Mannlíf

true

Jöklarar verða steyptir í brons

Slysavarnardeildin Helga Bárðardóttir í Snæfellsbæ ætlar að láta steypa styttuna Jöklarar, sem staðsett er í Sjómannagarðinum á Hellissandi, í brons. „Þetta er stytta sem slysavarnardeildin lét gera árið 1974 til minningar um fallna sjómenn. Ragnar Kjartansson myndhöggvari gerði styttuna á sínum tíma úr epoxý og átti það efni að vera varanlegt, sem nú hefur komið…Lesa meira

true

Hugmyndir um útisvið og torg í Hólminum

Unnin hefur verið tillaga að útisviði í Hólmgarði í Stykkishólmi til að nota fyrir tónleikahald og við ýmis önnur hátíðarhöld í bænum. Hugmyndin er að byggja nýtt svið og hellulagt svæði sem mun svo mynda torg fyrir miðjum garðinum. Heildarstærð torgsins er áætluð um 360 fermetrar. Einar Júlíusson, yfirmaður tæknisviðs og skipulags- og byggingarfulltrúi Stykkishólmsbæjar,…Lesa meira

true

Mikil HM stemning á Rakarastofu Gísla

Á Rakarastofu Gísla á Akranesi ríkir mikil stemning yfir Heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu sem hefst í dag, 14. júní. Búið er að skreyta stofuna vandlega í íslensku fánalitunum. „Við erum í miklum fíling fyrir mótinu og ætlum að sjálfsögðu að fylgjast vel með,“ segir Gísli Guðmundsson rakari. Gísli er einnig mikill stuðningsmaður ÍA og hefur…Lesa meira

true

Myndlistarsýning tileinkuð hænunni Belindu verður opnuð í Akranesvita

Hjónin Anna G. Torfadóttir og Gunnar J. Straumland stefna á að halda saman listasýningu í Akranesvita í júlí. Sýningin verður opnuð föstudaginn 6. júlí og stendur yfir út júlímánuð. Er þetta fyrsta listasýningin sem þau halda saman í 12 ár en áður hafa þau haldið sýningar hvort í sínu lagi. Þau eru bæði myndlistarmenn og…Lesa meira

true

Gáfu Sólvöllum þríhjól á sumarhátíðinni

Foreldrafélag Leikskólans Sólvalla í Grundarfirði stóð fyrir skemmtilegri sumarhátíð á leikskólanum miðvikudaginn 6. júní síðastliðinn. Foreldrafélagið afhenti leikskólanum tvö þríhjól að gjöf í tilefni dagsins. Þá var blásinn upp risastór hoppukastali og grillaðar pylsur fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra. Veðrið var með eindæmum gott þennan dag og heppnaðist sumarhátíðin afskaplega vel og gleðin skein úr…Lesa meira

true

Raf-Magnaður Halli Melló

Heiðurstónleikar í Bíóhöllinni í kvöld Það er ekki á hverjum degi sem menn fá tækifæri til að sitja sína eigin heiðurstónleika. Sú verður hins vegar raunin í kvöld þegar leikarinn góðkunni Hallgrímur Ólafsson mun ganga í sal Bíóhallarinnar á Akranesi á tónleika honum til heiðurs. Hallgrímur er landsmönnum flestum kunnur sem víkingaklapparinn taktlausi Magnús Magnús…Lesa meira

true

Svífur um á bleiku skýi

Þórunn Birna Guðmundsdóttir gekkst undir kynleiðréttingu í desember 2017 Þórunn Birna Guðmundssdóttir tekur hlýlega á móti blaðamanni í snyrtilegri íbúð skammt frá íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum á Akranesi. „Kaffið er á leiðinni,“ segir hún um leið og hún fer inn í eldhús til að  klára að hella upp á, meðan blaðamaður lítur í kringum sig í…Lesa meira

true

Reynslumikið bæjarstjórnarfólk lætur af störfum

Fráfarandi bæjarstjórn Snæfellsbæjar fundaði í síðasta sinn á miðvikudaginn í síðustu viku. Þrautreyndir bæjarstjórnarfulltrúar láta af störfum og nýtt fólk kemur inn í þeirra stað, eins og gengur og gerist. Kristján Þórðarson á Ölkeldu hættir eftir 16 ára setu í bæjarstjórn, fjögur kjörtímabil og Kristjana Hermannsdóttir eftir tólf ár, eða þrjú kjörtímabil. Kristjana gegndi enn…Lesa meira

true

Norðurálsmótið vel heppnað þrátt fyrir smá vætu

Hið árlega Norðurálsmót í knattspyrnu fór fram á Akranesi um helgina, 8.-10. júní sl. Mótið er fyrir drengi í 7. flokki, sem eru á aldrinum sex til átta ára. Óformlegt upphaf mótsins var venju samkvæmt skrúðganga sem farin var frá Stillholti áleiðis í Akraneshöllina á föstudagsmorgun. Þar var mótið formlega sett og fyrstu leikirnir voru…Lesa meira

true

Gáfu heilsugæslunni í Stykkishólmi öndunarmæli

Lionsklúbbur Stykkishólms kom færandi hendi á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í Stykkishólmi á dögunum. Félagsmenn færðu stofnuninni að gjöf öndunarmæli, eða svokallaða spirometriu, sem mun nýtast við greiningu og meðferð sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma. „Það er gott að vita til þess að félög eins og Lions láta gott af sér leiða fyrir fólkið í bænum. Við færum…Lesa meira