Mannlíf

true

Álftarunginn Gassi ræður ríkjum á Brennistöðum

Sólin lýsti upp bæjarstæðið á Brennistöðum í Flókadal í uppsveitum Borgarfjarðar þegar blaðamann Skessuhorns bar þar að garði skömmu fyrir helgi. Ástæða heimsóknarinnar var að ræða við Þóru Árnadóttur bónda um álftarunga sem hún elur nú upp ásamt móður sinni, Vigdísi Sigvaldadóttur, eða Viggu eins og hún er kölluð í daglegu tali. Þegar blaðamaður keyrði…Lesa meira

true

Stefnt að stofnun Sturlufélags

Eins og flestum mun kunnugt eru í ár liðin 100 ár frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Af því tilefni, sem og 804 ára afmælis sagnaritarans Sturlu Þórðarsonar, blés Sturlunefnd, í samvinnu við Dalabyggð, til Sturluhátíðar síðastliðinn sunnudag í Tjarnarlundi í Saurbæ í Dölum. Ragnheiður Pálsdóttir, varaoddviti Dalabyggðar, bauð gesti velkomna í héraðið þar…Lesa meira

true

Upplifir einstaka frelsistilfinningu á sjónum

Borgnesingurinn Hallbjörg Erla Fjeldsted ver nú fleiri stundum þessa dagana úti á sjó heldur en á landi. Hún útskrifaðist úr Skipstjórnarskólanum um síðustu jólin og starfar nú hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu sem siglir sínum bátum út frá höfninni við miðborg Reykjavíkur. Þar safnar hún sér tímum hægt og bítandi til þess að verða skipstjóri einn daginn…Lesa meira

true

Harðkjarnatónleikar á Akranesi á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 1. ágúst, verður blásið til skyndipönktónleika og harðkjarnatryllings fyrir framan Akranesvita. Fjórar hljómsveitir stíga á stokk, tvær íslenskar og tvær erlendar; Dauðyflin, franska sveitin Tromblon, Beyond Peace frá Bandaríkjunum og xGADDAVÍRx frá Akranesi, sem munu loka tónleikunum. Herlegheitin hefjast kl. 19:00 og standa yfir til kl. 22:00 í kvöld. Aðgangur að tónleikunum…Lesa meira

true

Aldrei fleiri umsóknir um nám við HA

Umsóknir um nám við Háskólann á Akureyri fyrir skólaárið 2018-2019 eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Endanlegur fjöldi umsókna var 2083, að því er fram kemur í tilkynningu frá skólanum. „Þann 3. júlí síðastliðinn var búið að samþykkja 1531 umsókn en 552 umsækjendum hefur verið synjað eða þeir ekki sent inn fullnægjandi gögn með umsóknum…Lesa meira

true

Sæludagar í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina

Verslunarmannahelgin er handan við hornið og þá leggja landsmenn gjarnan land undir fót og sækja hátíðir víða um land. Eru eflaust margir sem taka stefnuna á fjölskylduhátíðina Sæludaga sem haldin verður í Vatnaskógi sem Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir. Sæludagar eru vímulaus hátíð þar sem allir í fjölskyldunni skemmta sér…Lesa meira

true

Áttunda Flemming-púttið norðan heiða

Hátíðin Eldur í Húnaþingi var haldin á Hvammstanga í Húnaþingi vestra fór fram í síðustu viku. Fjölmargt var þar til skemmtunnar s. s. sirkus, tónleikar úti og inni, ýmsar íþróttagreinar, vatnsslönguknattspyrna og fleira og fleira. Flemming-pútt var nú haldið þar í áttunda skipti. Mótið fór fram föstudaginn 27. júlí í mjög góðu veðri og púttvöllurinn…Lesa meira

true

Víkingi afhent minningargjöf um Steina Brands

Aðalsteinn Guðbrandsson, sem alltaf var kallaður Steini Brands, hefði orðið 100 ára laugardaginn 21. júlí síðastliðinn. Af því tilefni komu börn hans og ættingjar saman í Ólafsvík um helgina til að minnast hans. Steini Brands var mikill áhugamaður um fótbolta og studdi Víking Ólafsvík dyggilega alla sína tíð. Notuðu ættingjar Steina tækifærið til að afhenda…Lesa meira

true

Reykholtshátíð hefst í kvöld

Reykholtshátíð,sem haldin er síðustu helgina í júlí ár hvert, hefst í kvöld  og stendur til fram á sunnudag. Er þetta í 22. skipti sem hátíðin er haldin og að vanda er dagskráin afar fjölbreytt og skemmtilegt. „Í ár munu eingöngu koma fram íslenskir listamenn en bæði erlendir og íslenskir listamenn hafa komið fram á hátíðinni…Lesa meira

true

FVA er lýðræðislegasti framhaldsskólinn

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi er lýðræðislegasti framhaldsskóli landsins, samkvæmt niðurstöðum Skuggakosninganna sem fram fóru 12. apríl síðastliðinn. Skuggakosningarnar voru haldnar í tengslum við sveitarstjórnarkosningarnar í vor og eru hápunktur lýðræðisherferðiarinnar Ég kýs. Herferðin er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands ungmennafélaga. Lagt er upp með að kosningarnar séu sem líkastar almennum kosningum, með kjörkössum, kjörseðlum…Lesa meira