymi leikur fyrir dansi.  Húsið verður opnað klukkan 20:30 en skemmtunin hefst klukkustund síðar. Aldurstakmark á dansleik er 16…Lesa meira

true

Hásinin er öll að koma til hjá fyrirliðanum

Ármann Smári Björnsson, fyrirliði knattspyrnuliðs ÍA, missti af síðustu þremur leikjum sumarsins eftir að hann varð fyrir því óláni að slíta hásin í leik gegn KR í 19. umferð Pepsi deildar karla. Ármann, sem er 35 ára gamall, hefur verið einn af lykilmönnum ÍA undanfarin ár eða allt síðan hann sneri heim úr atvinnumennsku árið…Lesa meira

true

Lista- og menningarhátíðin Vökudagar hafin á Akranesi

Lista- og menningarhátíðin Vökudagar hófst formlega á Akranesi í gær með opnun fjölda sýninga og afhendingu menningarverðlauna Akraneskaupstaðar. Í kjölfarið tekur við fjöldi list- og menningarviðburða út um allan bæ. Menningarverðlaun Akraness 2016 voru veitt Club 71, en það er félagsskapur Skagamanna sem fæddir eru 1971. Félagið hefur staðið fyrir fjölda viðburða á Akranesi á…Lesa meira

true

Umfjöllun í Snorrastofu um 800 ára vefnaðarsögu Íslands

Snorrastofa í Reykholti býður til fyrsta fyrirlestrar vetrarins þriðjudaginn 25. október næstkomandi undir heitinu „Vinna kvenna í 800 ár. Hefðir og vinnubrögð við íslenskan vefnað frá landnámi“. Það er fornleifafræðingurinn Michèle Hayeur Smith, sem flytur fyrirlesturinn á ensku en hún hefur lengi rannsakað vefnaðarsögu Íslands og eins og hún birtist í fornleifum. Þrátt fyrir erlenda…Lesa meira

true

Sex fyrirtæki fengu Ljósberann 2016

Viðurkenningin Ljósberi var afhent á Sauðamessu sem fram fór í Borgarnesi 1. október sl.  Viðurkenningin er afhent þeim fyrirtækjum og stofnunum í Borgarbyggð sem veita einstaklingum með fötlun atvinnu. Að þessu sinni fengu Leikskólinn Klettaborg, Leikskólinn Ugluklettur, Grunnskólinn í Borgarnesi, Safnahúsið, Hjúkrunarheimilið Brákarhlíð og N1 viðurkenninguna fyrir að veita störf allt árið og Golfklúbbur Borgarness…Lesa meira

true

Krakkar í Borgarnesi tóku þátt í Norræna skólahlaupinu

Nemendur Grunnskólans í Borgarnesi hlupu Norræna skólahlaupið 17. október síðastliðinn. Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Með Norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu og að…Lesa meira

true

Skipuleggur ljósahátíð í Skotlandi á hverju ári

SPECTRA – Ljósahátíð Aberdeen var valin hátíð ársins í Skotlandi nú á dögunum. Akurnesingurinn Heiðrún Þráinsdóttir Kelly er einn skipuleggjenda hátíðarinnar en hún starfar hjá lista- og viðburðarframleiðslufyrirtæki sem heitir Curated Place. „Síðustu tvö ár höfum ég og Andy Brydon séð um alla skipulagningu á hátíðinni undir nafninu Curated Place í samstarfi við viðburðar- og…Lesa meira

true

„Ein peysan er í alvöru geðveik“

Harpa Hreinsdóttir handverkskona á Akranesi og Bjarni Þór Bjarnason listamaður ætla að efna til samsýningar á menningarhátíðinni Vökudögum, sem framundan er í bænum dagana 27. október til 6. nóvember næstkomandi. Sýna þau undir yfirskriftinni „Geggjaðar peysur“. Verða nokkrar af prjónapeysum Hörpu til sýnis innan um málverk Bjarna Þórs þar sem efnistökin eru peysur eða fólk…Lesa meira