Mannlíf

true

Grundfirskir skátar lögðu land undir fót

Föstudaginn 12. júlí síðastliðinn lögðu nokkrir galvaskir skátar úr Grundarfirði af stað í óvenju langt ferðalag. Ferðinni var heitið til London en þar var skátamótið Gillwell 24 á dagskrá frá klukkan níu á laugardagsmorgninum til klukkan níu á sunnudagsmorgninum. Þetta er sólarhringsmót þar sem stanslaus keyrsla er allan sólarhringinn. Það var því lítið sofið á…Lesa meira

true

Fegra bæinn um eina hellu í einu

Við Borgarbrautina í Borgarnesi var ný gangstétt hægt og rólega að taka á sig mynd í liðinni viku. Vakti athygli vegfarenda að einungis ungar stelpur voru að störfum. Þessar öflugu stelpur eru starfsmenn Sigur-garða sf. á Laufskálum í Borgarfirði sem er rótgróið skrúðgarðyrkjufyrirtæki sem býður ýmsa þjónustu við lóðir, innkeyrslur og athafnasvæði í samfélaginu. Verk…Lesa meira

true

„Vil meina að við séum besta dómarafélag á landinu“

KDA útvegar KSÍ flesta dómara af öllum félögum Þeir Halldór Breiðfjörð og Daniel Victor Herwigsson eru félagar í Knattspyrnudómarafélagi Akraness, KDA, og eiga það sameiginlegt öðrum félögum í KDA að hafa mikla ástríðu fyrir dómgæslu á fótboltaleikjum. Halldór Breiðfjörð var dómari í mörg ár fyrir Knattspyrnusamband Íslands en lagði síðan dómaratakkaskóna á hilluna á síðasta…Lesa meira

true

Fjölmenni var á Írskum dögum

Fjölmenni kom saman um liðna helgi þegar Írskir dagar voru haldni með pompi og prakt á Akranesi. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstóri setti hátíðina á fimmtudag í sannkölluðu skýfalli fyrir utan Stjórnsýsluhúsið við Stillholt. Leikskólabörn og leikskólastarfsfólk ásamt öðrum gestum voru samankomnir í pollagöllum og með regnhlífar uppspenntar til að hlusta á bæjarstjórann auk þess sem…Lesa meira

true

Kennir fólki á öllum aldri lýðheilsu

Anna Bjarnadóttir íþróttafræðingur og íþróttakennari á Akranesi situr sjaldan auðum höndum. Hún stundar reglulegar göngur hingað og þangað um náttúru Íslands, sér um hreyfingu eldri borgara eða leikfimi, og reynir að fara sem mest um á hjóli eða gangandi innan bæjar á Akranesi. Það hefur alltaf blundað íþróttamaður í Önnu sem var mikið í frjálsum…Lesa meira

true

Fjölmenn Ólafsvíkurvaka

Fjölmenni var á Ólafsvíkurvökunni sem fram fór um helgina í blíðskaparveðri og var margt i boði fyrir alla aldurshópa. Hátíðin hófst á föstudaginn með Crossfit fyrir börnin og Hrafn Jökulsson stóð fyrir skákkennslu. Dorgveiðikeppni var einnig í boði og þar á eftir var boðið upp á grillaðar pylsur. Fjörinu var síðan haldið áfram í Sjómannagarðinum…Lesa meira

true

Dalsflöt mest skreytta gatan

Dagskrá hófst á hádegi við Akratorg í tilefni Írskra daga á Akranesi. Á torginu var ágætis mæting og gátu gestir hlýtt á lifandi tónlist, gætt sér á allskonar kræsingum frá fjölbreyttum matartrukkum í sólarblíðunni. Íbúar við Dalsflöt fengu viðurkenningu fyrir mest skreyttu götuna og fá í verðlaun glaðning frá verslun Einars Ólafssonar í götugrillið í…Lesa meira

true

Fimmtugasta heimsóknin til Íslands

Akranesviti fékk góða heimsókn miðvikudaginn 5. júní síðastliðinn, þegar Gerri nokkur Griswold sótti vitann heim. „Hún kom ásamt tveimur vinkonumsínum. Það sem er merkilegt við þessa heimsókn er að þetta er í fimmtugasta skiptið sem Gerri Griswold heimsækir Ísland,“ segir Hilmar Sigvaldason vitavörður. „Fyrsta skiptið sem gErri heimsótti Ísland var í maí 2002 þannig að…Lesa meira

true

Með aukabíl á eftirvagni

Húsbílar þykja mörgum hentugir í ferðalögin en þeir verða seint taldir hentugir til stuttra skreppitúra eða skoðunarferða. Þýsku ferðamennirnir sem Skessuhorn rakst á fyrir utan Geirabakarí í Borgarnesi laust eftir hádegi í gær kunnu þó ráð við þessu. Þeir höfðu einfaldlega tekið með sér lítinn jeppa og drógu hann á kerru aftan í húsbílnum. Þegar…Lesa meira

true

Kvennahlaupið í þrítugasta sinn á morgun

Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í þrítugastas inn á morgun, laugardaginn 15. júní. Hlaupið er stærsti almenningsíþróttaviðburður sem haldinn er hér á landi á ári hverju. „Konur á öllum aldri koma saman á hlaupadegi og eiga skemmtilega stund þar sem sumir hlaupa en aðrar ganga. Í 30 ár ahfa þúsundir kvenna um allt land notið þess…Lesa meira